Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 7

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 7
langt er hægt að ná til að gleðja, ekki endilega að sýna hvað þú kannt, miklu heldur að töfra fram gleðina með tónunum. Mig langar að nefna einn harmoníkuleikara sem mér finnst hafa sameinað alla þessa kosti, það er Olafur heitinn Pétursson sem nýtti allan kraft og þrótt. Þegar hann byrjaði að spila breyttist allt og gleðin ein tók völd. Eins var með Jóhannes P. bróður hans þeir voru ekkert að velta fyrir sér sinni eigin persónu, bara að ná upp fjörinu, krafturinn í þeim smitaði alla. Sam- vinna hljóðfæraleikara í hljómsveit er geysi mikil- væg. Hver og einn verður að skynja hlutverk sitt nákvæmlega. Trommurnar, gítarinn eða bassann má ekki berja með þeim látum að ekkert heyrist í aðalhljóðfærinu sem í þessu tilviki væri harmon- íka. Já þú varst að spyrja um virðinguna, og segist kunna að meta skandinavíska tónlist. Jú jú á Norð- urlöndunum öllum eru til úrvals harmoníkuleikarar er kunna að túlka sína tónlist. Á hinum Norður- löndunum er það framyfir að borin er mikil virðing fyrir góðum harmoníkuleikara. Ég held því miður að mikið vanti upp á virðinguna hér. Túlkun tónsins ? Ég er eflaust ekki góður hljómaspilari. Samt er það tónninn sem skiptir öllu, bara einn fingur í einu, ekki hraðinn eða hljómagangurinn. Að geta spilað einn tón þannig að hann hljómi fallega er galdurinn. Hlustaðu á þessa fínu ítölsku meistara (Franco Scarica) leika aldrei hljóma en skapa þennan fína dillandi tón. I harmoníkuleik skiptir notkun bassanna gífurlega miklu máli, ég geri þar miklar kröfur og er kannski það eina sem ég kann. I því litla námi sem ég stundaði, lét Stefán Þor- leifsson mig læra lagið „Chinka bazara" þá skynj- aði ég hvflíkt galdratæki bassi harmoníkunnar er, sannkölluð meistarasmíð, hann á ekki að nota eins og sé verið að mjólka kýrspena. Þessi gagnrýni mín er ekki sett hér fram til ills, síður en svo, en ef hún mætti verða til að vekja einhvem af þessum suð- eða sönglblundi yrði ég sáttur. Önnur áhugamál ? Bækur, ég les mjög mikið, er alæta á bækur, mannkynssögu, Islendingasögur eða skáldsögur, aldrei líður sá dagur að ég ekki líti í bók. Ætli ég kunni ekki Kiljan nánast utanbókar, hann er hægt að lesa aftur og aftur. Við eigum okkar fallega tungumál, það geyma bækumar. Voðalegt að heyra málfar margra útvarpsstöðvanna nú. Við höfum staðið okkur vel að íslenska erlend orð, þurfum að vera vakandi á þeirri braut. Niðurlagsorð Eitt er ljóst að þetta viðtal er ekki tæmandi um tónlistarferil eða skoðanir Magnúsar Randrup, ég vona samt að tekist hafi að rifja upp ýmislegt sem lesendur vissu ekki áður um þennan fjölhæfa tón- listarmann. Hljómsveit Magnúsar Randrup var vel þekkt og vinsæl á sínum tíma. Árið 1951 skipa hana með Magnúsi, Rútur Hannesson, Guðmundur Hljómsveit Erik Hubner. Frá v. Erik Hubner trommur, Magnús Randrup harmoníka og Magnús Guðjónsson píanó. Spiluðu mikið saman á vellinum. Myndin er tekin í Raflta Hafnarfirði. Umsögn um Magnús úr Jassblaðinu 1951, skráð afSvavari Gests. Hópur hafnfirskra hljóðfæraleikara er lítill. En hver einasti þeirra er góður jassleikari, og fremstan í flokki má jafnan finna tenórsaxofón- og harm- oníkuleikarann Magnús Randrup. Á götu í London 17. júnífyrir nokkrum árum. -r 7

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.