Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 2. mars 2000 Tilbreytingardagar í Barnaskólanum: Sköpun og listir í fyrirrúmi I síðustu viku voru svokallaðir tilbreytingardagar, eða þemavika 2000 í Bamaskólanum. Á slíkum dögum er ekki kennt samkvæmt hefðbundinni stundatöflu heldur lögð aukin áhersla á sköpun og listir. Nemendum var blandað í hópa innan síns aldursstigs en ekki eftir bekkjum eins og venja er. Vinnutíminn var frá kl. 08.00 til 12.15 og eftir hádegi suma daga. Nemendur 8. -10. bekkjar unnu í 6 hópum: Árshátíðarhóp við að undirbúa umgjörð árshátíðarinnar, leilistarhóp þar sem þau unnu sýningaratriði undir stjóm kennara og leikstjóra, fatahönnun, dans, kvikmyndagerð og framtíðarsýn Eyjanna í Athafnaverinu. Framtíðarsýn nemenda á Eyjar hefur verið komið upp á Intemetinu og geta áhugasamir litið á síðuna, en slóðin er: http/A'estmannaeyjar.ismennt.is/n em/thema2000/ Á þriðjudeginum fór fram ljósmyndasprettur Fuji og Fóto, en sigurvegarar í þeim spretti vom Ágúst Halldórsson og Halldór Sævar Grímsson, báðir í níunda bekk. Eftir hádegið á miðvikudeginum fór fram Bamófárið en það var keppni hvar nemendur áttu að leysa ýmiss konar þrautir vitandi ekki hveijar þær vom. Þó áttu heiti þeirra að gefa vísbendingar, en oftar en ekki vom þau villandi. Varafhin besta skemmtun, þó margar þrautimar hafi komið nemendum í opna skjöldu Nemendur í 1. - 4. bekkjum fóra í leikhús á fimmtudaginn og sáu það merka verk Snuðra og Tuðra undir leikstjóm Aino Freyju Jervila, annars vom þau í rannsóknarvinnu, myndlist, batik, hljóðfærasmíði, tónlist, „marmaravinnu.“ Á miðstigi (5.- 7. bekk) var unnið í 6 hópum. Búin vom til bókamerki, kartöfluþrykk, hljóðfærasmíði, stærðfræðivefurinn skoðaður, matreiðsla og vídeo. Farið var í ratleik og á fimmtudaginn óvissuferð. Árshátíð 8. - 10. bekkja var svo á fímmtudagskvöldið með matarveislu og frábærri dagskrá sem nemendur sáu um með dyggri aðstoð valinkunnra leiðbeinenda. Vom þar flutt dans- og leiklistaratriði, auk þess sem minni kennara og nemenda vom flutt Á árshátíðinni afhenti Aðalsteinn Sigurjónsson umboðsmaður Sjóvár - Almennra í Eyjum nemendum peningastyrk sem renna mun til góðra málefna í þágu nemenda. Einnig vom sigurvegarar ljósmyndasprettsins verðlaunaðir. fólk skemmti sér vel. ÞESSAR dömur hittu „ridd- arann síunga“ og ekki laust við EITT atriða Barnófársins var að hitta bolta í körfu í 30m/sek vindstyrk. Hér fylgjast nemendur spenntir að hann hafi komið þeim í opna með félögum sínum við körfuna. skjöldu í endataflinu. HÉR fyrir ofan eru nemendur í „Þvottakörfunni“ en það var hluti af Barnófárinu, hvar nemendur áttu að búa um rúm á sem skemmstum tíma. Eins og sést skemmtu nemendur sér hið besta yfir tilþrifunum í þessari þraut. „EHEM,“ þegar pönnukökur bakast set ég eitt kíló af pipar, síðan íhuga ég málið þar til sykur út á fer. Síðan vanda ég mig mikið svo ég far'ekki yfir strikið. MIKIL dansmennt er iðkuð í Eyjum þessa dagana og létu þessar stúlkur ekki sitt eftir ligga til að efla þá mennt á árshátíðinni við mikinn fögnuð viðstaddra. EIN dansmærin í hópi einlífis- manna sem settu sterkan svip á eitt dansatriðið SALURINN var þéttsetinn og

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.