Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 29

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 29
'u v. Sum undrabörn hafa sérhæfileika fvrir tónlist, stærðfræði, bridge eða öðrum einstökum greinum. Onnur eru gædd alhliða hæfileikum. ()rson Welles til dæmis var bvrjaður að setja á svið eigin útfærslur af Shakespeare áður en hann varð læs. I lonum hafði verið gefið líkan af leikhúsi, og allt, sem hann hevrði, varð að leikritum. Hann lærði af sjálfum sér að lesa þriggja ára, með hvi að Hetta |ónsmessunætur- draumi Shakespeares. Þegar hópur sálfræðinga rann- sakaði hann tíu ára gamlan, var honum lýst í blöðum sem skáldi, málara, skopteiknara og leikara. Blaðamennirnir vissu ekki, að hann \ar líka þá þegar orðinn ágætur píanóleikari, töframaður og allvel að sér í heimspeki Nietzsches. I ramtíðarhorfur barns, sem getur leikið sér þannig að viðfangsefnum, sem ætluð eru fullþroska mönnum, eru ekki of góðar. Barn, sem gætt er sérhætileikum, sem beinast í eina átt, verður oft framúrskarandi á þvi sviði á fullorðinsárum. lin undra- barni, sem gætt er miklum alhliða gáfum, verðlir oft minna úr þeim. Nokkur slík hata skarað tram úr sent tullorðin, en oftar revnist þeim erfitt að keppa við jatnaldra sína." Círeinarhöfundur komst að þcirri niðurstöðu, að ()rson Welles væri ekki enn orðinn fullorðinn og varpaöi fram þeirri spurningu, hvað þá vrði úr honum. Fvrir nokkrum árum skrifaði gagnrvnandi einn um Orson Welles, að hann hefði eiginlega aldrei fullorðnazt. Hann væri ennþá sem miðaldra maöur sami prakkar- inn,sem hann hefði verið unglingur og hugvitsemi hans og snilligáfa sömu mörkum brenndar. Eiginlega væri hann enn dæmigert undrabarn og aldrei að vita, hverju hann tæki upp á. Orson Welles hefur alla tíð verið umdeildur, allt frá því hann sem drengur var undrunar og deiluefni sálfræðinga og þar til nú, cr seinasta kvikmvnd hans, myndin um vstrubelginn og bjórsvelginn Fal- staff, sem kemur fram í mörgum leikritum Shakespeares fer landa i milli og hlýtur ýmist lof og verð- laun eða harða gagnrvni. Sama hefur verið um aðrar myndir hans frá síðari árum. (iagnrvnandinn, sem skrifaði um undrabarnið ()rson Welles, sagði m.a.: „Það þarf ekki um það að dcila, að ()rson Welles er dæmigert undrabarn. l’ndrabarn er að því levti frá- brugðið öðrum börnum, að það leikur sér aldrei að hlutum, það notar þá. I.áttu undrabarn fá ritvél í hendur og þaö fer að gefa út dagblað. I.áttu það fá pensil og það málar af þér mvnd. I.áttu það tá tcikniblokk og áður en þú veizt af, hefur það teiknað nýtízku borg. I .áttu það tá bvssu . . . nei, annars láttu það ekki hafa byssu.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.