Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 21
Minning Ingibjörg Kristinsdóttir Ingibjörg K. Kristinsdóttir er fædd að Skarði á Skarðströnd 7. febrúar 1924. Hún lést á heimili sínu Skarði þann 29. október í haust. Ingibjörg var yngst þriggja systra. Eftirlifandi eigin- maður Ingibjargar er Jón G. Jónsson. Þeim varð tveggja bama auðið. Inga á Skarði eins og hún var jafnan kölluð í daglegu tali var aðsópsmikill persónuleiki og fór ekki leynt með skoðanir sínar. Ég kynntist Ingu fyrir allmörgum árum er ég við annan mann kom að Skarði í þeim erindagjörðum að skoða hina sögufrægu Skarðskirkju. Heimsóknin að Skarði varð óvenju minnisstæð og tók aðra stefnu en ætlað var. Skarðsfólkið bauð okkur í siglingu í gullfallegu veðri út í Rauðsey á Breiðafirði í eigu Skarðs með Kristni bónda, syni Ingu og fleiri aðilum. Veðrið breyttist á leiðinni í land, eins og hendi væri veifað skall á rok og ólgu sjór, þannig að við vorum tvímælalaust í lífshættu. Að auki var stríður straumur á móti. En Kristinn stýrði fleyi sínu af kænsku og kunnáttu og bjargaði okkur í land. Þessi 10 mínútna sigling við eðlilegar aðstæður tók á aðra klukku- stund. Inga og hennar heimafólk tók svo eftirminnilega á móti okkur hund- blautum og gegnköldum að ekki líður úr minni, kunningsskapur hélst æ síðan. Inga unni tónlist og harmoníkan var hennar hljóðfæri. Harmoníkufélagið Nikkólínu í Dalasýslu bar oft á góma, hún lék í hljómsveit félagsins við ýmis tækifæri. Inga minntist oft hljómsveit- arinnar Frostrósa sem eingöngu var skipuð konum og hún var einn stofn- enda að. Þær léku á dansleikjum víða um Vesturland. Fleiri listrænum hæfi- leikum bjó Inga yfir, málaði og saum- aði af miklum áhuga. I júnímánuði komum við að Skarði og hittum Ingu að störfum í litlu húsi er staðsett var á hlaði Skarðs. Hún vann þar að sínum áhugamálum og seldi vöru sína. Það leyndi sér ekki að heilsan var ekki upp á það besta, en ekki mátti heyrast neinn barlómur um þá hluti. Inga var hrein- skilin að vanda og margt bar á góma. Hún var stolt af uppruna sínum og hinu fornar ættaróðali Skarði, en þar hefur sama ættin sannanlega búið allar götur frá því fyrir 1100, og að auki haldið kirkju í einkaeign með merkum gripum og sögu. Að Skarði var og hin þekkta Skarðsbók rituð. Merk persóna er fallin frá, en eftir sitja sterkar minningar um glaðværan og hreinskiptinn persónulei- ka sem þorði að segja meiningu sína og vera hún sjálf. Við viljum senda eftirli- fandi eiginmanni, syni og öðrum ættingjum dýpstu samúðarkveðjur. Hilmar Hjartarson. yerðlaunagetraun k wti/ Harmoníkunnar 1994-1995 (Seinni hluti) Nú er komið að öðrum kafla verðlaunagetraun- ar blaðsins (fyrri hluti keppninnar birtist í 1. tbi. 9. árg. 1994-95) Alls verður að svara 8 spurningum rétt, nú koma spurningarnar frá nr. 5-8 sem þátttakandi skráir á svarseðilinn. Eins og áður hefur verið skýrt frá um reglur keppninnar munum við draga úr réttum lausnum 14. apríl 1995. Áskrifandi þarf að hafa gert skil á áskriftar- gjaldinu fyrir 1. apríl '95. Svörin verða birt í síðasta tölublaði árgangsins (maí 1995) ásamt nöfnum vinningshafa. 1 .verölaun: Boösmiöi fyrirtvoámót Harmoníkunnar í Þrastaskógi 1995 (Mótsgjald og tjaldsvæöi alla helgina). 2. verölaun: Nýútkomin geislaplata Braga Hlíöbergs. 3. verölaun: Frí áskrift blaösins 1995-1996. 4. verölaun: Sænskur pakki: (Ný smáskífa frá Lars Ek + ný 14 laga snælda með Anniku og Anders Larson). Spurningar: 1. Jóhann K. Pétursson (Svarfdælingur) lét sér- smíöa fyrir sig harmoniku. Hvaöategund erhún? 2. Gefin hefur veriö út ein stór hljómplata meö leik tvöfal- drar harmoníku og fiölu. Hver lék á harmoníkuna? 3. Bragi Hlíöberg efndi til harmoníkutónleika á unga aldri í Gamla Bíó. Hversu gamall var hann þá? 4. Hvaö nefnist hiö venjulega 6 raöa bassakerfi á harm- oníku? Sendu blaðinu svarseðilinn í lokuðu umslagi og mundu eftir að skrifa nafn, heimilisfang og síma aftan á seðilinn. Góða skemmtun Ásbúð 17 Harmoníkan 210 Garðabær • Sími 91-656385 21

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.