Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 20
Allt fram til þessa hafði veðrið leikið við leiðangursmenn og konur, sól og hið fegursta haustveður, en þó jafnvel hlýrra en vænta mátti á þessum árstíma. Nú voru gestir og samferðamenn, sem komið höfðu norður heiðar kvaddir Lagið tekið í Klúkuskóla. Halli og Villi Valli eru Messíana sluppu. , nýklipptir ” en Óli Th og að nýju og var túlkun Ásbjörns á honum endurvakin og mjög aukin (en ekki bætt)! Næsti viðkomustaður var Drangsnes, þar sem stóð yfir mikil afmælishátíð í tilefni 50 ára afmælis skólans og kapel- lunnar þar. Mættu harmoníkufélagar þar mitt í hátíðarveisluna og tróðu upp með nokkur vel valin lög við mjög góðar undirtektir veislugesta. Síðan röðuðu menn í sig kræsingum, þökkuðu fyrir sig og kvöddu. Eftir kvöldmatarveislu á Laugarhóli fóru menn svo að tygja sig til har- moníkudansleiks sem auglýstur hafði verið í Félagsheimilinu á Hólmavík. Forseti vor, Ásgeir S. tók nú við akstri og var ekið mjög örugglega (en hægt) til Hólmavíkur, þar sem ballið hófst síðan á tilsettum tíma. Hólm- víkingar og nágrannar þeirra mættu vel til leiks, enda hafði þetta staðið til um nokkurt skeið. Nú bættist liðsauki óvænt í hópinn, þar sem var harðsnúin sveit Dalamanna, með söngvara í liðinu og var þeim vel fagnað. Dansleikurinn tókst í alla staði vel og varð að öllu samanlögðu hin ágætasta skemmtun og stóð svo langt fram á nótt sem siðsemi og löggæsla frekast leyfði. Eftir að öllu þessu lauk var ekki annað að gera en fara heim að Laugarhóli og rútan náði þangað örugglega (en hægt) vel fyrir birtingu. Flestir sofnuðu nokkuð fljót- lega og allir sváfu (að sögn). Sundlaugin var síðan notuð strax um morguninn, enda heit og góð og auk þess náttúrulegur hitapottur við hendina fyrir þá sem sem þurftu að ná úr sér strengjum eða öðrum ónotum. með söknuði og fyrirheitum um endur- fundi, og það heldur fyrr en síðar. Þegar lagt var af stað heimleiðis fór að þykkna í lofti og rigna nokkuð. Þetta kom þó ekki að sök því bíllinn var bæði hlýr og góður. Sungið var og kveðið á heimleiðinni eftir því sem raddir leyfðu, en því er ekki að neita að fyrr- greindur Benni í Eyjum, þjóðsagnaper- sóna Ásbjöms í Djúpuvík hafði leikið raddbönd nokkurra grátt. Eftir viðkomu í Djúpmannabúð og Súðavík rann upp kveðjustund á Isafirði. Þar kvöddust menn með nokkurri eftirsjá og héldu hver til síns heima, en eftir lifir minn- ingin um mjög vel heppnaða og skemmtilega haustferð Harmoníku- félags Vestfjarða 1994. Séð til Djúpuvíkur. Verksmiðjan er til vinstri. Hluti hennar, m.a. síldarþrœr voru byggðar neðanjarðar. Munið Þrastaskóg 4.-7. ágúst 1995 Um verslunarmanna- helgina 20

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.