Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 5
Á Hótel borg 1953-55. Hljómsveit Magnúsar Randrup. Frá v. Haraldur Guðmundsson banjó, Magnús R. harmoníka, Sveinn Jóhannsson trommur, Hallur Símonarson bassi og Lárus Lárusson píanó. Fremst gestir. Anna Friðriksson var þarna við af- greiðslu, ég gat spilað strax á nikkuna, enda bara ein röð í viðbót við þá einföl- du. Frú Anna sem var merkiskona hélt um þessar mundir kabarettkvöld, Köngulóakabarettinn í Oddfellowhús- inu. Við keyptum harmoníku þarna. Okkur samdist á þann veg að ég var ráðinn til spilamensku í þessum kabarett. Kabarettkvöldin voru mjög fjölsótt þó á krepputíma væri. Lampar voru á borðum með könguló á hverjum skerm. Eg spilaði lög eins og Ljúfa Anna, Kolbrún mín einasta og allt þetta á tvöfalda. Jú ég hlýt að hafa gert þetta nokkuð skammlaust því Tage Möller spilaði stundum með mér bless- aður kallinn. Svo eftir skemmtidag- skrána byrjaði ballið, þá kom Jóhannes Jóhannesson í smókingbuxunum, mað- ur var voðalega hrifinn af þessu. Pabbi kom alltaf með mér í strætisvagni, hann var ólatur við það. Voru þá tvöföldu harmoníkurnar þekktastar? Það voru margir góðir „karakterar" á þessum árum sem spiluðu á tvöfalda, tveimur man ég eftir í Hafnarfirði annar hét Indriði og hinn Níels, var kallaður Nilli í Kletti og spilaði mjög vel á ein- falda. Þessar harmoníkutegundir eiga ekki allir auðvelt með að spila á. Þær eru engin aumingjahljóðfæri. Einhvem tímann var pabbi staddur niðri á bryggju og Ásgeir Stefánsson útgerðar- maður í Bæjarútgerðinni, afabróðir hins ágæta Guðmundar Áma sagði við hann að ef seldist vel í næstu siglingu skyldi hann heita á hann. Ef þú giskar nokkum veginn á söluverðmæti aflans. Ekki heita á mig sagði pabbi þú skalt heldur heita harmoníku á strákinn minn ef skipið selur vel. Eða um 2000 pund. Aflaverðmætið varð talsvert yfir 2000 pund. Þá fékk ég þessa Regent Stand- ard smíðaða í Noregi held ég. Hnappa- nikka með 80 bössum sem gerði gæfu- muninn og norsk grip. Hvað með nám í harmoníkuleik? Eg hef aldrei nennt að læra neitt. Ég fór reyndar til píanóleikara sem lék á Hótel Biminum, Noby danskur píanisti og svo Stefáns vinar míns Þorleifssonar harmoníkuleikara 1938, hann var mjög þekktur og vinsæll á sínum tíma, ég lærði margt af honum og nótur auðvit- að. Annars sagði Stefán þegar ég var að glíma við marsinn Chinka Bazara að það þýddi ekkert að kenna mér nótur, ég lærði allt um leið og ég heyrði það. Svo skall stríðið á 1940 um það leyti spilaði ég í hljómsveit með vinum mínum Einari og Kristni Sigurjóns- sonum bræðrum úr Hafnarfirði. Það var svolítið sérstakt annar bræðranna spil- aði á hnappaharmoníku en hinn á blokkflautu, ásamt mér á hnappanikku líka. Þetta er fyrsta hljómsveitin sem ég spilaði í. Við spiluðum á böllum og unglingasamkomum, við komum líka fram í bamatíma útvarpsins. Hljóðfæraleikarar voru mikils met- nir eða hvað? Hljóðfæraleikarar voru bara venju- legir verkamenn, bflstjórar eða bakarar getum við sagt, nei ekki stórt álit. Enn þann dag í dag dáist ég að harm- oníkuleikaranum Hjálmari Jónssyni frá Brúsastöðum við Hafnarfjörð hann spilaði á böllum oftast í gamla barna- skólanum frá því klukkan 7-8 á kvöldin til klukkan 5-6 á morgnana og fékk 25 krónur fyrir. Ég sat alveg dáleiddur og hlustaði á hann, hann var með gullislegna hnappanikku síkátur og hress. Ég held að fáir mundu leika þetta eftir honum í dag. Þegar dansleikir vom í Gúttó komu Jóhannes Jóhannesson, Guðni í Hamri, Jón Ólafsson bakari og Aage Lorange maður stóð gapandi fyrir utan gluggann að horfa á en fékk ekki að fara inn. Algengast var þá í dans- hljómsveitum tvær eða þrjár harm- oníkur og trumba. Hjá gömludansa- klúbb í Hafnarfirði sem hét Frelsi spil- aði ég, Jónatan Ólafsson píanóleikari, Róbert Bjamason ágætur nikkari ásamt trommuleikaranum Þórhalli Stefáns- syni. Þarna voru líka feikilega góðir dansstjórar, þau hjónin Þorbjöm Klem- ensson og Ágústa, öllu hárrétt stjómað. Ég man eftir því að þarna hófst heil- mikil rimma. Það þótti alveg óþarfi að greiða trommuleikaranum. Það geta allir slegið trumbur var sagt. Þá var Jónatani nóg boðið og sagði hingað og ekki lengra. Jæja en við borgum honum þá bara minna? Svona var vitleysan stundum. Árið 1941 eignast ég mína fyrstu píanóharmoníku Scandalli Butt- erfly, þá 15 ára gamall og nýbyrjaður í málaraiðn. Um líkt leyti hættir Stefán Þorleifsson harmoníkuleikari á Hótel Birninum og mér var boðið að taka við. Styrkti pabbi þinn þig með þessa nýju harmoníku? Hann gaf mér hana eins og allt annað hún kostaði þá 36 pund. En kannski studdi hann mig ekki alveg rétt, með því að setja ekki skilyrði um að ég lærði líka. En hugsanlega hef ég ekki getað lært neitt, verið of agalaus. Hann hafði mjög gaman af harmoníku það var engin músík á þessum árum ef ekki var nikka. Svo fóru menn að koma með lúðra og píanó þá var víst ekki eins gaman. Meiri spilamenska? Á Hótel Biminum spila ég á hverju kvöldi með Jónatan Ólafssyni og Þórhalli Stefánssyni. Jónatan gantaðist með það að nú kæmi barnavernd- 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.