Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 16
Nvir vendir sópa best Snjallar hugmyndir eiga ávallt rétt á sér, sumar verða bara bóla en aðrar að veruleika. Góð og framsýn hugmynd sem kom fram á sjónarsviðið 1986 og komst í framkvæmd, hefur án efa þokað mörgum málefnum Sambands íslenskra Harmoníkuunnenda áfram hraðar og skilvirkar en ef aldrei hefði af orðið. En hver var nú þessi hugmynd og hver stóð að baki henni. Ingvar Hólmgeirsson heitir maðurinn, hann er annar formaður S.f.H.U. (1984-1987 ) og jafnframt fyrsti ritari sambandsins frá stofnun þess 3/5 1981. Ingvar lýsir hugmynd sinni svo. Miðað við yfirsýn um starfsemi aðild- arfélaga sambandsins 1984 þóttist ég fljótlega sjá að meira þyrfti til að treysta kynni fólksins sem var í forsvari félaganna á landinu, því afréð ég að kalla saman alla fulltrúa starfandi har- moníkufélaga sem þá voru orðin um tíu talsins og bera undir þá hugmyndina um að halda árlega ráðstefnu innan sambandsins. Hugmyndin fékk góðar undirtektir enda félögin dreifð um landið þvert og endilangt og símtöl þjónuðu ekki þeirri kynningarstarfsemi er þurfti til. Árleg ráðstefna væri kann- ski lausnin. Tímabilin milli landsmóta og þar með taldar haustráðstefnurnar marka stefnuna til endanlegrar ákvörð- unar á sjálfum aðalfundum S.Í.H.U. Samkvæmt fenginni reynslu nú er öllum ljóst mikilvægi þessa þáttar í starfi sambandsins og hann með öllu ómissandi og áhugaverður fyrir sam- starf harmoníkuunnenda. Ráðstefnumar eru haldnar í september eða október ár hvert. Engum dytti til hugar nú að gera tillögu um að slá þær út af borðinu. Eins og áður sagði var Ingvar annar formaður S.Í.H.U, tók við af Karli Jónatanssyni. Ingvar var kosinn í þetta veigamikla embætti á aðalfundi sam- bandsins að Varmalandi í Borgarfirði 1984. Hann mat landssambandsfor- mennskuna á þessum þremur árum svo að eðlilegast væri fyrir slíkan formann að sinna embættinu aðeins eitt kjörtímabil, milli landsmóta og sinna því þá vel. Hans skoðun er sú að nýir Ingvar Hólmgeirsson. vendir sópi alltaf best. Þá vill Ingvar bæta því við, ef litið sé til baka hafi haft mikið að segja fyrir starfið, heimsóknir og samstarf við hina fjölmörgu erlendu harmoníkuleikara og hljómsveitir, þær hafi kveikt verulegan áhuga hérlendis, margs sé að minnast í þeim efnum. Eins sé notaleg tilfinning að hafa ýtt undir þróun harmoníkustarfsins hér innan lands. Fyrsta haustráðstefna sem haldin var að frumkvæði Ingvars Hólmgeirs- sonar fór fram 26. september 1986 í Lundarskóla á Akureyri. Til gamans fylgir hér að neðan fyrsta fundargerð haustráðstefnunnar þar sem fram kemur hvaða félög sendu fulltrúa og hvert var aðalmál fundarins. Ekki verður annað séð en tilhögun ráðstefnanna fari enn þann dag í dag fram með líku sniði og sú fyrsta. H.H Fyrsta fundargerð haustráð- stefnu. Ráðstefna S.Í.H.U. var haldin 26. sept. 1986 í Lundarskóla á Akureyri, eftirtalin félög sendu fulltrúa: Harmoníkufélag Þingeyinga, Harm- oníkufélag Héraðsbúa, Harmoníku- félag Rangæinga, Harmoníkufélag Hveragerðis, Félag Harmoníkuunn- enda Reykjavík, Félag Harmoníku- unnenda við Eyjafjörð, Harmoníku- félagið Blönduósi og Harmoníku- unnendur Vesturlands. Formaður setti ráðstefnuna og bauð fulltrúa velkomna. Fulltrúar gerðu grein fyrir starfsemi félaga sinna og virtist mikil gróska vera í starfseminni. Þá vatt formaður sér í aðalmál ráðstefn- unnar, sem var væntanlegt landsmót á komandi sumri, en Eyfirðingar eiga að hafa veg og vanda af því. Nokkrar umræður urðu um móts- daga og var sæst á dagana 26.-28. júní 1987. Sigurður Indriðason gerði grein fyrir könnun nefndar sem hann veitti forstöðu. Nefndin lagði fram tvo valkosti: Að hafa mótið í Lund- arskóla, tónleika og dansleiki í í- þróttaskemmunni. Síðari kosturinn: Að mótið yrði haldið á Laugalandi í Eyjafirði, tónleikar og dansleikir í Freyvangi og Laugaborg. Talsverðar umræður urðu um tillögumar og var síðari kosturinn valinn. Hannes Arason ritari. RS. Síðar um kvöldið nutu full- trúar svo og makar sameiginlegs kvöldverðar, að honum loknum var svo stiginn dans fram eftir nóttu. f desemberblaði Gammeldans í Noregi mátti reka augun í bréf frá les- endum „Kontaktannonser", eins konar einkamálaauglýsingar, þar sem óskað er eftir (nánum) kynnum við aðra. I formála efst á síðunni er þess getið að þarna sé pláss í blaðinu fyrir þá sem eru að leita eftir vinskap fólks með áþekk áhugamál. Svör eiga að vera merkt sérhverri aug- lýsingu, og verða send viðkomandi óop- nuð. Ekki er minnst á neina gjaldtöku af hálfu blaðsins fyrir þjónustuna. Þ.Þ. Athugull maður við sorpeyðingu á ísafirði, fann á síðasta ári kassa með nokkrum 78 snúninga hljómplötum sem hann tók til handargagns og færði plö- tusafnaranum Sigurjóni Samúelssyni þær. Á plötunum voru m.a. lög með leik Tollefsen, sem Sigurjón átti ekki í safni sínu og þóttist því heldur hafa komist í feitt. Því má segja, að það sem einum finnst vera bara eintómt drasl, getur verið gullmoli í augum annars. Þ.Þ. 16

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.