Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 3
MÁLFRÍÐUR 3 Í þessu tölublaði Málfríðar fá lesendur tækifæri til að kynnast nýju tungumáli, töluvert ólíku því sem flestir þeirra eiga að venjast, þ.e. táknmáli. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands, fræðir lesendur um grundvallarat- riði íslenska táknmálsins í mjög áhugaverðri grein þar sem hún reifar einnig stuttlega sögu táknmáls- ins. Málsnið talmáls í frönsku er efni greinar Jóhönnu Bjarkar Guðjónsdóttur sem og réttmæti þess að sinna því í frönskukennslu í íslenskum skólum. Er greinin byggð á fyrirlestri sem fluttur var í sept- ember síðastliðnum á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Samuel Lefever fjallar um efni sem æ meira ber á í umræðum um tungumálakennslu: Hlutverk henn- ar í fjölmenningarlegri Evrópu framtíðarinnar og hvernig þarf að laga hana stöðugt að nýjum aðstæð- um. Í þessu sambandi má svo sannarlega segja að eftirfarandi húsgangur eigi vel við: Gott er að vera ennþá ungur og eiga í vændum langan dag numið geta nýja tungu nýja siði og háttalag. Skemmtileg frásögn Önnu Jeeves mun svo koma lesendum í sumarskap og jafnvel verða þeim hvatn- ing til að leggjast í víking á komandi sumri! Efnisyfirlit Rit stjórn arrabb . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Alþjóðlegt samstarf STÍL . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Talað ritmál/ritað talmál – Vandinn að kenna mismunandi málsnið frönsku . . . . 7 Táknmál – tungumál heyrnarlausra . . . . . . . . . . 14 Frá FEKÍ, Félagi enskukennara á Íslandi . . . . . . 19 Aðalfundur STÍL . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Samræður milli menningarheima . . . . . . . . . . . . 20 Sigurborg Jónsdóttir - Nýr formaður STÍL . . . . 21 Námskeið í amerískum fræðum á vegum Fulbright stofnunarinnar, júní–ágúst 2004. . . . 22 Fyrsti fagfundur grunn- og framhalds- skólakennara í spænsku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 The role of language teaching – looking to the future . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Félag þýzkukennara – Sitthvað að gerast og fleira á döfinni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Frá félagi frönskukennara á Íslandi . . . . . . . . . . . 31 Frá félagi dönskukennara . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 1. tbl. 2005 Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Jóhanna Björk Guðjónsdóttir Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Gutenberg Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 128 Reykjavík Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málfríðar haustið 2004: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum í Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Torlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Jóhanna Björk Guðjónsdóttir Háskóla Íslands heimasími; 562 2677 netfang: jobg@hi.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 568 1267 netfang: asmgud@mr.is Ritstjórnarrabb Forsíðumynd: Á kaffihúsi.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.