Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 4
Tulkun tónsins skíptir CUu Viðmcelandi minn að þessu sinni er maður sem ekki hefur verið mjög áberandi í tónlistarlífi borgarinnar síðustu ár, en því meir á árurn áður. Þeir sem þekkja til tónlistarlífs umliðinna 40 ára velkjast ekki í vafa þegar talað er um Magnús Randrup harmoníkuleikara. Hannfœr margar stjörn- ur og rödd manna breytist þegar hann er nefndur á nafn. Tónlistarferill hans byrjar á 5 ára aldrinum. 10 ára stendur honum til boða ferð til Danmerkur með Sigurði Skagfield að sœkja nám hjá Gellin og Borgström, af því varð samt ekki. Amma Magnúsar livatti hann til að œfa sig og verðlaunaði hinn unga spilara með einni matskeið af maltöli fyrir hvert lag, enda ekki góð fyrirmynd að bruðla á krepputímum. Haitn lék í kabarett ungur að árum og var kominn í fasta spilavinnu á Hótel Birninum í Hafnarfirði hvert kvöld vikunnar aðeins 16 ára gamall. Segja má að upp frá þessu hafi allur frítími kvöld og helgar nœstu áratugi verið bókaður. Hljómsveit Magnásar Randrup varð nafn í tónlistarsögu landsins, og mörg þekkt nöfn koma þar við sögu. Hann var í F.I.H. á sínum tíma þegar tímakaup hljóðfœraleikara var iniðað við verð einnar brennivínsflösku. Eg varð þess áþreifanlega var eitt sinn úti á landi er viðtöl í blaðið bar á góma að ónefndur maður beinlínis skammaði mig fyrir að hafa ekki þegar haft viðtal við Magnús Randrup. Auðvitað undirstrikaði þess áminning vanþekkingu mína og sofandahátt því að oft hafði þetta nafn verið á vörum manna í kringum mig. Nú eins og sjá má hef ég hitt Magnús að máli og er þakklátur manninum sem skammaði ittig forðum. Nú er bara að sjá lesandi góður hvernig siglingin urn hafflöt tónlistarferils Magnúsar Randrup gengur. Magnús er Hafnfirðingur að uppruna en hefur búið í Reykjavík um helming œfi sinnar, alla tíð í vesturbœnum. Hanii er giftur Auði Guðmundsdóttur œttaðri frá Ofeigsfirði í Strandasýslu, þau eiga fimm bórn. Nú höfum við komið okkur notalega fyrir á heimili lians í vesturbœnum, þar sent skammt undan aldait gjálfrar við stein, og grásleppukarlarnir sigla fleyi sínu ströndu frá. Þá er komið að hinni sígildu spurningu. Hvar ert þú fæddur og uppalinn? Égerfœddurí Hafiiatfirði 24. sept- ember 1926, og ólst þar upp, og vel það því þar bjó ég til 35 ára aldurs. Faðir minn var danskur kom hingað til lands 1906, málari að iðn Emil Randrup. Hjá honum lærði ég málaraiðn Móðir mín Ungir að árum œfa saman,frá v. Magnús 7 ára gamall var íslensk og hét Ögn með vini sínum Davíð Gíslasyni. Guðmundsdóttir. Hún amma mín vildi skíra mig í höfuðið á foreldrum sínum, pabbi hennar hét Magnús og Kristín mamma hennar, afþví heiti ég fullu nafni Magnús Kristinn Randrup. Ég var mikill ömmu strákur. Alsystkini á ég þrjú og einnig þrjú hálfsystkini. Var faðir þinn tónlistamaður? Ekki nema þá í sambandi við mig, ég man þegar hann gaf mér fyrstu har- moníkuna ég var 5 eða 6 ára gamall, og lá þá í eyrnabólgu eða einhverjum andsk... Þá kom hann með þessa einföl- du harmoníku, alla plástraða saman ég held jafnvel að Rútur vinur minn Hannesson hafi átt hana, við bjuggum nálægt hvor öðrum. Hún kostaði 5 krónur. Rútur var fáum árum eldri en ég, á þessum tíma var hann að eignast orgel. Hann var mjög góður á það, har- moníkan kom ekki inn í líf hans fyrr en á stríðsárunum. Það var engin hljóðfæri að fá á þessum árum. Svo kom að því að pabba fannst ég þyrfti að fá van- daðra hljóðfæri. Við lögðum leið okkar í Hljóðfærahús Reykjavíkur þar voru tvær tvöfaldar harmoníkur í gluggan- um. Þetta hefur verið 1935 eða '36. Frú 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.