Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 3
Fræðslu- og upplýsingarit S.Í.H.U. Ábyrgðarmenn: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, sími 91-656385 Þorsteinn Þorsteinsson. Torfufelli 17, 111 Reykjavík, sími 91-71673. Prentvinnsla: Prenttækni hf. Forsíöumyndin Magnús Randrup 16 ára gamall með sína fyrstu píanóharmoníku, Scandalli Butterfly. Ljósmynd Anna Jónsdóttir. Efni fyrir næsta blað verður að hafa borist fyrir 1. maí. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, endaðan febrúar og í endaðan maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.300 1/2 síða kr. 6.200 1/4 síða kr. 3.900 1/8 síða kr. 2.300 Smáauglýsingar (1,5 dálksentímetri) kr. 650 + kr. 120 fyrir hvem auka dálksenti- metra. Hvað er S.Í.H.U.? S.Í.H.U. er skammstöfun sem stend- ur fyrir Samband Islenskra Harmoníku- unnenda, og að því slanda þau félög sem hafa harmoníkuna innan sinna vébanda og hafa sína fulltrúa sam- kvæmt lögum sambandsins (sjá lög S.Í.H.U. á öðrum stað í blaðinu). Lögin eru þó ekki fullkomin og verða það sennilega seint, frekar en önnur lög. Nú er ágætisfólk að endur- skoða lögin sem eru bam síns tíma, og eiga vafalaust eftir að koma með marg- ar góðar ábendingar. Ef ég les lögin eins og þau eru í dag, get ég látið mér detta ýmislegt í hug sem skýra má betur, þó ég ætli alls ekki í sjálfu sér að fara að gagnrýna þau. Hér á eftir fara því eingöngu hugleiðingar mínar sem em frekar settar fram í gamni en fullri alvöru og ber því að taka sem slíkar. Eflaust eru aðrar hliðar til og fleiri sem aðrir sjá. Hið fyrsta sem ég rek augun í, er að lögin skilgreina ekki á einn eða neinn hátt, hvað telst vera harmoníkufélag. Geta t.d. 5-6 einstaklingar verið félag og gengið í S.Í.H.U. og getur þjóð- dansafélag (ef það sér hag af því) gengið í sambandið ef það nýtir harm- oníku við fótamennt sína? Er hægt að stofna félag í dag og ganga í S.I.H.U. á morgun, eða er aðeins hægt að ganga í sambandið á fundi þess eða aðalfundi? Við endurskoðun laga þarf greini- lega að setja nánari útskýringar á því hvað telst vera harmoníkufélag og hverjar eru lágmarkskröfur um fjölda einstaklinga í hverju félagi. Þá verður S.Í.H.U. að setja fram kröfur til aðildar- félaga um lýðræðislega boðaða aðal- fundi, og að félagslög viðkomandi félags standist einhver almenn félags- lög. Það getur varla talist verjandi fyrir landssamtök að hafa innan sinna vé- banda félag eða félög, sem ekki hafa Hilmar Hjartarson haldið aðalfund í mörg ár, þó svo að þau greiði tilskilin gjöld til samtakanna. Tæplega getur talist ósanngjarnt að félag tilkynni árlega um niðurstöður kosninga (stjórnar) ásamt félagaskrá, svo að formaður S.Í.H.U. geti með fullri vissu sagst vera málsvari fyrir þetta mörg félög, sem í séu þessi til- tekni fjöldi einstaklinga. Upphæð greiðslu vegna aðildar að 5. Í.H.U. er líklega best að ákveða á aðalfundi S.Í.H.U. eins og nú er í lögum þess. Þannig greiða öll félög sömu upphæð án tillits til stærðar, það er að segja fjölda einstaklinga. En það er ekki víst að allir séu sáttir við þetta fyrirkomulag, sérstaklega ef litið er til 6. greinar núverandi laga, eins og ég skil hana. Þar er gert ráð fyrir því að hugsanlegt tap á landsmóti, deilist niður á aðildarfélög í hlutfalli við fjölda einstaklinga í hverju félagi.Hvað ef S.Í.H.U. yrði lagt niður einhverra hluta vegna eða það klofnaði? Hvað ber þá að gera við hugsanlegar eigur þess? Nú er ég ekki að spá neinu slíku, en þó ekki nema eitt félag segi sig úr S.Í.H.U., yrði að hafa slík mál á hreinu. Eins má spyrja að því að ef félag á greiða hugsanlegt tap í samræmi við Þorsteinn Þorsteinsson fjölda félagsmanna, hvort stórt félag eigi þá ekki að hafa fleiri fulltrúa en lítið félag í S.Í.H.U.? Eða á vægi at- kvæða fulltrúa að vera mismunandi líkt og gerist í hlutafélagi? Þá kemur fram í hugann sú spuming hvort greiða eigi til S.Í.H.U. ákveðið gjald af hverjum félaga, þannig að hver einstaklingur í hvaða félagi sem er, greiði sömu upphæð til sambandsins. Lög S.Í.H.U. eru í endurskoðun, eins og fyrr segir og er stefnt að því að leggja fram breytingartillögur á næsta aðalfundi, sem samkvæmt lögum verður 1996. Ég vil skjóta inn þeirri hugmynd að því ágæta fólki sem er að vinna að lagabreytingum, að senda blaðinu tillögur sínar, til kynningar fyrir hinn almenna félaga, svo að hægt sé að reifa málin áður en kemur til kasta aðalfundar. Oftar en ekki er gott að hafa skýr lög til að styðjast við í erfiðum málum, en hins vegar má segja, að eftir því sem lagagreinar eru færri og einfaldari er auðveldara að fylgja þeim eftir og sitj- andi stjóm verður þá að taka afstöðu til þeirra mála sem lögin taka ekki til. Þ.Þ. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.