Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Qupperneq 26
26
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember2003
KVEIKT á jólatrénu. Kveikt var formlega á jólatrénu á Baldurshagatúninu á laugardaginn. Þar söng barnakór,
forseti bæjarstjórnar flutti ávarp, jólasveinar komu í heimsókn og þessar stúlkur sungu. Þá var boðið upp á heitt
kakó á Lanterna sem kom sér vel í frostinu.
|s>ska Umboðssalan
Hamarsskólinn hélt sinn árlega föndurdag á föstudaginn og er þetta þriðja
árið í röð sem þessi háttur er hafður á. Atta stöðvar voru settar upp þar
sem alls kyns fóndur og fjör var í gangi og fengu krakkarnir þrívegis yfir
daginn að skipta um stað. Það sem meðal annars var boðið upp á var
kókosbollubakstur sem var vinsælasti staðurinn og tóku rúmlega 200
nemendur þátt í bakstrinum. Einnig var herbergi með jólakortagerð
vinsæli viðkomustaður.
8
Þeir voru góðir tónleikarnir sem
Æskulýðsfélag Landakirkju og
KFUM&K buðu til á föstudags-
kvöldið.
Krakkarnir fengu tii liðs við sig
þéttan hóp tónlistarmanna en
hann skipa Birkir Egilsson, Hafdís
Óskarsdóttir, Iris
Guðmundsdóttir, Kolbrún Stef-
ánsdóttir, Ragnhildur
Magnúsdóttir, Sarah Hamilton,
Sævar Helgi og Þórarinn Ólason.
A flyglinum var Páll Viðar Krist-
insson.
Þau hafa sannað sig áður sem
góðir flytjendur og brugðust ekki
að þessu sinni þar sem boðið var
upp á fjölbreytt úrval jólalaga.
Skemmtunin var mjög vel sótt og
var boðið upp á kaffi og með því,
allt mjög myndarlegt. Sem sagt
gott framtak og góð skemmtun.