Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 31

Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Myndlistarmaðurinn Guðmundur Ármann Sigurjónsson heldur fyr- irlestur í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 17 undir yfirskriftinni Að tína upp og miðla þar sem hann fjallar um 42 ára feril sinn í myndlist. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð sem er samvinnu- verkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Mynd- listaskólans á Akureyri. Guðmundur Ármann hefur starfað sem myndlistarmaður frá 1972. Málarinn Guðmundur Ármann Fjallar um 42 ára feril í Ketilhúsinu Verkefnavalið á nýhafinnivetrardagskrá SÍ 2014-15 þykir sumum, þ. á m.mér, í hefðbundnara lagi en oft áður, og er hverjum og ein- um auðvelt að staðfesta það eða vefengja á sinfonia.is án þess að tíunda þurfi nánar hér. Það er því von að maður spyrji: Hvað veldur? Eða er rekstur þessa klassíska flaggskips þjóð- arinnar að verða það þungur fyrir minnkandi áhuga almennings að ekkert tjói lengur annað en að veðja á það sem þekktast er? (Sbr. algenga skilgreiningu á „léttri“ klassík.) Spurningin hlaut að brenna enn heitar á vörum við að renna aug- um yfir aðeins rúmlega hálfsetinn Eldborgarsalinn sl. fimmdudags- kvöld þegar í boði voru tvö Ís- landsfrumflutt verk frá 1870 og 1953 ásamt splunkunýjum íslenzk- um klarínettkonsert. Því hafi ekki nýbyrjuð Iceland airwaves rokkhá- tíð í sama húsi dregið úr um- ræddri aðsókn (manni er það að fyrra bragði til efs), þá hlaut þessi óvenjuslaka mæting óneitanlega að styðja tilgátuna um að þvílík sláandi undantekning frá „stríðs- fákastefnu“ straffist grimmilega með hrapandi miðasölu. Vonandi er sem minnstur fótur fyrir því. Að öðrum kosti verður takmörkuð tilhlökkun að næstu misserum, enda skipta óflutt sígild meistaraverk á Íslandi enn tugum ef ekki hundruðum – fyrir nú utan nýjar innlendar afurðir. Full ástæða er hins vegar til að minna á hvað happdrætti hins ókunna er gjörsamlega ómissandi aukakrydd þá leitað er út fyrir hefðbundnasta rammann. Ekki aðeins hversu margt kemur skemmtilega á óvart, heldur líka hvernig það eykur hlustendum næmi, skilning og við- miðun um kunnari viðfangsefni. Gamla sagan – vogun vinnur, vogun tapar. Það sannaðist ræki- lega þetta þórsdagskvöld. Vinn- ingsmegin lentu að mínu viti við- fangsefnin fyrir hlé. Maður hjó fljótt eftir því hve akústík salarins var lifandi (ný stilling?) og hljóm- sveitin eldspræk undir stjórn síns gamalkunna leiðtoga, er laðaði fram hið bezta úr hinu fjöruga æskuverki Vincents D’Indys kenndu við herbúðir Wallensteins generáls í 30 ára stríðinu. E.t.v. ekki meðal djúpristari ópusa Frakkans, en því glæsilegra leikið. Hinn nýi Klarínettkonsert Sveins Lúðvíks var meðal spar- neytnari íslenzkra nútímaverka jafnt í breidd sem lengd. Sem sagt fráleitt „Of margir tónar, hr. Moz- art!“ eins og haft ku eftir Jósep II., heldur stutt, hnitmiðuð og furðuspennandi smíð í allri sinni nekt, ísprengdri stöku ískrandi hljómsveitarinnskoti innan um dul- hrjóstuga kyrrð. Reyndist þar meira en minna, og leiddi andrúm niðurlagsins ósjálfrátt hugann að „Yfir kaldan eyðisand“ undir ógn- þöglum blámóðugosmekki Norna- elda. Einar Jóhannesson þandi einkum efsta tónsvið öræfapípu sinnar af syngjandi snilld, og hlaut verkið standandi hyllingu hlust- enda að leikslokum. Mínushlið kvöldsins var að mín- um smekk Sinfónía, 52 mín. lífs- kveðjuverk Erichs Korngolds frá 1953 samið eftir 15 ára útlegð frá Austurríki í Hollywood þar sem hann náði sögulegum frama sem kvikmyndatónskáld. Þótt auðheyrt væri að Korngold þekkti orkestr- unarhandverkið í bak og fyrir, enda að upplagi undrabarn er vak- ið hafði aðdáun Mahlers og Rich- ards Strauss, þá gat ég, þrátt fyrir góða spretti og innlifaðan flutning, stundum ekki varizt þeirri hugsun að hér færi postrómantískt dæmi um ofþroskaðan ávöxt. Einkum í næstsíðasta (III.) þætti er jaðraði, frómt frá sagt, við hið drepleið- inlega. Engu að síður var verkið fróðlegt áheyrnar og fyllti ýmsar þekkingargloppur tengdar tón- arfleifð hvíta tjaldsins. Morgunblaðið/Golli Syngjandi snilld „Einar Jóhannesson þandi einkum efsta tónsvið öræfapípu sinnar af syngjandi snilld, og hlaut verkið standandi hyllingu hlustenda að leikslokum,“ segir meðal annars í gagnrýni. Einn um nótt ég sveima… Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbmn D’Indy: Le camp de Wallenstein (ísl. frumfl.). Sveinn Lúðvík Björnsson: Klar- ínettkonsert (frumfl.). Korngold: Sin- fónía (ísl. frumfl.). Einar Jóhannesson á klarínett og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Fimmtudaginn 6. nóvember 2014. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku. Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Þri 18/11 kl. 20:00 Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Mið 19/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00 aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k. Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Fim 20/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00 Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Lau 6/12 kl. 20:00 Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Sun 7/12 kl. 20:00 Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Lau 13/12 kl. 20:00 Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Lau 13/12 kl. 20:00 Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Sun 14/12 kl. 20:00 Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Fim 4/12 kl. 20:00 Fös 19/12 kl. 20:00 Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 20/12 kl. 20:00 Fös 21/11 kl. 20:00 13.k. Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Fös 5/12 kl. 20:00 Drepfyndin SÝning sem flæðir beint í æð! Hamlet litli (Litla sviðið) Lau 15/11 kl. 17:00 2.k. Sun 16/11 kl. 17:00 aukas. Sun 23/11 kl. 17:00 3.k. Táknmálstúlkuð sýning 23. nóv kl. 17 Gaukar –★★★★ , A.V. - DV ★★★★ – SGV, MblHamlet – Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Sun 16/11 kl. 15:00 Lau 22/11 kl. 14:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 15/11 kl. 14:00 GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur) Sun 16/11 kl. 20:00 Coming Up (Aðalsalur) Sun 23/11 kl. 20:00 Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur) Lau 22/11 kl. 20:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.