Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 17
- - 'W- -.-Sib Minning TORALF TOLLEFSEN Harmoníkuleikarinn ástsæli Toralf Tollefsen lést í Oslo 27. nóvember sl. áttræður að aldri. í síðasta blaði Harmoníkunnar var afmælis hans minnst og hér því ýmsu sleppt. Eins og í greininni sagði, var Tollefsen af tónelskum kominn, á heim- ilinu var spilað á mörg hljóðfæri og mikið sungið. Flestir lögðu sitt af mörkum og 5 ára var Tollefsen kominn með tvöfalda harmoníku, sem hann hafði blendna ánægju af. Hann gladdist því mjög þegar honum var færð alvöru hnappaharmoníka. Hún var með norskum gripum, en var að ráði nábúa skilað og sænsk grip fengin í staðinn. Barn að aldri fór Tollefsen að koma fram sem harmoníkuleikari, m.a. í útvarpi. Ungur sigraði hann óvænt í harmoníkusamkeppni fullorðinna. En þegar hann var 12 ára og hafði verið fenginn til að spila í fermingarveislu, þá heyrði hann fyrir tilviljun, Ottar Akre spila í útvarpi. Hann varð svo hrifinn af spilamennskunni, sérstaklega bassaspilinu, að hann leitaði Akre uppi, og bað hann með bamslegum ákafa að kenna sér. Akre sagði já, og hló við og tók í höndina á drengnum. Námið varð stutt, því fljótlega eru meistarinn og lærisveinninn farnir að spila saman á veitingahúsinu Gullfiskinum, og þegar svo bar við söng Tollefsen. Þeir fóru langar tónleikaferðir um Noreg, spiluðu á plötur saman og svo í ferðir aftur. Auk námsins hjá Akre tók Tollefsen tíma nokkru seinna hjá Christian Liebach. Um svipað leyti var yngri bróðirinn Svend að stíga sín fyrstu spor með harmoníkuna. Svend varð framúrskarandi spilari, en lést snemma vestanhafs.Svona leið æska þessa manns, sem mun hafa orðið víðkunn- astur harmoníkuleikara á þessari öld. Það var þó ekki í heimalandinu heldur í Englandi og samveldislöndunum sem stjarna hans átti eftir að rísa hæst. Liðlega tvítugur 1935 fór Tollefsen til London, fyrir velvilja plötuútgefenda sinna, hjá Columbia og His Masters Voice, sem komu honum í samband við BBC, sem réði hann til að koma fram í útvarpi og nýtilkomnu sjónvarpi. Þá bauðst honum að koma fram í „kabaret- tum” sem Bretar kalla „Variety”. Á örskömmum tíma var nafnið Tolly á hvers manns vörum, og framtíðin blasti við. Með Tollefsen vann dans- og söngkona, Mona Mac Knight, er ekki að orðlengja það, að ástir tókust með þeim. Tollefsen var ráðinn til fjögurra mánaða tónleikaferðar um Ástralíu árið 1938, og vildi fá Monu með sér, hún varð því að velja milli sinnar eigin frægðar og unnustans. Hún valdi hans; þau giftust og héldu brúðkaups- og tón- leikaferð. Atvinnuleyfi Tollefsen rann út 1939, hann fór þá heim til Noregs og tók ásamt föður sínum og eiginkonu, virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni. Undir lok stríðsins var heilsan þrotin, hann var lagður á sjúkrahús með maga- sár. Það þurfti mikinn kjark til að taka virkan þátt í andspyrnunni gegn Þjóðverjum, og kjarkinn þurfti áreiðan- lega líka, til að flytja á harmoníku mörg þau verk sem Tollefsen hafði á efnis- skrá sinni, svo sem forleikinn að Brúðkaupi Figaros eftir Mozart eða Allegro decisio úr Vatnasvítu Handels. Tollefsen lét alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og bætti enn við slíkum verkum eftir að hann kom öðru sinni til Englands 1946. Árið 1947, má segja að Tollefsen hafi brotið blað í sögu harmoníkunnar, þegar hann lék í Royal Albert Hall, harmoníkukonsert eftir Pietro Deiro, með Alþjóðlegu sinfóníuhljómsveitinni í Lundúnum, undir stjóm Anatoli Fist- oulary. Vinsældir Toralf Tollefsen, voru slíkar á Bretlandseyjum, að þegar aug- lýstir voru tónleikar þar sem hann kom fram, komu langferðabílar og járn- brautir með stóra hópa aðdáenda hans. Til tónleika í Wigmore Hall mættu t.d. helmingi fleiri en inn komust.Síðustu tónleika sína á Englandi, hélt Tollefsen í Caister 1986. Á þá flykktust gamlir aðdáendur frá mörgum löndum. Mario Conway, sem er einn þekktasti harm- oníkuleikari Englands skrifaði eftir- farandi um tónleikana: „Tollefsen tókst að heilla alla þá sem nutu þeirra forréttinda að fá að njóta flutnings hans, og enginn gat verið í vafa um þar léki einn af mestu harm- oníkusnillingum veraldar’kTollefsen hóf þá list til vegs og virðingar, að um- skrifa og endurmóta í tónum fallegt lag eða verk, hvort sem það voru Æsku- minning eftir Ágúst Pétursson, Laug- ardagsvalsinn eða forleikir Mozarts og Suppé. Fyrir utan yfirburða tækni og belghristing sem enginn annar hafði jafnvel á valdi sínu, þá var tónavefurinn í smálögunum svo glæsilega spunninn, að maður hlýtur að efast um að betur sé hægt að gera. Þetta á einnig við um lög frumsamin fyrir harmoníku s.s. lög Frosini og Deiro, þau lék hann af hreinni snilld, og gaf viðmiðun sem seint verður bætt. Tollefsen samdi sjálf- ur fjölmörg lög, sum sennilega gerð með enska áheyrendur í huga, en þau hafa ekki orðið eyrnakonfekt hér á Fróni. Tollefsen flutti aftur til Noregs 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.