Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 19
| HARMONIKUFÉLAG I =COH | VESTFJARÐA | Pétur Bjarnason: Strandaferö Harmoníku- félags Vestfjaröa, 1994 Hópurinn fyrir framan Hótel Djúpuvík. Þótt félagssvæði Harmoníkufélags Vestfjarða sé allur Vestfjarðakjálkinn er því þó ekki að neita að aðalstarf þess fer fram á norðanverðum Vestfjörðum, á Isafirði og nágrenni. Félagarnir eru samt sem áður dreifðir um allan kjálkann og því hefur stjórnin sýnt á því nokkurn lit ásamt hörðustu ferða- görpum félagsins að heimsækja aðra hluta Vestfjarða. Þá eru konumar með í för ásamt hljóðfærunum - að sjálf- sögðu, og mikið spilað, sungið og höfð uppi gamanmál af ýmsu tagi. Ekki spiilir það, að í hópinn hafa einnig komið góðir gestir úr öðrum harm- oníkufélögum, svo sem varð í haustferð félagsins í september s.l., þegar farið var á Strandir. Lagt var upp á föstudegi, 2. septem- ber, síðari hluta dags á (í) glæsilegri rútu (hópferðabifreið) frá Ásgeiri G. Sigurðssyni, harmoníkuleikara með meiru, en bílstjóri var Frosti Gunnars- son. Ekið var sem leið liggur inn í Djúp með viðkomu í Djúpmannabúð, þar sem drukkið var kaffi og spilað örlítið á nikkurnar og síðan áfram yfir Stein- grímsfjarðarheiði og til Hólmavíkur. Þar bættust í hópinn sveitarstjómarfólk, sem var að koma af ráðstefnu á Akur- eyri. Síðan aftur fyrir Steingríms- fjarðarbotn, yfir Bjamarfjarðarháls og að Laugarhóli, sem svo heitir að sumar- lagi, en á vetuma hefur staðurinn borið nafn bæjarins, Klúka, og þar verið rekinn skóli, en er nú aflagður sökum fámennis. Á Laugarhóli er annars star- frækt hið ágætasta sumarhótel, sem er vinsælt af ferðamönnum. Það var lokað þegar hér var komið sögu, enda sumar á förum, en Arnlín Óladóttir á Bakka tók að sér móttökuna og er skemmst frá því að segja að henni fórst það einstaklega vel úr hendi. Á Laugarhóli slógust í hópinn félag- ar úr fjórum harmoníkufélögum, þ.e. frá Selfossi, Hveragerði, Reykjavík og Vesturlandi. í stað þess að leggjast til hvflu eftir stranga ferð voru hljóðfærin nú rifin úr kössunum og haldin „jam session” langt fram eftir kvöldi í einni skólastofunni, sem jafnframt varð heimili eins gestanna. Árla næsta morgun var farið í laug- ina og snæddur árbítur hjá Arnlíni. Síðan var lagt á einn sérkennilegasta (og torfærasta) þjóðveg landsins, norður Bala, fyrir Kaldbaksvík og Veiðileysufjörð og norður til Djúpuvíkur. Á Djúpuvík búa Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson. Þar sem áður var heimili síldarstúlkna í svokölluðum Kvenna- bragga er nú vistlegt og aðlaðandi hótel með prýðilegum borðsal og sérlega fögru og framandi umhverfi. Ásbjörn tók að sér leiðsögn um gömlu síld- arverksmiðjuna, sem stendur enn uppi að mestu leyti, ásamt ýmsum vélum og tækjum, þó tímans tönn hafi nokkuð unnið á þeim. Ásbjörn fór á kostum, sagði svo ljóslifandi sögur úr fortíðinni, ásamt því að leika sumar persónurnar, að mörgum fannst sem þeir væru komnir hálfa öld aftur í tímann. Því til viðbótar sagði hann sögur af ýmsum Strandamönnum, ekki síst Benna í Eyjum og lék þær með tilþrifum. Ein- stöku manni þóttu sumar sögurnar nánast lygilegar, en þá gerði Ási sig heiðarlegan í framan og sór og sárt við lagði að allt væri þetta dagsatt! Eftir skoðunarferðina var snætt hjá Evu á hótelinu, tekinn smá har- moníkukonsert með tilbrigðum og síðan ekið sömu leið til baka. I bflnum var farið með mikið af sögum og lim- rum og mikill gleðskapur. Benni kar- linn úr Eyjum lifnaði þar verulega við 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.