Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 18
1961, hann hafði þá að mestu lagt tón- leikahald á hilluna. Nokkrum árum síðar hóf hann kennslu við tónlist- arháskóla. Meðal nemenda hans var Árni Sigurbjarnarson, sem nú er tón- listarskólasjóri á Húsavík. Það má segja að Tollefsen hafi notið sígandi lukku í föðurlandinu. Fyrstu árin eftir heimkomuna var lítið með hann látið, og það var fyrst á efri árum sem Tollefsen fór að njóta sannmælis í Noregi. Stórafmæla hans var minnst með pomp og pragt og nú síðast í tilefni áttræðisafmælisins. Hann hlaut ótal titla og heiðursviðurkenningar um dagana, hann var gerður að heiðurs- forseta harmoníkusambands Suður- Afríku, í Noregi hlaut Tollefsen St. Olavs orðuna og þjónustuorðu konungs, og frá kollegum Spell- mannsprisen og Belgprisen. Þá var hann gerður að heiðursfélaga í N.T.L. (Norsk trekkspilleres landsforbund). Toralf Tollefsen lagði leið sína til íslands 1952 og aftur árið eftir. Það er saga sem vert er að rifja upp, því varla hafa verið farnar betur þegnar tón- leikaferðir um íslenskar víkur og dali. Nokkrum árum eftir Islandsferðirnar, sneri Tollefsen sér að harmoníkum ætluðum til flutnings sígildra verka, og gat því leikið verk fyrir píanó, í upprunalegum búningi. Eftir þetta varð stíllinn töluvert þyngri, sérlega lög í léttari kantinum. Því miður fengust aðeins fáar af hundruðum þeirra hljóð- ritana, sem Tollefsen gerði, í versl- unum hérlendis. Mér hefur fundist, að margir íslendingar vanmeti Tollefsen. Meðal þeirra er Svavar Gests, mað- urinn sem átti heiðurinn af tónleika- ferðum hans til íslands. Svavar sagði í útvarpsþætti, að sér þætti John Mol- inari honum miklu fremri. Ég fyrir mitt leyti er á öndverðri skoðun, og leyfi mér reyndar að fullyrða, að hvað tón- listargáfu þessara tveggja manna varðar, er regindjúp á milli. Með harmoníkukveðjum, Högni Jónsson í BELGNUM Hnappaharmoníka óskast m/sænsk- um gripum, 48-78 bassa. Sævar Sævarsson, sími (91) 871304. Til sölu sem nýr 100 watta Carlsbro-magnari, einnig hljóð- nemi, statíf og snúrur. Sími: (91) 23384 Tatu Kantomaa aftur til íslands Finnski harmoníkuleikarinn Tatu Kantomaa er kominn aftur til landsins og að þessu sinni á vegum Harmon- íkufélags Héraðsbúa. Tatu kom hér áður ásamt sænska harmoníku- leikaranum Daniel Isaksson á síðasta landsmót sem haldið var á Egilsstöðum 1993, þar sem þeir léku á tónleikum og eru mörgum harmoníkuleikaranum minnisstæðir. Tilgangur H.F.H. er að fá Tatu til kennslu ásamt að stjórna hljómsveit félagsins, en það eru fleiri sem hafa áhuga á að nýta sér nærveru hans og má þar nefna Félag Harmoníkuunn- enda Norðfirði, sem hefur falast eftir aðstoð hans. Þá er ákveðið að Tatu haldi nokkra tónleika t.d. á Borgarfirði eystra og að sjálfsögðu á Héraði. Einn- ig er í bígerð að hann haldi tónleika í Þingeyjarsýslu, í Reykjavík og jafnvel á Vestfjörðum og fleiri stöðum. Búið er að panta Tatu á sameiginlega árshátíð F.H.U.R. og H.R. sem halda á í mars og víst er að hann verður á árshátíð Harmoníkufélags Héraðsbúa þann 8. apríl n.k. Þeim sem áhuga hafa á að fá Tatu til að koma fram á sínu félags- svæði er bent á að hafa samband við Hrein Halldórsson formann H.F.H. Þ.Þ. Aldrei er góð vísa of oft kveðin, og hér kemur ein þeirra: Ramnes Trekkspill Klubb Óvænt heimsókn Fyrir um ári síðan kom norskur maður til mín og sá hjá mér nokkur eintök af Harmonrkunni. Hann spurði mig hvort ég kannaðist við Kjell Stær- kerud sem er frammámaður í norska landssambandinu og er vinur hans. Ég sagðist kannast við nafnið en ekkert meira. Þessi ágæti maður var á leið vestur um haf, en átti erindi hér vegna menningarmála og bjóst ég ekki við að sjá hann eða heyra oftar. Hins vegar brá svo við að í janúar s.l. birtist hann á ný og með honum maður sem hann kynnti og heitir Erik Lie. Erik þessi er formaður Ramnes Trekkspill Klubb sem er skammt frá Tönsberg í Suður- Noregi. Sagði hann að félagamir í RTK hafi gert víðreist og m.a. farið til Bandaríkjanna. Næsta sumar ætlar félagið til Austurríkis en hefur jafn- framt hug á að heimsækja fsland, ferð- ast um landið og spila þar sem því verður við komið og helst í samvinnu við íslensk harmoníkufélög. Gaf hann mér snældu sem gerð var fyrir nokkrum árum með leik félagsins, en gat þess um leið að með þeim væru nokkrir dansarar sem sýndu þjóðdansa og í allt væru um 20 manns í ferðum þeirra, spilarar og dansarar. Þá er er bara að bíða og sjá hvort Ramnes Trekkspill Klubb kemur, sem hugsan- lega verður fyrir milligöngu S.Í.H.U. Þ.Þ. Á dansi lifað Gudda gat og glensi bak við tjöldin. Notaði vals í morgunmat en marsúrka á kvöldin Isleifur Gíslasonfrá Sauðárkróki. 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.