Hrund - 01.05.1967, Side 19

Hrund - 01.05.1967, Side 19
Það er ekki alltaf tekið út með sæld- inni að vera ljósmyndafyrirsæta. Því starfi fyigir mikið erfíði og oft er unnið við afleitar aðstæður. Þessar myndir voru teknar fyrir u.þ.b. þremur árum á norðurströnd Frakklands, á Bretagne-skaga. Þar þurftu fyrirsæt- urnar að sýna baðföt og sólföt í hunda- kulda, roki og snjókomu. Þetta var einhverntíma laust upp úr áramótun- um og myndirnar voru ætlaðar fyrir vorblöðin. Og auðvitað var þeim fyrir- skipað að brosa og brosa eðlilega, rétt eins og þær væru staddar í sólskininu suður við Miðjarðarhaf. „Hversvegna þeir fóru ekki heldur suður á bóginn til þess að taka þessar myndir var mér gersamlega óskiljanlegt," sagði María. „A myndinni til vinstri tókst mér enn að vera sæmilega styrk, en á hinni hafði ég misst alla stjórn á mér, varirnar á mér skulfu svo, að ég varð að taka höndunum fyrir þær. Við grétum bók- staflega af kulda og ein fékk lungna- bólgu.“ Oðru sinni, u,þ.b. ári seinna, vorum við í baðfatamyndatöku í Suður-Frakk- landi í ámóta kulda og var okkur þá skipað að synda. Ljósmyndarinn og þeir, sem stjórnuðu myndatökunum voru dúðaðir í þykka vetrarfrakka, með trefla og hanzka, en okkur var ætlað að stinga okkur í ískalt vatnið. Þá var mér nóg boðið — ég sagðist ekki gera þetta og fór. Þegar þeir kvörtuðu við Dorian Leigh svaraði hún: „María er reiðubúin að koma strax aftur, ef þið fallizt á að vera líka í baðfötum við myndatökurnar. Þeir viidu ekki ganga að þessu og ég fór ekki aftur suður- eftir.“ Ein af fyrstu tízkumyndum Maríu — samkvæmiskjóll. Glæsilegur og íburðarmikil! samkvæm- iskjóll frá Pierre Balmain. Myndin er tekin veturinn 1965. 19

x

Hrund

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.