Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 1. júlí 1999 Fyrir fimm, tíu, fimm- tán og tuttugu árum -Þau 25 ár sem Fréttir hafa komið út, hefur blaðið ævinlega fylgst með hjartslætti bæjarfélagsins, greint frá því sem helst er að gerast í bæjarfélaginu. Ýmsar hræringar hafa verið í atvinnumálum, pólitík, menningarlífi, íþróttum og fleiru. Við rifjuðum að gamni okkar upp atvik sem áttu sér stað um þetta leyti árs fyrir fimm, tíu, fimmtán og tuttugu árum. Samantekt: Sigurg. Fyrir fimm árum - sumarið 1994 Draumahöggið Sveinn Magnússon, einn af elstu kylfing- unum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja, vann það afrek, 72 ára gamall, að fara holu í höggi á braut 7 eða Kaplagjótu eins og hoían er ævinlega nefnd. Þetta gerðist í Stöðvamótinu, þann 26. júní og sá gamli gerði gott betur, fór ekki úr jafnvægi við þetta draumahögg allra kylfinga heldur vann mótið sannfærandi. Sveinn segir svo frá þessu í Fréttum: „Það gekk allt upp hjá mér í þessu móti. Eftir að ég fór holu í höggi hélt ég að minn skammtur vasri búinn en það var nú aldeilis ekki. Ég fór næstu holu, Fjósaklettinn á einu höggi undir pari og hélt áfram að spila gott golf. Við vorum þrír saman í holli, með mér voru þeir Sigurjón Pálsson og Andrés Sigmundsson. Kúlurnar þeirra lentu sín hvoru megin við flötina á Kapla- gjótunni en ég sá ekki hvar mín hafnaði nema hvað hún skoppaði inn á flötina. Við fórum svo að leita að henni, því að hún sást hvergi, og ég sagðist ekki trúa því að hún hefði farið yfir. Andrés sagði að þá hlyti kúlan að vera í holunni og það reyndist rétt vera. Þá tók nú hjartað kipp í gamla manninum. Þegar ég kom á 18. og síðustu holuna hafði Magnús sonur minn dregið ailt Múlapakkið þangað. Síðasta púttið var nokkurra metra langt og ég hafði á orði að það væri ekki dónalegt að klára mótið með því að fara síðustu holuna á einu höggi undir pari fyrir framan fjölskylduna. Ég gaf mér góðan tíma í þetta, vildi hafa kúluna hreina og þurrkaði hana vel með klútnum mínum. Þá hefur mér alltaf gengið vel að pútta þegar ég er nýgyrtur og ég gyrti mig að sjálf- sögðu vel og vandlega fyrir loka- höggið. Og það fór auðvitað beint ofan í.“ Hefur Sveinn Magnússon endurtekið þennan leik, síðan 1994, aðfara holu í höggi? „Nei, það hef ég nú ekki gert en stundum verið nálægt því. En þessi dagur var dálítið sérstæður, þetta var tveggja daga keppni og þetta var á seinni deginum. Ég var haltur, fékk eitthvað í löppina og fékk strákinn til að draga fyrir mig og kláraði þetta svona prýðilega. En svo kom í ljós að það var rifin hásin í fætinum og fljótlega eftir þetta fékk ég mér þríhjól, öðruvísi gæti ég þetta ekki í dag. Forgjöfm mín er 15,1 í dag, ég held að það sé ágætt hjá 78 ára gömlum karii sem byijaði ekki í golfmu fyrr en eftir sextugt. En golfið er svona upp og ofan hjá manni í dag, ég er orðinn miklu höggstyttri og ég held að það sé borin von að ég fari aftur hoiu í höggi á þeirri sjöundu, ég dreg bara ekki inn á hana lengur. Ég reyni að fara í golf á hverjum degi, það er helst ef veðrið er mjög leiðinlegt sem maður sleppir því. Svo er ég nýkominn úr golfferð með Svarta genginu, við förum íjúm' á hverju ári í nokkurra daga golf- SVEINN Magnusson hefur sagt elli kerlingu stnð a hendur. Her er hann á flötinni við Kaplagjótu þar sem hann fór holu í höggi. ieiðangur upp á land.