Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 14
Af haustfundi S.Í.H.U. Haustfundur Sambands Islenskra Harmoníkuunnenda var að þessu sinni í boði F.H.U. í Reykjavík og var hann haldinn á Hótel Lind laugardaginn 8. október s.l. Þarna voru saman komnir formenn og fulltrúar harmoníkuféla- ganna af öllu landinu rúmlega 20 manns auk stjórnar S.I.H.U.A föstu- dagskvöldið var þessu fólki auk maka boðið í veislu að Ásbúð 17 í Garðabæ til Hilmars og Sirrýar og stóð gleðskap- urinn fram á nótt. Nú verður stiklað á stóru varðandi hvað fram fór á fund- inum. Úr skýrslu stjórnar: Ásgeir formaður. Fyrir nokkrum árum var tekinn af dagskrá Ríkisútvarpsins harmoníku- þáttur þrátt fyrir að hann ætti sér stóran hlustendahóp í öllum byggðum lands- ins samkvæmt hlustendakönnun. Saumastofugleðin getur á engan hátt komið í staðinn fyrir þennan þátt enda er hún meira miðuð við óskir eldri borgara. Þrátt fyrir hringingar og bréf hafa stjórn ekki borist nein viðbrögð af hálfu R.Ú.V. Þau lög sem unnu til verðlauna á síðasta landsmóti stóð til að gefa út t.d. á geisladisk. Þegar síðast fréttist höfðu því miður ekki enn borist öll lögin. Er það ósk okkar, að þeir sem enn eiga eftir að senda inn sín lög (og nótur) á hljóðsnældu geri það hið fyrsta. Fyrr getur þessi útgáfustarfsemi ekki farið af stað. Mælst er til að senda þetta til Ásgeirs á ísafirði.Þegar undirritaður skrifaði um síðasta haustfund í þetta blað í október 1993 kom fram að Tatu og Daniel höfðu sótt um styrk til S.Í.H.U. til að gefa út geisladisk. Fyrir hönd félagsins ritaði Ásgeir bréf, þar sem harmað var að þurfa að tilkynna þeim, að þeir gætu ekki fengið þá fjárhagsaðstoð frá okkur sem þeir óskuðu eftir og ástæðurnar fyrir því raktar. S.Í.H.U. mun mjög gjarnan sjá um dreifingu á slíkri plötu ef eftir því yrði leitað. Jafnframt er sambandið reiðubúið að veita alla aðstoð sína ef af tónleikaför þeirra yrði til íslands. Þetta var úr bréfinu til Tatu og Daniels. Messíana hefur unnið að því, að sam- ræma kennsluefni fyrir harmoníku á landinu öllu. Hún hefur fengið til liðs við sig aðra harmoníkukennara, en auk þeirra leitað fanga á Norðurlöndunum og hjá Hrólfi Vagnssyni í Þýskalandi. Þótt undarlegt megi virðast hefur þetta námsefni aldrei verið til í námsskrám hér á landi fyrir tónlistarskóla og þar af leiðandi engin samræmd stigspróf til. Ötult fólk sem þekkir þetta af biturri reynslu er að vinna í þessu fyrir okkur undir stjórn Messíönu. Lög S.Í.H.U. hafa verið í endur- skoðun hjá tveimur röggsömum kon- um, sem til starfsins voru ráðnar. Þær eru Sigrún varaformaður og Guðrún gjaldkeri báðar í S.Í.H.U. Áætlanir gera ráð fyrir að tillögur frá þeirra hendi líti dagsins ljós á næsta haustfundi og forsvarsmenn félaganna hafi þær með sér heim í hérað til umfjöllunar. Síðan verði til svokallaðar „fullmótaðar tillögur" sem bomar verða upp á aðal- fundi sem alltaf er í tengslum við landsmót. Lagabreytingar ná aðeins fram á aðalfundi. Forsvarsmenn félag- anna fengu í hendur nýútkomna geisla- diska og hljóðsnældur með leik Braga Hlíðberg. Ætlast er til að menn selji þetta í sinni heimabyggð. Ásgeir for- maður tók það fram, að margir hringdu í sig út af málefnum harmoníkunnar og væri það vel og hann áréttaði, „að rnenn mættu hringja á öllum tímum sólar- hrings, ef um væri að ræða mál har- moníkunnar,” þá vitum við það. Reikningar Guðrún Jóhannsdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaðan rekstrar- og efna- hagsreikning eins og venja er fyrir hvern haustfund. Tekjuafgangur varð upp á rúmar 360.000 krónur og höfuðstóll upp á rúmar 1.300.000 krónur. Því miður eru ennþá örfá félög sem eiga eftir að greiða árgjaldið fyrir 1993 kr. 2.000,- fyrir hvert félag. Ennþá eru til videospólur frá landsmót- unum í Eyjafirði og á Laugum á 1.000 kr. stykkið. Spólan frá Egils- stöðum er líka til á lager. Reikningarnir voru sam- þykktir mótatkvæðalaust. íslensku alþýðutónlistar- samtökin (ÍSAT) Bréf barst til formanns okkar frá Sigurði Rúnari Jónssyni (Didda fiðlu). Það átti að hittast og reifa þá hugmynd, að íslenskir „hópar” gengju til liðs við norrænu alþýðutónlistarsamtökin (Nor- disk folkemusikkkommité, skamm- stafað N.F.), sem hafa verið starfrækt á Norðurlöndunum frá 1982. Sigrún Bjarnadóttir varaformaður var ráðin til þess verks. I þessum ÍSAT flokki eru auk S.Í.H.U.: Þjóðdansafélag Reykja- víkur, Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar, Vísnavinir og Kvæðamannafélagið Iðunn. Ákveðið var á fyrsta fundi 28/2, að sækja um aðild að N.F. og þau félög sem áður voru nefnd skipuðu með sér stjórn og síðan gerðust nú hlutirnir hratt, því að ársþing N.F. var haldið hér á landi í ágúst s.l. og stóð í 3 daga. Fjögur harmoníkufélög (íslensk að Á heimili formanns F.H.U.R. kvöldið fyrir landsfundinn. 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.