Harmoníkan - 01.03.1995, Síða 22

Harmoníkan - 01.03.1995, Síða 22
Á langferða- leiöum I október síðastliðnum millilenti (20.okt.) hér á landi íslandsvinurinn og harmoníkuleikarinn Lars Ek ásamt konu sinni Ann Mary. Þau voru á leið vestur um haf í 10 daga skemmtisigl- ingu með risavöxnu skemmtiferðaskipi um Mexíkóflóa og nærliggjandi eyjar. Lars boðaði komu sína nokkru áður, þau komu hér degi fyrir ferðina vestur svo að við gátum hist eina kvöldstund og rennt yfir farinn veg og ýmis Góðra vinafundur á Hótel Loftleiðum. Fulltrúar Frosini félagsins á Norðurlöndum funda. Frá v. Seppo Lankinen Finnlandi (FAIF) Jens Peter Nielsen Danmörku (DAIF) Lars Ek formaður Svíþjóð (SAIF) og (IFS) og John Mandelit Noregi (NAIF). framtíðaráform. Við höfðum matarboð með nokkrum vinum okkar um kvöld- ið. Lars Ek og Ann Mary eru enn heill- uð af þeirri upplifun að fá að kynnast Islandi og Islendingum og vilja um- fram allt halda tengslunum. Lars er uppfullur af draumum og lífsfjöri. Einn draumur hans er Frosini tónlistin og félagið kringum Pietro Frosini „Frosiniselskapet." Hann gefur þessu tónlistarformi háa einkunn, segir hana heilla hvar sem er um víða veröld, falli vel að uppbyggingu og tækni í harm- oníkunámi, sé gullmoli í klassískri har- moníkutónlist. Hann er æðsti maður þessa félagsskapar sem verður 10 ára 18. mars næstkomandi og þess verður minnst í Stokkhólmi með viðhafn- arsamkomu þar sem mæta fulltrúar Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands. Því miður er ísland ekki með í þessum samtökum, né heldur að við höfum ennþá fulltrúa sem ynni að því að halda okkar merki á lofti. Lars bendir á að hér gæti verið um áhuga- vert samvinnuverkefni að ræða milli þjóðanna. Keppni er haldin árlega í Grieghöllinni í Bergen (Frosini Grand Prix) þar eru leiddir saman keppendur frá hverri þjóð sem keppa til veglegra verðlauna. Þeir sem hafa hlustað á Lars Ek spila hér á landi gleyma ekki túlkun hans og leikni í Frosini tónlistinni. Lars hafði svo samband eftir ferðina um mánaðamót okt.-nóv. Skemmtileg ferð ,jú mjög” en heimferðin, flugið heldur hrollvekjandi því að flugvélin lenti í útjaðri fellibyls og nötraði eins og lauf- blað í vindi. Á Keflavíkurflugvelli var þreifandi bylur og seinkaði flugtaki til Stokkhólms í þrjá tíma af þeim sökum. Á heimili þeirra hjóna í Stokkhólmi lá svo heimiliskötturinn í hárri elli fársjúkur og gaf upp öndina skömmu eftir heimkomuna. Að endingu minnti hann á fjörlegar viðræður hér heima kvöldið góða og bað mig um að beita þrýstingi á Ingvar Hólmgeirsson um að gerast fulltrúi Frosinifélagsins á íslandi og tengilið út í frá Þeir kynntust vel 1985 þegar Lars og fjölskylda voru á vegum S.Í.H.U. hjá H.F.Þ. á Húsavík í tónleikaferð. Eins gisti öll fjölskyldan á heimili Ingvars og Boggu á Húsavík á þeim tíma. H.H Ingvar Hólmgeirsson og Lars Ek tóku nokkur létt lög, ánœgjan leynir sér ekki yfir þessu fyrsta dúettspili. 22

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.