Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 6
Frá v. Magnús Randrup saxofónn, Friðþjófur Sigurðsson trommur og Rútur Hannesson píanó. arnefnd í spilið og ræki mig út. Einu frídagarnir voru aðfanga- og jóladagur, föstudagurinn langi, laugardagurinn fyrir Hvítasunnu og einhverjir tveir í viðbót yfir árið. Hótel Björninn var frægt hótel á sínum tíma, Bretarnir sóttu staðinn grimmt á stríðsárunum. Fyrir kvöldið fengum við 25 krónur hver, frítt öl og kaffi. Um líkt leyti kynntist ég líka konunni minni þá 17 ára gamall, við erunr búin að dingla þetta saman síðan. Oft á laugardags- kvöldum eftir að hafa spilað á Birn- inum fór ég og spilaði á einkaböllum og í brúðkaupum. Hvað sagði fólk, þú svona ungur að vinna langt fram á nætur? Ég hef aldrei látið það hafa áhrif á mig, sem aðrir segja og spurði því sjálf- ur engan um það. Eitt man ég sem sýnir hver mórallinn var gagnvart tónlistar- mönnum. Mörgum árum seinna var sagt við konu sem bjó heima hjá okkur. Þetta er nú meiri helvítis auminginn nennir ekkert að gera nema spila, konan benti þá á að ég væri líka að vinna í málningarvinnu alla daga. Svarið við því var. Ekki spyr maður að bölvaðri græðginni. Tíminn líður, hvernig þróast fer- illinn? Þegar ég hætti á Biminum er Gúttó næst. Hljómsveitarskipan 2 eða 3 sax- ofónleikarar, píanó, trommur, og ég gaulaði á nikkuna. Ég keypti trompet og lærði dálítið hjá Kalla Run. Svo hætti Gúttó, þá réði ég mig í Alþýðu- húsið í Hafnarfirði föstudaga, laugar- daga og sunnudaga í nokkur ár (kallaðist „rekstrasjón" ásamt Rúti Hannessyni á píanó, ég á harmoníku og saxofón sem þá var kominn í spilið, og Friðþjófur Sigurðsson á trommur. Þetta var nokkuð vinsæl hljómsveit. Alltaf troðfullt hús. Spiluð voru dægurlög og ýmsir standardar. Ekki þýddi að berja sig fastan við einhvem einn takt. Rútur sá um alla borðmúsik hann gat spilað hvað sem var, aldrei hægt að stúta kallinum í því. I nokkur ár spilaði ég á Keflavíkurflugvelli nær eingöngu á saxofón í ýmsum klúbbum 5 sinnum í viku með mörgum hljómsveitum. Kananum þótti það einkennilegt að sjá mig alls staðar og spurðu hvort ég væri eitthvað einkennilegur. Þú hefur ekki haft mikinn aukatíma, hvað með plötuupptökur? Ég botna eiginlega ekkert í þessu núna. Maður hugsaði um að brauðfæða stækkandi fjölskyldu, og velti því ein- faldlega ekki fyrir sér. Ekki hefði þýtt eins og heyrist nú til dags að menn taki sér 2ja til 3ja mánaða frí til að vinna að upptöku. Þegar ég spilaði inn á plötuna „Syngjum dátt og dönsum“, með vini mínum Skafta Ólafssyni var ég að byggja, grafa fyrir grunninum. Klukkan 10.30 vorum við mættir í upptöku. Niður í grunninn var ég aftur kominn klukkan 14.30 þá allt frá gengið. Platan ber þess kannski merki, en að taka 2- 300 klukkustundir í upptöku eins og ég hef heyrt, skilur maður ekki. Þetta er eina upptakan fyrir utan 50 ára afmæli F.Í.H. 1982, þá sá Jónatan Ólafsson um að nokkrir spilarar léku inn á plötu eins og var spilað á árum áður. Ertu skáld, eða hefur þú samið eithvað? Nei ég hef samið eitt lag það er ekki til áheyrnar, reyndar hef ég spilað það nokkrum sinnum á böllum t.d. í Gúttó þá spilaði ég það fyrir Freymóð vin minn, hann spurði auðvitað hvort ekki væri búið að semja texta við það. Svarið við því er nei. Þetta er vals nafn- laus og ekki til á nótum. Sveiflan er þér kær er ekki svo? Jú ég kann að meta jass, sveiflan er mér kær. Það er gaman að spila með Skafta Ólafssyni hann er sérstakur sveiflukall. Þú verður að fyrirgefa mér að ég segi allt of mikið spilað af þessu skandinavíska prógrammi á harmonrku- fundunum, ekki minn stíll. Mér finnst harmoníkuleikarar hérlendis alveg búnir að eyðileggja tangóspil, þetta er bara suð, vantar áherslubreytingar og tilfinningu. Þetta er mitt álit. Tónlistarsmekkur þinn? Islensk tónlist er ágæt. Bragi Hlíðberg semur góða alþjóðlega tónlist og skemmtilega, en ekki létta fyrir hvern sem er að spila. Ég held mikið uppá franska, ítalska og ameríska har- moníkuleikara. Rússar eru líka rosa góðir. Með fullri virðingu finnst mér flestir íslenskir harmoníkuleikarar ekki nógu góðir miðað við alla fyrirhöfn harmoníkufélaganna. Ég er líka á móti harmoníkuhljómsveitum, sem eru eins og sé verið að rúlla á undan sér tunnum fullum af möl. Fyrir utan að horfa á spilarana lemja fótastokkinn horfast í augu og þenja belginn með látum. Fullt er af góðum efnum, þó ég hafi ekkert lært og kunni ekkert að spila sýnist mér of margir byrja að negla sig fasta í skandinaviska polka, ræla eða háklass- ískt. Þetta er ekki þessi gleðigjafi sem fólkið vill. Umfram allt er harmoníkan gleðigjafi, en það vantar oft útgeislun spilaranna. Það á ekki að spila gleði- snautt eins og hjartalínurit sem hefur stoppað. Það er hægt að kippa þessu í liðinn, bara að fá menn til að skilja það. Auðvitað er maður þræll síns meistara, en ef einhver tónlist er í mönnum á að vera hægt að láta þá átta sig á að fara sínar eigin leiðir þótt þeir dragi dám af lærimeistaranum. Ekki apa allt upp sem aðrir gera. A dansleikjum sýnir þú hve 6

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.