Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 10
10 MÁLFRÍÐUR til þeirra. Helstu kennslufræðingar frönsku sem erlends máls, t.a.m. Louis Porcher, tala ekki lengur einungis um málfærni heldur leggja þeir áherslu á mál- og menningarfærni og þykir mér augljóst að kennsla málsniða óformlegs og mjög óform- legs máls frönsku, og allra erlendra tungumála, er nauðsynleg í því sambandi. Hins vegar eru ýmsir kennslufræðingar sem deila ekki þessari skoðun eða forðast öllu heldur að taka afstöðu. Málstefna, hið opinbera og kennsla mismunandi málsniða Sjónarmið þeirra sem vilja forðast að kenna annað en hið algenga ritaða mál eru skiljanleg. Það er mál- sniðið sem langflestir frönskumælenda skilja og geta notað, það er málsniðið sem stendur af sér tísk- ustrauma og það er málsnið „rétts“ máls. Málstefna frönsku í hag á rætur sínar að rekja til 16. aldar þegar François I gaf fyrirmæli um notkun frönsku í opinberum textum konungsríkisins (l’Or- donnance de Villers-Cotterêts) og á 17. öld var Franska akademían stofnuð en hún ákvarðar um hvað telst gott franskt mál. Á 19. öld var franskan gerð að skól- amáli á kostnað annarra tungumála í landinu, s.s. bretónsku og occitan. Undanfarin ár hafa yfirvöld þó farið að sýna minni hluta tungumálum skilning í samræmi við stefnu Evrópusambandsins. Áhersla er samt sem áður lögð á kennslu algengrar réttrar frönsku, sem móðurmáls og erlends máls. Rök eru færð fyrir því að ef vikið er frá þeirri reglu, muni staða tungumálsins verða veikari og einnig tungu- málið sjálft. Þessi rök hafa ekki síst verið talin upp í umræðum um ólæsi í Frakklandi sem fer vaxandi og að einhverju leyti rakið til þess að sumir nemendur geti ekki skapað nein tengsl á milli málsins sem þeir tala og málsins sem þeim er kennt í skóla. Tillögur um að vikið verði frá ströngum reglum um gott franskt mál til að mæta þessum hópum hafa verið kynntar en þær mæta enn almennri andstöðu.1 Í málfræðibiblíunni Le bon usage stendur eftirfarandi í framhaldi af lýsingum á ólíkum málsniðum: „Þau tilbrigði sem hefur verið lýst valda viss- um vandkvæðum varðandi málfyrirmynd: Hvaða frönsku skal kenna?“ (1986; 21). Þessu er svarað á þá leið að bókinni sé ekki ætlað að segja til um málnotkun í óformlegu vinasamtali eða bréfaskrift- um innan fjölskyldunnar en að hins vegar sé ekki heldur verið að fjalla um frumlegt bókmenntamál; tilgangurinn sé að lýsa málinu sem tæki til að koma skilaboðum á framfæri. Þetta er ákveðin vísbending um það sem opinberlega skal kennt þar sem Le bon usage er það rit sem vísað er til þegar fjallað er um rétt franskt mál. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla sem kom út árið 1999 er ekki minnst sérstaklega á mismunandi málsnið í kaflanum um frönsku. Í lokamarkmiðum eftir 12 einingar stendur m.a. að nemandi „geti tjáð sig og skilið aðra við allar algengar aðstæður og átti sig á því hvernig látbragð og raddblær geta breytt merk- ingu“ (111) og má vissulega túlka þetta markmið málsniðum óformlegs og mjög óformlegs máls í hag. Eftir 15 einingar skal nemandi geta „tekið þátt í almennum umræðum og notað málfræðikunnáttu sína þegar hann notar málið“(112). Þetta markmið er mjög í anda Le bon usage. Í áfangalýsingunum eru aftur á móti nokkrar setningar sem veita svigrúm til að gefa málsniðunum gaum í kennslunni. Við áfanga 103 stendur t.a.m.: „Daglegt líf Frakka og frönskumælandi þjóða í hnotskurn gegnum náms- efnið (les-, hlustunar-, mynd- eða margmiðlunar- efni)“ (114). Það er hins vegar í áfanga 403 sem málsnið óformlegs og mjög óformlegs máls gætu verið kynnt til sögunnar með markvissum hætti því í áfangalýsingu kemur fram að „Að mestu leyti er lokið við að fara yfir undirstöðuatriði franskrar mál- fræði. Veruleg aukning orðaforða og málskilnings auk hæfni til ritunar og tjáningar“ (120). Það er ljóst að hver kennari hefur í hendi sér hvort hann vinnur með mismunandi málsnið ef tekið er mið af Aðalnámskrá framhaldsskóla því markmið og áfangalýsingar eru mjög almenns eðlis. Fróðlegt er því að líta á sumt af því kennsluefni sem helst er notað í framhaldsskólum hér á landi og jafnvel fleira til að athuga hvort þessum þætti er sinnt í því. Málsnið í nokkrum kennslubókum Café crème 1 er sú kennslubók sem er notuð í flest- um framhaldsskólum landsins um þessar mundir og hefur reyndar verið um nokkurra ára skeið. Tók hún við því hlutverki af bókinni A propos sem gefin er út í Svíþjóð. Sú síðarnefnda hefur þá kosti að margra mati að henni fylgja orðskýringar á íslensku auk þess sem verkefnabókin var þýdd á íslensku. Ýmsum kennurum fannst hins vegar A propos vera einhæf auk þess sem kennarar töldu að kennslubók gefin út í Frakklandi gæfi raunsannari mynd af máli og menningu þannig að þegar Café crème 1 var gefin út árið 1997 ákváðu margir kennarar að skipta þeirri sænsku út fyrir hana. Café crème númer 1, sem er ætluð eldri unglingum og fullorðnum, hefur marga kosti. Töluverð áhersla 1 Sbr. Henri Del Pup á http://www.la-science-politique.com/revue/revue2/papier8.htm - Skoðað 1. - Skoðað 1. mars 2005.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.