Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 10
það sem sjálfsagðan fordrykk fyrir matinn. Ég ætla ekki að reyna að lýsa öllu því góðgæti sem á borð var borið, en fínustu hótel hérlendis hefðu getað verið stolt af, enda sýnilegt að matnum voru gerð góð skil á öllum borðum. Stjórn félagsins sem sat borðhaldið með okkur og eigendur staðarins eiga mikið lof skilið fyrir þessar höfðing- legu móttökur. Ég fæ því ekki lýst með orðum. Eftir að staðareigendur höfðu verið kvaddir héldum við að Breiðu- mýri og var rétt tími að leggja sig og slappa af í klukkustund, því að dans- leikurinn átti að byrja kl. 22.00 í hús- inu. Þetta var hörku ball sem stóð til kl. 3.00 og eitt var víst að ekki vantaði nikkara, en Þingeyingar og Rangæingar skiptust á að spila og kom það létt niður á hverjum og einum nema Grímur bassaleikari á Rauðá tók sér aldrei hvíld og sá honum enginn bregða. Það var eftirtektarvert á þessu balli að varla sást að Bakkus væri með í för hjá neinum gesta og skemmti fólk sér konunglega engu að síður og dansaði mikið. Ekki var klukkan mikið yfir 8 á sunnu- dagsmorgninum þegar þeir fyrstu vöknuðu og lítill svefnfriður eftir það, enda var áður búið að ákveða að leggja af stað heimleiðis um kl. 10.00. Stefán form. H.F.Þ. og kona hans mættu á staðinn skömmu fyrir brottför, til að kveðja mannskapinn og óska okkur góðrar ferðar heim. Nú var komin sól og blíðskaparveður eftir alla rigninguna og þokuna sem við fengum tvo dagana á undan, en Þingeyingar sögðu okkur að það hefðu verið einu rigningamar í langan tíma hjá þeim. Að lokinni kveðjustund var haldið af stað sem leið liggur að Fosshóli, en þar þurftu konurnar endilega að stoppa til að líta inn í markaðsverslun sem verslar með þingeyskan heimilisiðnað og kannski víðar að kominn. Ekki gerðist margt næstu klukkustundirnar annað en það að bílstjóri okkar hélt sig á þjóðvegi eitt, og gaf okkur svo tíma í Varmahlíð til að fá sér í svanginn. Var nú bollalagt um hvort fara skyldi Kjalveg heim eða halda sig á þjóðveginum og varð það úr að athuga vel fjallasýn til suðurs þegar kæmi upp á Vatnsskarð. Það reyndist ágæt ákvörðun því að öllum sýndist léttskýjað svo langt sem augað eygði og þar að auki voru að minnsta kosti sex úr hópnum sem aldrei höfðu farið þessa leið. Við fengum ágætis veður og útsýni, áðum nokkrum sinnum á leið- inni og svo var að sjálfsögðu stansað drjúgt og skoðað hverasvæðið á Hveravöllum. Valur Haraldsson var nú sem áður okkar aðal uppfræðandi um kennileiti, fjöll, ár og jökla, og virðist þekkja vel til á sunnlenskum öræfum í gegnum æfingar hjá Flugbjörgunar- sveitinni á Hellu sem ég held hann sé í forsvari fyrir. Það var svo kl.20.30 sem við komum á Selfoss, eftir vel heppn- aða ferð, og nú var komið að kveðju- stund. Allir voru ánægðir eftir góða og vel heppnaða ferð, með skemmtilegar minningar en kannski ofurlítið þreyttir. Læt ég svo þessari ferðasögu lokið. Fréttabréf Harmoníkufélags Þíngeyínga Aðalfundur félagsins var 3. október 1993. Sameiginlegur dansleikur með F.H.U.E. var haldinn í október. Árshátíð félagsins var að Breiðumýri 13. nóvember. Fór hún hið besta fram undir öruggri veislustjórn Stefáns Leifssonar. Gestaspilari var Reynir Jónasson og einnig lék Sigurður Hallmarsson nokkur lög með honum. Ýmis önnur ágæt skemmtiatriði voru, m.a. gamanvísnasöngur og upplestur. Veislugestir voru um 150. Félagar úr H.F.Þ. léku svo fyrir dansi til kl. 3.30. Á félagsfundi 5. desember var skipuð fimm manna nefnd til að safna upp- lýsingum um harmoníkuleik og spilara í Þingeyjarsýslu fyrr og nú og ahuga hvort gefa ætti út bók um þetta vel tæk- ist til. Þann 19. febrúar fóru spilarar úr H.F.Þ. að leika fyrir dansi, fyrir dans- félagið „Líf og fjör“ á Akureyri. Útbúið var lítið herbergi í kjallara samkomuhússins á Breiðumýri, fyrir muni og hljóðfæri félagsins og gekk formaður síðan frá tryggingu á hljóð- færunum gegn bruna og fl. Einnig lagfærði húsvörður með formanni her- bergið og gengið var frá ýmsum munum á hillum og veggjum. Þá gekkst félagið fyrir dansleik í bamaskólanum í Bárðardal 26. febrúar. Var þar ma. tertu og bögglauppboð, en félagið hefur í nokkur ár haldið dansleiki í héraðinu við miklar vinsældir. Sameiginlega samkomu hélt H.F.Þ. með karlakómum Hreim 18. mars, aðsókn var góð. Á skemmtuninni var H.F.Þ. með einleik, dúett, kvartett og sextett, auk þess spi- laði Aðalsteinn Isfjörð og Inga Hauksdóttir nokkur lög með karlakór- num Hreim. Danstónlistina sá H.F.Þ. um. Formaður ásamt konu sinni sat tíu ára afmælishóf í boði Harmoníkufélags Héraðsbúa níunda apríl síðastliðinn. Afhenti hann afmælisgjöf til H.F.H. en það var skjöldur úr birki með mynd- verki unnið af Kristínu Þórðardóttur, en hún er félagi í H.F.Þ. Kaffikvöld var annan maí á veitingastaðnum „Bakk- anum“ Húsavík en Sólrún Hansdóttir og Sigurður Friðriksson eiga og reka staðinn. Um Jónsmessuna var sam- eiginleg sumarhátíð H.F.Þ. og F.H.U.E., og var hún að þessu sinni haldin að Hrafnagili í Eyjafirði. Veður var fremur leiðinlegt og aðsókn ekki góð. En þeir sem mættu á staðinn skemmtu sér við leiki og dans. Þann 13. ágúst spiluðu félagar fyrir dansi á bændadansleik að Breiðumýri. Föstudaginn 19. ágúst stóð félagið fyrir skemmtiferð vestur í Dali og Reykhólasveit. Farið var á rútu alls 40 félagar. Félagar Nikkólínu biðu okkar með ágæta hressingu að Árbliki í Dölum. Gist var að Laugum í Sælingsdal. Um kvöldið var samkoma að Staðarfelli í umsjá Dalamanna. Á laugardagsmorgun héldu menn í Reykhólasveit og að Bjarkarlundi og þaðan í Reykhóla. Um kvöldið héldu H.F.Þ, félagar harmoníkudansleik í Vogalandi Króksfjarðamesi, aðsókn var 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.