Harmoníkan - 01.03.1995, Page 23

Harmoníkan - 01.03.1995, Page 23
Þrasta- skógur '95 Þátttakendur á mótinu í Þrastaskógi. Myndin erfrá 1993 og búið er að leggja inn beiðni um jafngott veður nœsta sumar. Eins og undanfarin tvö ár verður Harmoníkan í Þrastaskógi um verslun- armannahelgina, sem í ár verður 4,- 7. ágúst. Mót þetta er orðinn fastur punkt- ur hjá mörgum harmoníkuunnendum og leggja margir á sig langferðir ár eftir ár, sem sjá má á fólki sem kemur bæði austan og vestan af fjörðum til að taka þátt í gleðinni. Margir hafa eignast kun- ningja sem þeir hafa hitt á mótinu og eignast nýja vini. Að öllu jöfnu höfum við verið heppin með veður þó svo að það hafi brugðist á síðasta ári. Þrátt fyrir það gerðu allir sitt besta til að skemmta sér og þrátt fyrir að him- inninn hafi verið hriplekur lét fólk það ekki á sig fá. En undantekningin sannar regluna og við eigum bágt með að trúa því að ekki verði búið að setja bót á greyið (himininn). Við erum því búnir að leggja inn pöntun á góðu veðri og fengið all góðar undirtektir sem lofa góðu. Að sjálfsögðu munum við gera okkur ýmislegt til gamans eins og ven- julega og munum við greina nánar frá því í næsta blaði. En fyrir alla muni - standið klár af því að koma. Þ.Þ. MOIAR Alþjóðlegt mót harmoníkuhljómsveita, hið 5. í röðinni, verður haldið 4.-7. maí n.k. í Innsbruck í Austurríki. Búist er við fjölda hljómsveita þar á meðal nokkrum frá Norðurlöndunum. Þ.Þ. * * * Aðalfundur CIA og heimsmeist- arakeppni voru haldin í Munster, í Asac í Frakklandi. Kosin var ný stjórn, og er hún þannig skipuð: Forseti: Ove Hahn (Svíþjóð), aðalritari Walter Maurer (Aust- urríki), meðstjórnendur: John Leslie (Eng- landi), Kevin Fredricks (U.S.A.) og Paul Marchetti (Frakklandi). I keppninni voru það Spánverjar sem unnu fyrstu þrjú sætin, nr. 1 - Alberti Inaki, nr 2 - Aizpiola Inigo og nr 3 - Dieguez Inaki. Næsta þing og heimsmeistarakeppni verða 18. - 25. október 1995, í Svíþjóð. Þ.Þ. * * * f sumar er væntanlegur 17 manna hópur frá Norður-Sjálandi í Danmörku og dvelur hér í um vikutíma. Fyrir þeim er Gitte Rödkjær en hún er gamall nemandi Jeanette Dyremose sem m.a. hefur um árabil stjóm- að danskri harmoníkuhljómsveit sem er eingöngu skipuð kvenfólki. Tengiliður Gitte Rödkjær og félaga hér á landi er Karl Jónatansson. Þ.Þ. Vigfús Sigurðsson frá Brúnum Ort í Borgarfiröi 25.-26. júní 1994. Hress er ég í huganum hér er ei neitt til baga. Sigmar hefur samið um sólskin þessa daga. Rakel heitir rauðhærð snót röskari telpu enginn veit. Hún lagði af stað, með fiman fót að finna afa í Bæjarsveit. Á heimleiö, viö Nesjavelli: Enn er Jói ekki seinn að aka um móabörðin. 4-8-5 og einn fóru í Borgarfjörðinn. Harmoníkan í Þrastaskógi 1994. Ymis hljóð að eyrum bar augu bama skinu. Þegar saman safnast var í sumar, í Gnmsnesinu. Sólin fagra sést ei þar. Seint trúi eg veðrið batni. Gáttir himins gatslitnar gusa á okkur vatni. Innra sólskin eigum nóg oss það gleði veki. Harmoníkan hljómar þó himinninn sífellt leki. Vonlaus rosi virðist hér vantar þurrk á heyið. Himnafestingin hriplek er. Hver á bót á greyið? Vigfús frá Brúnum. 23

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.