Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 30

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 30
Orson í útvarps- þættinum, sem gerði milljónir manna viti sínu fjær af ótta á örskammri stundu. Orson Welles árið 1940, þegar hann kom til Hollywood með leikurunum frá Mer- cury leikhúsinu. Oflátungurinn valda- gráðugi, blaða- kóngurinn „Citizen Kane,“ 1941. Orson í einu hlutverki sínu af mörgum í leik- ritinu „Umhverfis jörð- ina á 80 dögum“, 1946. Hér sjáum við Orson, harðleitan á svip, í hlut- verki Harry Lime í kvikmyndinni „Þriðji maðurinn". En hver er ferill þessa manns, sem er í augum yngri kynslóða a.m.k. svo órjúfanlega tengdur sögu kvikmyndanna. Hann fæddist árið 1915 í Kenosha í Wisconsin. Sem barn var hann umkringdur fólki, sem var eins á- kjósanlegt fyrir undrabarn og hugs- azt gat. Hann ólst framan af upp með móður sinni- foreldrar hans skildu er hann var kornungur-; Beatrice Ives hét hún og var ágætur píanóleikari. Hún kynnti drenginn listamönnum i Chicago fljótlega eftir að hann fór að ganga, og frá blautu barnsbeini vandist hann því að halda uppi samræðum við snjalla menn á ýmsum sviðum. Þá þegar hóf hann að þroska með sér þann eiginleika, að geta fylgzt með samræðum tveggja til þriggja hópa manna, er staddir voru í sama herbergi. Hann missti móður sína níu ára að aldri og fór þá til föður síns, Richard H. Welles, fyrrverandi uppfinningamanns og framleið- anda, sem var hættur störfum og eyddi því, sem eftir var ævinnar, i að ferðast um og njóta lífsins lysti- semda. Nú tók hann soninn með sér í ferðalögin og um fermingaraldur hafði Orson séð flest lönd Evrópu, vanizt kampavíni með kvöldmatn- um og félagsskap fagurra kvenna. Þriðji maðurinn, sem nátengdur var uppvexti Orson Welles, var dr. Maurice Bernstein. Hann gat sér til um það, er drengurinn var hálfs 30 annars árs, að hann væri óvenju- legum gáfum gæddur. Hann sá honum fyrir leikföngum og verk- efnum, sem leiddu hæfileika hans í ljós. Það var t.d. hann, sem sá honum fyrir leikhúslíkani, málara- trönum, reglustiku og sirkli og leiðbeiningum í töfrabrögðum. Að föður Welles látnum, varð dr. Bernstein fjárhaldsmaður hans — og í stað þess að neyða hann til náms í Harvard, eins og faðir hans hafði ætlazt til, leyfði hann honum að nota fé sitt til að ferðast til Irlands. Á írlandi hafði Orson Welles ekki dvalizt nema tæpt ár, er hann var farinn að leika aðalhlutverk í helztu leikhúsum Dublinar. Hann hafði þá þegar nokkurra ára reynslu af leikstarfsemi, því að í eina framhaldsskólanum, þar sem hann stundaði reglulegt nám- á árunum ellefu til fimmtán ára- lék hann og sviðsetti fjölda skólaleikja á hverju ári. Síðan hefur þessi skóli „Todd School of Woodlock" lagt áherzlu á auðugt leiklistarlíf nemenda, og Welles heldur enn tryggð við skólann og sýnir hana með því að koma þangað öðru hverju, stjórna leikjum og lesa upp. Sautján ára gamall kom Orson Welles aftur til New York. Honum þótti hin mesta furða, að ekki skyldi gert meira veður út af komu hans, — slíks hæfileikamanns, sem unnið hafði fræga sigra hjá Gate- leikhúsinu sjálfu. Honum gramdist þetta og lagði fljótlega aftur land undir fót. — Að þessu sinni til Marokko, þar sem hann dvaldist um hríð í boði prins, er hann hafði kynnzt í Dublin. I Marokko vann Welles að skólaútgáfu af leikritum Shakespeares, sem hann gaf út í samvinnu við skólastjórann sinn gamla frá Todd skólanum. Hefur sú bók síðan verið seld í hundruðum þúsunda eintaka. Næst þegar Orson Welles kom heim til Bandaríkjanna, kynntist hann leikritahöfundinum Thornton Wilder- og upp frá því hófst fyrir alvöru ferill hans sem leikara og leikstjóra. Um þessar mundir voru framtíð- arhorfur fyrir leikara ekki glæsi- legar. Þetta var á verstu árum kreppunnar og óttalegt vonleysi, hvar sem litið var. Þó var þessi tími hagstæður að því leyti, að fáir lögðu út á leikbrautina, svo að þeim, sem höfðu til þess kjark og fjárhagslega möguleika, veittist auðveldara en ella að fá hlutverk. Árið 1935 bauðst Welles aðal- hlutverk í ljóðaleiknum „Panic“ eftir Archibald MacLeish, eins- konar tilraunaleik, sem ekki var Orson Welles hefur kringluleitt andlit, hátt enni, hljómmikla rödd og sérstæðan persónuieika. Því ætti hlutverkaskrá hans í rauninni að takmarkast við eina manngerð, sem líktist honum sjálfum. En þessar myndir sýna, að svo er ekki. Hann er snillingur í að búa sér gervi, og svipbrigði hans eru óteljandi. Hér er hann sjálfum sér líkur. Myndin er úr „A man for all seasons," þar sem hann leikur Wolsey. sýndur nema þrisvar. En upp úr því hófst samvinna Welles við John nokkurn Housemann, einn þeirra er setti „Panic“ á svið. Þeir voru í sameiningu fengnir til að setja Macbeth á svið í Harlem, blökkumannahverfinu í New Y ork, með blökkumönnum í nær öllum hlutverkum. Það varð hin sögu- iegasta sýning og leiddi til harðra deilna og óeirða. Samvinna þeirra Housemanns og Welles leiddi til stofnunar Mercury leikhússins, sem á næstu árum sýndi mörg umdeild og athyglis- verð ný leikrit. Vegna hins almenna peningaleysis var borin von, að sýningarnar bæru sig, svo að að- standendur leikhússins urðu að fá fjármagn annars staðar. Það gekk ekki sem verst, því að um þessar mundir var Welles einnig orðinn viðurkenndur útvarpsleikari og varði mestum hluta launa sinna til að styðja Mercury-leikhúsið.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.