Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 8

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 8
4. Konumynd- gerd utidir handleiðslu Romanellis. Satt að segja var ég Gerði alveg sammála um þetta. Mér hafði oft fundizt hálf hjákátlegt, þegar listamenn; málarar, myndhöggvarar, hljóðfæraleikarar og fleiri slíkir voru nánast krafðir skýringa á listsköpun sinni eða túlkun. Maður skildi ætla, að listmálarinn væri list- málari vegna þess, að hann telur sig þannig koma bezt á framfæri því, sem hann vill segja og sama máli gegni um menn annarra listgreina. Því var það, að ég stakk upp á því við Gerði, að við rektum þróunarferil hennar sem listakonu í myndum, fyrst og fremst — en því færri orðum. Henni leizt vel á þá hug- mynd og nokkrum dögum síðar hittumst við aftur, skoðuðum saman ljósmyndir af högg- myndum Gerðar og hún sagði mér undan og ofan af ferli sínum. Þegar Gerður hleypti heimdraganum, lá leið hennar fyrst til Flórenz „Eg fór utan með Vatnajökli," sagði hún, „og kom fyrst til Amsterdam, þar sem ég dvaldist mánaðartíma hjá vini föður míns, Guðmundi Albertssyni. Síðan áfram til Flórenz.“ Það má nærri geta, að ekki hefur verið auð- velt fyrir svo unga stúlku, sem ekki kunni stakt orð í ítölsku, að koma sér fyrir í stór- borginni — en Gerður gerði lítið úr þeim erfiðleikum: „Þetta gekk allt saman ágætlega, ég fékk inni á litlu pensionati og settist á skólabekk hjá ágætum kennara, Romano Romanelli. Hann var af gamla skólanum og hélt mjög fast við hin hefðbundnu og sígildu listform. Mér likaði ekkert vel við hann.“ Framan af hafði Romanelli mikið dálæti á Gerði. Hún tók öruggum og skjótum fram- förum en ekki leið á löngu unz fóru að renna á hann tvær grímur. Gerður byrjaði að stíga út af braut strang-naturalistískrar listar — hún leitaði meira frelsis í formi. Og þegar hún gerði myndina „lria“ (nr. 6 ) gaf Romanelli hana alveg upp á bátinn „Eg kom með þessa mynd á vorsýningu nemenda Romanellis. Hann varð nánast hneykslaður og setti mynd- ina fram fyrir dyr. En svo var hún eina högg- myndin á sýningunni, sem seldist, svo að mér óx heldur betur kjarkur,“ sagði Gerður. I Flórenz var Gerður í tvö ár, en hélt þá til Parísar, innritaðist á listaakademíuna þar og hóf nám hjá kennara, að nafni Zadkine. I myndinni „Móðir með barn“ (nr. 5) má sjá áhrif Zadkines koma í ljós og þó enn betur í myndinni „Pieta“ (nr.7).

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.