Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 12
12 MÁLFRÍÐUR Spurningalistanum svöruðu aðeins þeir sem búið höfðu tvo mánuði eða lengur í Frakklandi. Það kom svo á daginn að nokkrir höfðu búið lengur en í tvo mánuði í frönskumælandi landi öðru en Frakklandi og svöruðu þeir einnig spurningunum. Svör við könnuninni voru flokkuð í tvo hópa: Þá sem aldrei höfðu búið í Frakklandi og hins vegar þá sem höfðu búið þar í tvo mánuði eða meira. Seinni hópurinn gat svo krossað við lengd þess tíma sem þeir höfðu búið í landinu: 2-12 mánuði, 1-2 ár og lengur en 2 ár. Eitt svarblað var ónothæft en 18 not- hæf og af þeim sem svöruðu höfðu 5 aldrei dvalið í Frakklandi (eða frönskumælandi landi), 9 í 2-12 mánuði, 1 í 1-2 ár og 1 lengur en 2 ár. Einn nemandi hafði dvalið í Sviss og annar í Belgíu. Í stuttu máli sagt þá kom ekki á óvart að enginn þeirra nemenda sem aldrei höfðu dvalið í Frakklandi merkti við málsnið óformlegs talmáls þegar þeir voru beðnir um að velja á milli tveggja máta til að segja setningu sem þeim var gefin á íslensku (alls sjö setningar). Hins vegar kom á óvart hversu fáir af þeim sem höfðu dvalið í Frakklandi völdu talmálið, í mesta lagi 5 af 11 (setningin „Ce type, je l’aime bien“) en í tilviki tveggja setninga var talmálið aðeins valið tvisvar. Sá sem oftast valdi talmálið var nemandinn sem dvalið hafði lengur en 2 ár í Frakklandi, í 5 til- vikum af 7. Sá sem hafði verið í Belgíu valdi aldrei málsnið talaðs mál en sá sem hafði dvalið í Sviss merkti við það í tveimur tilvikum af sjö. Í öðrum hluta könnunarinnar stóð valið á milli málsniðs almenns máls (ritaðs) og óformlegs máls í texta. Þar völdu nemendur sem ekki höfðu dvalið í Frakklandi málsnið ritaðs máls í öllum tilvikum (alls 7 tilvik) nema tveimur (einn nemandi í hvort sinn), en í hópnum sem eitthvað hafði dvalið í Frakklandi var töluvert um að málsnið talmáls væri valið, sem staðfestir það sem kemur fram í innganginum að þessi hópur hefur tilhneigingu til að nota talmál í rituðu máli. Ef skoðaðar eru niðurstöður úr spurningalistanum kemur einnig ýmislegt athyglisvert fram. Svarblöðin voru alls 14 og höfðu flestir, eða 7 verið í Frakklandi við nám. Tveir höfðu enga frönsku lært áður en þeir fóru utan en þeir sem höfðu eitthvað lært höfðu flestir 2-3 ára nám í frönsku sem grunn. Við spurn- ingunni hvernig þeim hefði gengið að skilja Frakka í byrjun svöruðu 5 mjög illa og 3 illa, 4 sæmilega og 2 nokkuð vel. Meirihluta nemenda (8) fannst mikill munur á talmáli hjá ungu og eldra fólki. Svör við spurningunni hvernig námið frá Íslandi hefði nýst til að eiga tjáskipti á frönsku við Frakka voru á þá leið að 3 svöruðu „lítið sem ekkert“, 6 „sæmilega“, 1 „vel“ og 1 „mjög vel“. Eitt svarblað nýttist ekki í þessari spurningu. Þeir sem svöruðu „lítið sem ekkert“ og „sæmilega“ voru beðnir um að merkja við hugsanlegar ástæður fyrir því. Þrír merktu við „lagði illa stund á námið hér heima“, enginn merkti við „lélega kennslu“ og aðeins einn við „lélegt námsefni“. Hins vegar merktu 6 við „lítil áhersla lögð á framburðarkennslu“ og sami fjöldi við „lítil áhersla lögð á hlustun“ sem er umhugsunarvert. Þá merktu flestir, 7 nemendur, við svarið „munur á talmáli og ritmáli; talmál í frönsku er lítið kennt í skólum á Íslandi“. Þessi þrjú síðustu svör eru ekki síst áhugaverð fyrir þær sakir að 9 nemendur svör- uðu þessari spurningu þannig að meirihlutinn er á þessari skoðun. Að lokum voru nemendur beðnir um að skoða lista af orðum og orðasamböndum úr óformlegu og mjög óformlegu máli og merkja við þau sem þeir þekktu. Var þekkingin mjög misjöfn, allt frá einu orði upp í 16 orð/orðasambönd. Nemandinn sem virtist hafa besta þekkingu á þessum málsniðum, taldi að mikill munur væri á talmáli hjá ungu og eldra fólki í Frakklandi, bjó lengur en 1 ár í landinu og hafði innan við eins árs nám í frönsku að baki þegar hann fór utan til dvalar. Það er einnig athyglisvert við þennan lið spurningalistans að á meðal þeirra orða sem flestir þekkja teljast flest vera populaires (mjög óformlegt mál), t.d. salaud sem 10 merktu við, á meðan aðeins 2 merktu við beur sem er afurð orða- leiksins verlan og er mjög almennt notað, kemur t.d. fyrir í titli á nokkuð þekktri kvikmynd, L’Oeil au beur(re) noir (1987). Kennsluefni Bæði könnunin og spurningalistinn gefa vísbend- ingar um að nemendur sem læra frönsku hér á landi og hafa ekki dvalið í Frakklandi hafi litla sem enga þekkingu á málsniði óformlegs talmáls og að leggja þyrfti meiri áherslu á framburð og hlustun auk orðaforða og annarra einkenna talmáls. Hvað varðar notkun talmáls í ritmáli er mögulegt að mínu mati að nemendur sem hafa litla þekkingu á óform- legu talmáli áður en þeir fara til Frakklands, kynnast því þar og koma svo til náms í frönsku við Háskóla Íslands, nái ekki að greina þar á milli einmitt vegna þess að þeir höfðu ekki þekkingu á talmálinu áður en þeir fóru utan. Þessi skoðun styður því að nauð- synlegt sé að gera nemendur meðvitaðri um þennan mun þegar þeir læra frönsku í framhaldsskóla (eða grunnskóla, í vali). Þá vaknar auðvitað spurningin um það hvernig eigi að bera sig að í því verkefni þar sem málsnið óformlegs talmáls kemur ekki mikið fyrir í þeim kennslubókum sem notaðar eru. Vissulega þurfa kennarar að hanna eigið kennslu-

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.