Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 3

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 3
FRÁ OTGEFANDA Á þeim stutta tíma, sem liðinn er, frá því að fyrsta tölublað HRUNDAR kom út, hafa liðlega 6000 konur gerzt áskrifendur að blaðinu. Að vísu er hluti þeirra reynslu- áskrifendur, þ.e.a.s. þær kaupa fjögur tölublöð og halda því aðeins áfram áskriftinni, að þeim líki blaðið. Þessi fjöldi áskrifenda strax í byrjun er vissulega glæsilegur árangur, en einnig mikil hvatning fyrir okkur að láta ekki staðar numið, heldur fylgja þeirri stefnu, sem var sett í upphafi: að gefa út vandað, íslenzkt kvennablað. Hingað til hefur HRUND aðallega verið kynnt konum í Reykjavík. En nú er sumarið komið, og við munum nota það til að kynna HRUND þeim konum, sem eru búsettar utan Reykjavíkur. Það er von okkar og vissa, að jafn vel verði tekið á móti HRUND úti á landsbyggðinni og raun hefur verið á í Reykjavík. Gerður Helgadóttir er sú listakona íslenzk, sem hefur getið sér hvað bezt frægðarorð erlendis. i þessu blaði birtum við sögu hennar og þróunarsögu listsköpunar hennar að mestu í myndum, því að við héldum í þessu tilviki myndir segja svo miklu meira en orð. italska sýningin er tízkuþáttur okkar að þessu sinni. Það er ekki á hverjum degi, að erlendir aðilar standa fyrir tízkusýningu á íslandi enda vakti sýningin mikla athygli. Að lokum viljum við biðja lesendur velvirðingar á seinkun þeirri, sem varð á útkomu þessa tölublaós. Það tekur langan tíma að vinna það, sem vel er gert, en við vonum, að þetta komist í samt lag með næstu blöðum. MÁNAÐARLEGT KVENNABLAÐ - ÚTGEFANDI: HANDBÆKUR H.F. Ritstjóri: Margrét R. Bjarnason, ábm. - Framkvæmdastjóri: Einar Sveinsson. - Blaðamaður: Silja Aðalsteinsdóttir. Hönnun: Peter Behrens hjá Auglýsingaþjónustunni. - Filmusett og offsetprentað i Lithoprent hf. - Prentun á útsíðum: Myndprent hf. - Myndamót fyrir litprentun: Litróf hf. - Ritstjórnarskrifstofa: Lindargötu 48, simi 19645. - Sölu og auglýsingaskrifstofa: Tjarnargötu 14, simi 19400. - Verð: i lausasölu kr. 65.00, í áskrift kr. 55.00, greitt fjórða hvern mánuð. Söluskattur innifalinn. JÚNl 1967 3 l.ÁRG. EFNISYFIRLIT: 6 Gerður Helgadóttir Saga listakonu í máli og myndum. Texti: Margrét Bjarnason. 16 Blessuð vinnan Smásaga eftir Félicien Marceau. Teikning: Pétur Ottóson. Þýtt af Sonju Diego. 18 Frúarleikfimi Bára Magnúsdóttir sýnir og leiðbeinir. Ljósmyndir: Lars Björk. 19 Morgunverðurinn Mikilvægasta máltíð dagsins. Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri, skrifar. 20 La Linea Italiana ítalska sýningin á hótel Sögu. Ljósmyndari: Ingimundur Magnússon. 27 Handavinna Ása Ólafsdóttir leiðbeinir. 28 Orson Welles 32 Leiðar konur eru leiðinlegar konur Höfundur: Alma Birk. 36 Saga Rækjunnar Eftir Henry Gris. Frá U.P.I. með einkarétti á íslandi. 41 Hvað segja stjörnurnar ? Persónulýsing fyrir Tvíburamerkið. 42 í næsta blaði. Forsíðumyndin er af þeim Titti og Ornellu, ítölsku sýningar- stúlkunum. Myndin er tekin á svölum Utvegsbankans, í baksýn er turninn á Reykjavíkurapóteki. Ljósmyndari Ingimundur Magnússon. 3

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.