“ Hvemig ætlar svo kylfmgurinn Sveinn Magnússon að halda upp á áttræðisafmælið? „Heyrðu, það era nú tvö ár í það. Eigum við ekki aðeins að bíða og sjá til hvort maður heldur það út. En ef ég næ þeim aldri þá held ég ábyggilega upp á það á viðeigandi hátt. Kannski lækka ég mig enn frekar í forgjöf," sagði golfarinn síungi, Sveinn Magn- ússon. Þann 25. júní gengu þau í hjónaband, Una Þóra Ingimarsdóttir og Þór Engilbertsson. Það væri kannski ekki í frásögur færandi eitt og sér en staðurinn sem þau völdu sér til þeirrar athafnar var nokkuð sérstæður. Það var Jónsskora í Bjarnarey, sylla í bjarginu vestanverðu, um 20 metra neðan við brún og 100 m yfir sjó. Þór fékk þessa hugmynd í eggjaferð ári áður og fyrir hann var þetta lítið mál, sem vanan bjarg- mann. En hvað sagði brúðurin Una Þóra um þetta fyrir fimm árum? „Mér leist strax vel á hugmyndina og var tilbúin að slá til þó að mér fyndist þetta nokkuð hátt þegar ég sá í fyrsta sinn hvar Jónsskora er. En ég var ákveðin í að fara og eftir eina æfingu fannst mér þetta ekkert mál.“ Séra Bjami Karlsson ætlaði að gifta þau en þegar til kom var hann í fríi og því varð að leita annað. Fyrsti prest- urinn sem þau leituðu til treysti sér ekki vegna lofthræðslu en séra Axel Fyrir fimm árum - sumarið 1994 Himneskur dagur Ámason, frá Tröðum, var strax til í þetta. „Dagurinn var himneskur, alveg frá því að við vöknuðum kl. sjö um morguninn og þar til við fóram að sofa um kvöldið. Þetta var ævintýri líkast og við hefðum ekki viljað missa af þessu. Það sama á við um gestina, þeir gleyma seint þessum degi,“ sögðu þau Una Þóra og Þór. Ferðin niður í Jónsskora gekk að óskum þó ekki sé fært þangað nema á vað. Flestir vora á báðum áttum hvort þeir ættu að fara niður eða ekki en þeir urðu þó fleiri en brúðhjónin áttu von á eða milli 20 og 30, konur jafnt sem karlar. I þeirra hópi var sjálfur Bjamareyjarjarlinn, Hlöðver Johnsen, en hann færði þeim skjöld til að setja upp í Jónsskora til minningar um þennan atburð. Að athöfn lokinni skáluðu brúðhjónin á bjargbrúninni og í veiðihúsinu í Bjarnarey fengu svo gestir forsmekkinn að brúðkaups- veislunni sem haldin var um kvöldið í landi. „Jú, ég man vel eftir þessum degi,“ segir Una Þóra fimm áram síðar. Þetta rann allt svo dásamlega ljúft í gegn, við gátum heldur ekki verið heppnari með veður, lognið var svo algert að fella varð niður skútusiglingu sem átti að vera einmitt þennan dag.“ Hafa þessi funm ár verið eitthvað í líkingu við brúðkaupsdaginn, eilíft logn ? „Ekki segi ég það nú kannski. Það hefur ekki alltaf verið logn en samt mjög gott. Við höfum líka eignast tvö böm á þessum tíma og okkur li'ður mjög vel.“ Þau Þór og Una Þóra hafa í nógu að snúast. Þór er verktaki og þessa dag- ana er hann að byggja raðhús við Litlagerði. Una Þóra sér um bók- haldshliðina á fyrirtækinu. „Við ætluðum einmitt að halda upp á fimm ára brúðkaupsafmælið um síðustu helgi úti í Bjamarey. Halli Geir var svaramaður og þau Hjödda ætluðu með okkur út. Við eigum tveggja mánaða dóttur og ætluðum að taka hana með. I þessari ferð ætluðum við líka að koma skildinum fyrir niðri í Jónsskora, það átti löngu að vera búið að því en hefur alltaf dregist. En veðrið var þannig um helgina að við ákváðum að fresta ferðinni. En hún verður farin í sumar, það er engin hætta á öðra. Ég er virkilega búin að hlakka til að rifja þetta upp,“ sagði Una Þóra. UNA Þóra og Þór á góðri stund, meðal nágranna í grillpartíi á Ásaveginum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.