Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 15
Nokkrir formenn og fulltrúar Landsambandsfélaganna við hádegisverðarborð á veitingastaðnum A rgentínu. sjálfsögðu) léku þarna. Markmið N.F. hefur verið „að stuðla að samstarfi milli aðila á Norðurlöndunum sem iðka þjóðlega tónlist og dans í víðum skiln- ingi”. Það var kominn tími til að ná sambandi við íslendinga, því það var lítið fyrir. Erlend heimsókn - tónleikaferð Asgeir vildi heyra viðhorf fundar- manna til þess, að fá hingað nú í sumar harmoníkuleikara, sem færi/færu um landið og héldu tónleika og spiluðu jafnvel fyrir dansi. Þetta var vel hægt 1952 þegar Toralf Tollefsen heimsótti okkur sællar minningar. í viðtalsbók sem gefin var út þegar hann varð áttræður kemur fram, að á þessum rúma mánuði sem hann var á Islandi hélt hann 52 tónleika og þeir urðu flestir 3 sama daginn. Margir frægir harmon- íkuleikarar hafa heimsótt okkur síðan. Það voru nefnd mörg fræg nöfn í þessu sambandi, en fyrir mörg okkar eru þau framandi því Ríkisútvarpið hefur ekki sinnt þeim málum. Það eru helst þeir sem kaupa þetta blað eða erlend rit um sama efni, sem þekkja deili á erlendum harmoníkusnillingum. Það hefur sann- að sig, að margir góðir vilja koma hing- að ánægjunnar vegna og þurfum við bara að greiða ferðimar og uppihaldið. Meira að segja fimmtán manna harm- oníkuhljómsveit hefur ritað hingað bréf, því þá langar til að koma. Menn voru á einu máli um ágæti þess að fá hingað “frægt” fólk í harmoníkuleik og við ættum kannski að fara að sýna tvöföldu harmoníkunni meiri sóma, stakk einn uppá. Samþykkt var að vísa málinu til stjómar. Næsta landsmót Sigrún varaformaður hafði hér fram- sögu. Næsta landsmót verður haldið í Rangárvallasýslu, nánar tiltekið að Laugalandi í Holtum. Þar eru t.d. til staðar tveir danssalir í sama húsinu, gistiaðstaða fyrir 30 manns (ennfremur á Hellu), svefnpokapláss fyrir 200 manns og auk þess er umhverfið fallegt með miklum gróðri og tjaldstæðum. Eins og gefur að skilja er heilmikill undirbúningur fyrir heilt landsmót og að mörgu að hyggja. Dagskráin var ekki enn fullmótuð og er spurning hvort af lagakeppni verður eins og á Egilsstöðum. Þeirri spumingu var líka velt upp hvort ekki ætti að hafa keppni í harmoníkuleik frekar en lagakeppni og veita að sjálfsögðu verðlaun fyrir. Fundarmönnum sýndist sitt hverjum um lagakeppni á hverju landsmóti. það er heldur ekkert því til fyrirstöðu ef ekki er haldin lagakeppni, að félögin hefðu haft lagakeppni og spiluðu svo sigurlagið á efnisskrá sinni á landsmóti. Allir fundarmenn vom þó sammála um, að nú yrði að takast að gera gott mynd- band af landsmótinu. Nú mætti þetta ekki klikka! Sigrún taldi það kraftaverk ef Ríkissjónvarpið eða Stöð 2 fengjust til að taka þetta upp. Að mati Héraðsbúa kostar að gera gott mynd- band 400.000 til 1.000.000 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður stóð í mönn- um, svo Stefán frá Hólkoti í Reykjadal sagði, að litlar vélar tækju líka góðar myndir og þetta þyrftu ekki endilega að vera atvinnumenn - þetta var hans reynsla. Það má þó segja, að mynd- böndin frá landsmótunum hafa verið að þróast í betri átt. Skv. rekstrarreikningi nú voru seldar 192 myndbandsspólur fyrir 442.400 krónur. Kostnaður vegna myndbandagerðar kr. 450.087,-. Blaðið Harmoníkan Guðrún gjaldkeri lagði fram þá tillögu, að styrkur til blaðsins Harm- oníkunnar yrði hækkaður í 70.000 krónur. Menn töldu að peningum Sam- bandsins yrði varla betur varið en í þetta málefni, þar sem harmoníkublaðið er okkar eini tengiliður í harmoníku- málum ef svo má að orði komast. Tillagan var samþykkt einróma. Næsti haustfundur Hann verður einhvers staðar í Borg- arfirði Önnur mál Flest af því sem kom þar fram hefur verið fléttað inní skrifin hér að framan, beint eða óbeint. Ég tel samt rétt að ítreka þá lítilsvirðingu sem fjölmiðlar t.d. tónlistardeild Ríkisútvarpið hefur sýnt málefnum harmoníkunnar, sérstak- lega nú á síðustu misserum. Þrátt fyrir öll þessi harmoníkumót á sumrin, líf- lega starfsemi á vetrum og allt þetta, sem dregur að sér fjölda fólks, skuli nánast ekkert heyrast af þessu í útvarpinu hvað þá í sjónvarpi. Hvað er til ráða? Menn hafa verið að safna undirskriftum í félögum, sem er gott mál og það kemur vonandi til að hreyfa við réttum aðilum. Stöndum saman og skrifum okkur á listana. Ásgeir S. Sigurðsson formaður S.I.H.U. þakkaði að endingu Hilmari og Sirrý fyrir heimboðið, svo og F.H.U. í Reykjavík fyrir að sjá um skipu- lagninguna og framkvæmdina á þessum haustfundi sem tókst með mestu prýði. Þessum haustfundi var svo raunveru- lega slitið um kvöldið eftir mat, drykk og dansleik á Hótel Lind og voru for- svarsmenn félaganna leystir út með gjöfum.F.H.U. í Reykjavík - hafið mínar bestu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur. Gunnar Gauti Gunnarsson ritari S.Í.H.U. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.