Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 01.03.1995, Blaðsíða 9
'J* J Síefán Ármann Þórðarson, Sólvöllum 6, Selfossi: Lítil ferðasaga Það mun hafa verið í vor síðast liðið að Harmoníkufélag Rangæinga fékk boð frá Harmoníkufélagi Þingeyinga um að koma í heimsókn norður í land. Þetta féll í góðan jarðveg hjá okkur spilafélögum og var í fyrstu um það rætt að komast fyrir heyannir, helst um Jónsmessuna, en af því gat ekki orðið og ferðin því ákveðin dagana 26.-28. ágúst s.l. í byrjun ágúst sendi for- maðurinn Sigrún Bjamadóttir út frétta- bréf til allra félagsmanna, þar sem m.a. þessi ferð var kynnt og félögum gefinn kostur á að komast með. Við höfum undanfarin ár átt ágæt samskipti við Guðmund Tyrfingsson á Selfossi, sem gerir út hópferðabíla, og var samið við hann um bíl í þessa ferð á sömu nótum og áður hefur verið, þ.e. að einn spila- félaginn Jóhann Bjarnason skyldi aka. Á föstudagsmorgni kl. 11.00 þann 26. ágúst var svo haldið af stað frá Skeiðavegamótum og ferðinni heitið á Sprengisandsleið, en ekki höfðu verið farnir nema svo sem 10-15 km, þegar framrúðuþurrkurnar neituðu að vinna og var ekki efnilegt að halda þannig áfram, þar sem rigning var nokkur og spáin ekki góð fyrir daginn. Það kom sér vel nú að hafa farsíma í bílnum, í gegnum hann var ákveðið að skipta um bíl og koma með hann til móts við okkur. Ekki tafði þetta meir en klukkus- tund, því að lagt var af stað aftur frá Skeiðavegamótunum kl.rúml. 12.00. Þessi bíll reyndist okkur vel í allri fer- ðinni og fór vel með farþegana. Við vorum 19 félagar úr H.F.R. og að auki Gísli Brynjólfsson í Hveragerði og kona hans svo að alls vorum við 21 sem fórum í þessa ferð. Ferðin upp úr byggð gekk að óskum og þegar kom upp fyrir Búrfell sá meira að segja til sólar smástund, en dökkt var í lofti að sjá til norðurs. Við Hrauneyjafoss- virkjun var áð í smástund en síðan haldið áfram sem leið liggur vestan Þórisvatns og komið í Versali um kl 14.30. Við höfðum ágæta fjallasýn þan- gað inn eftir og góða leiðsögn Vals Haraldssonar sem gjörþekkir flest öll ef ekki öll kennileiti á þessum slóðum í það minnsta þau sem tilheyra Suðurlandi. f Versölum var tekið upp nesti og borðað vel en að því loknu voru hljóðfærin dregin fram og spiluð nokkur lög fyrir heimafólk og gesti. Úr Versölum var haldið eftir u.þ.b. klukkustundar dvöl og haldið sem leið liggur yfir Þveröldu á leið F 28. Aðeins var stansað í Svartárbotnum, en veðrið var að verða leiðinlegt og því fljótlega haldið af stað aftur. í Nýjadal komum við kl. 17.00, þá var komið talsvert rok og rigning. Þarna er leiðin frá Hrauneyjum að Mýri í Bárðardal nálægt því hálfnuð, svo ekki dugði að doka lengi við. Bar fátt til tíðinda næstu þrjár klukkustundirnar. Eftir því sem norðar dró varð þokan svartari og þó sennilega mest í Kiðagilsdrögum, útsýni varla meir en bfllengd. Ekki var um annað að gera en stytta leiðina með söng og harmoníkuspili sem Grétar Geirsson sá um. Eftir smá viðkomu í verslun að Fosshóli var dagleiðin senn á enda. Nú var stutt að Breiðumýri í Reykjadal þar sem við skyldum hafa aðsetur meðan á ferðalaginu stæði, en þangað komum við kl.21.00. Hér verður vart með orðum lýst þeim mót- tökum sem við fengum hjá Harmoníkufélagi Þingeyinga. Það var eins og allir hefðu verið kunningjar frá æskuárum og inn í sal höfðu eiginkonur félaganna lagt á borð með góðum málsverði og kaffi á eftir. Stefán Þórisson formaður H.F.Þ. bauð gesti velkomna og útskýrði það helsta um fyrirkomulag heimsóknarinnar og Hákon Jónsson flutti gamanmál. Sigrún Bjarnadóttir formaður H.F.R. þakkaði móttökumar fyrir okkar hönd. Var svo tekið við að spjalla saman og auðvitað vom nikkumar teknar upp og meira að segja dansað smávegis. Þessu lauk svo um miðnættið og vom flestir hvfldinni fegnir. Á laugardeginum var ákveðið að fara í ferð til Mývatns og var lagt upp frá Breiðumýri rétt fyrir hádegi undir stjóm Stefáns Þórissonar. Ekki er hægt að segja að veðurguðimir væru okkur hliðhollir þennan dag fremur en daginn áður. Þó ekki rigndi mikið á sunnlensk- an mælikvarða var skyggni ekki gott, og þar af leiðandi nutum við ekki alls þess fróðleiks sem Stefán Þórisson býr yfir. Hann gjörþekkir öll fjöll og kenni- leiti, kann sögur því til stuðnings og hefur góða og mjög skemmtilega frásagnarhæfileika. Það væri vel til vinnandi að endurtaka þessa ferð að Mývatni með Stefáni í góðu og fögru veðri. Eftir ferðina sunnan Mývatns og að Kröfluvirkjun var stansað við Hótel Reynihlíð og tekið fram nesti, en síðan haldið sem leið liggur Kísilveginn til Húsavíkur. Á Húsavík var opið Safnahúsið og dvöldum við þar við skoðun og fróðleiksfrásögn safnvarðar dágóðan tíma, en þegar því lauk var óráðið hvað gera skyldi við tímann, vorum rétt komin af stað á rútunni þegar jeppabifreið stöðvaði allt í einu fyrir framan okkur. Þarna reyndist kominn einn úr stjórn H.F.Þ. Þorgrímur Björnsson, hann bauð öllum mann- skapnum heim í kaffi. Ekki verður á þá Þingeyinga logið, að þeir eru miklir höfðingjar heim að sækja og sannaðist það svo sannarlega nú, því ekki var kaffið bara eitt og sér heldur nokkrar líkjörstegundir og koníak fyrir þá sem vildu. Hjá Þorgrími og konu hans hefði verið hægt að stoppa miklu lengur við spjall og glens, en klukkan gekk og við áttum að mæta í kvöldverðarboð á veitingahúsið „Bakkanum" kl 18.00 í boði H.F.Þ. Þetta veitingahús rekur Sigurður Friðriksson félagi og harm- oníkuleikari í H.F.Þ. ásamt konu sinni Sólrúnu og var mikið innilega tekið á móti okkur. Auðvitað voru nikkurnar teknar upp úr töskunum og spilað áður en sest var að borðum, og mátti líta á 9

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.