Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Qupperneq 19
Fimmtudagur l.júlí 1999 Fréttir 19 Fyrir tuttugu árum - sumarið 1979 Það er ekki hægt að stoppa Þann 8. júní 1979 opnaði Guðgeir Matthíasson frá Vinaminni sína fyrstu málverkasýningu. Sýningin var haldin í Akógeshúsinu. Þar sýndi Guðgeir 24 myndir sem hann hafði málað á síðustu tveimur árum. í Fréttum segir svo: „Guðgeir er ungur í málaralistinni og er óhætt að segja að myndir hans séu afbragðsgóðar. Aðalmótívin em hin ýmsu svipbrigði kaupstaðarins og einnig myndir af húsum sem farin em undir hraun.“ „Þetta var ágæt sýning,“ segir Guðgeir. „Af 24 málverkum seldust 19 og ég var rosalega ánægður með þá útkomu. Það komu einhver ógrynni fólks á sýninguna og undirtektirnar vom frábærar eins og tölumar bera með sér. Síðan er ég búinn að halda átta einkasýningar og auk þess taka þátt í nokkrum samsýningum." Guðgeir flutti frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur árið 1995. „Ég ætlaði mér upphaflega að vera í eitt ár en það hefur lengst í þessu. Það gæti alveg farið svo að við flyttum aftur til Eyja innan skamms, við höfum svona verið að velta þessu fyrir okkur í róleg- heitunum. Við eigum húsið okkar ennþá í Eyjum og stendur ekki til að selja það. En ég kann ágætlega við mig í Reykjavík. Þetta er lítil borg og passlega margir vitleysingar þar. Það munar ekkert um mig. Ég vinn hjá Jóni Asbjömssyni, fiskkaupmanni, og ég er enn á fullu í að mála. Það er ekki hægt að stoppa í því þegar maður er einu sinni byrjaður. Svo er maður alltaf með annan fótinn í Vestmanna- eyjum enda töluvert af fjölskyldunni þar. Ég held að ég sé búinn að koma oftar til Eyja á þessum fjómm ámm heldur en ég fór til Reykjavflcur næstu tuttugu ár þar á undan. Hjartað slær enn úti í Eyjum,“ sagði Guðgeir Matthíasson. GUÐGEIR Matthíasson er með afkastameiri máiurum sem Eyjarnar hafa aiið. Ir \ Fyrir tuttugu árum - sumarið 1979 F A undan jafnan fremstur fer MAGNUS Kristinsson útgerðarmaður kom einu sinni nálægt kaupmennsku. Föstudaginn 24. ágúst 1979 var opnuð ný ritfanga- og gjafavöruverslun í Vestmannaeyjum að Hilmisgötu 2. Eigendur voru þeir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, Sigurfinnur Sigurfinnsson, kennari og eiginkonur þeirra, þær Lóa Skarphéðinsdóttir og Þorbjörg Júlíusdóttir. „Vakti það athygli er Fréttamönnum var boðið að skoða búðina, hve vel breytingamar hafa tekist og öllu vel og snyrtilega fyrir komið. Ymsar myndskreytingar em á veggjum og em þar þekktar sögupersónur frá Prúðuleikumnum. Lífgar þetta mjög upp á útlit. Þeir félagar sögðust mundu bjóða upp á allar algengar ritfangavömr og sérstök áhersla yrði lögð á vömr fyrir skólafólk. Einnig er boðið upp á ýmsar bókhaldsvömr. Á boðstólum verða svo tómstundavörur, púsluspil litabækur o.fl. Þá er nokkuð úrval af leikföngum og má þar nefna t.d. Corgi leikföngin sem þeir Gerðisbræður flytja inn. Gjafavömr munu einnig skipa sinn sess í búðinni. Við rákumst á t.d. mjög skemmtilegar gestabækur, skólatöskur og ýmislegt fleira. Þá verður verslunin einnig með umboð fyrir myndaframköllun og segja eigendur að þar sé um snögga og góða þjónustu að ræða. Hin nýja verslun mun bera heitið Oddurinn." „Em virkilega komin tuttugu ár síðan þetta var,“ sagði Magnús Kristinsson. „Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta á sínum tíma var að ég hef alltaf verið voðalega mikill skrifstofukarl í mér, alltaf hrifist af fallegum skrifstofu- vömm og ritföngum. Þetta fannst mér vanta í Vestmannaeyjum. Þetta hafði ég ámálgað við kunningja okkar, þau Finn og Tobbu og þau höfðu áhuga. En við flönuðum ekki að neinu, reikn- uðum vel út startkostnað og töluðum við marga í heildsölubransanum í Reykjavík. Svo ákváðum við að hella okkur út í þetta. Við tókum á leigu húsnæðið að Smáragötu 2, þar sem m.a. Smárabar var áður og nú er þar Snyrtistofa Ágústu. Finnur hannaði merki iyrir búðina, blýantinn, sem enn er notað og Sigurgeir heitinn Kristj- ánsson bjó til slagorðið „Á undan jafnan fremstur fer.“ Ég var enginn kaupmaður í mér og hef aldrei verið, ég hef alltaf verið meira fyrir út- gerðina. Þau Finnur og Tobba sáu um þá hlið en ég sá mikið um innkaup. notaði mér ferðimar ti! Reykjavíkur í sambandi við útgerðina og við losnuðum þannig við aukakostnað í sambandi við sérstakar verslunarferð- ir. Svo tveimur eða þremur árum seinna festum við kaup á húsnæði við Strandveginn þar sem Oddurinn er enn þann dag í dag. Við Lóa drógum okkur svo út úr þessu eftir fjögur eða fimm ár og Finnur og Tobba ráku verslunina fram til 1989 þegar Sigurgeir og Katrin tóku við. Ég hafði alltaf mjög gaman af þessu stússi og þetta var virkilega skemmtilegur tími. Já, Oddurinn á bara 20 ára afmæli á þessu ári. Það em nú ekki allar verslanir í Vestmannaeyjum sem geta státað af svo löngum líftíma," sagði Magnús Kristinsson. Samantekt: Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.