Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 22 NÝTT ANDLIT CHANELBrasilíska fyrirsætan Gisele Bündchen er nýtt andlit Chanel-snyrtivara. Bündchen á að baki farsælan feril sem ofurfyrirsæta en hún er 32 ára. Meðal frægra hönnuða sem hún hefur starfað fyrir eru Versace og snyrtivörufyrirtækið Max Factor. Þá hefur hún verið andlit verslanakeðjunnar H&M. É g átti bara stutta litríka kjóla, stutt-buxur og bikiní,“ segir Þórunn Ívarsdóttir, fatahönnuður og tísku-bloggari, hlæjandi. Hún er nýflutt heim frá Bandaríkjunum þar sem hún bjó meðal annars í sólinni í LA. „Uppáhalds-flíkin mín í dag er þykk kápa sem ég keypti úti, nú kemur hún sér vel,“ segir hún. Í Los Angeles var Þó búið í New York og LA, Washington DC og Chicago, sem var æðislegt. En það er gott að vera komin heim. Nú bý ég bara heima hjá mömmu og pabba í gamla herberginu mínu og það bíða mín ellefu kassar af fötum sem ég get ekki tekið upp úr,“ segir hún og giskar á að hún eigi milli 60 og 70 kjóla. „Það eru þ ieru í ÞREYTT Á GLAMÚRNUMTÍSKA Þórunn Ívarsdóttir fatahönnuður heldur úti tískublogginu double- pizzazz.com. Hún er nýflutt heim frá Bandaríkjunum þar sem hún vann meðal annars fyrir Nasty Gal og Glamhouse. Kuldinn kallar á nýtt í fataskápinn. SAKNAR SÓLAR-INNAR Þórunn Ívars-dóttir fatahönnuður og tískubloggari saknar ekki glamúrlífsins í LA þar sem hún bjó í tvö ár. Hún saknar þó sólar-innar enda á hú f Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-14 virka daga. NÝJIR GLÆSILEGIR AÐHALDSUNDIRKJÓLAR BRÚÐKAUPSGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum boðumtil SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 7. febrúar 2013 32. tölublað 13. árgangur Stutt gisting feimnismál Færst hefur í aukana að hótel bjóði upp á herbergi sem eru leigð út til skamms tíma að degi til. 2 Vilja ekki mannlausar flugvélar Bandarískir þingmenn vilja banna notkun ómannaðra flugfara innan Bandaríkjanna af ótta við njósnir. 4 Rekstrarkostnaður rýkur upp Sífellt meira kostar að reka íslensku bankanna og telur Samkeppniseftir- litið brýnt að sporna við því. 6 16 mánaða bið eftir aðgerð Á tveimur árum hefur bið eftir aðgerð vegna legsigs farið úr tæpum fimm vikum í sextán mánuði. 8 Sýkingin nú varpar ljósi á húsnæðismál Landspítalans, að sögn Hlífar. „Yfirleitt, en sérstaklega á svona deild, þyrftum við að hafa einbýli og sér salernisaðstöðu fyrir alla sjúklinga. Það verður sífellt brýnna eftir því sem þessum ónæmari stofnum baktería fjölgar,“ segir Hlíf. Bakterían sem greindist í gær smitast með snertingu, án þess að hún sé bráðsmitandi. ➜ Varpar ljósi á húsnæðisvandann SPORT Stjörnum prýdd sóknarlína íslenska fótboltalandsliðsins fékk úr litlu að moða í tapi á móti Rússum. 50 Heilsubúð í Smáralind MIKIÐ ÚRVAL • FRÁBÆR GÆÐI • BETRI VERÐ Holland and Barrett ÍslandSími 534-1414 • w w w.hollandandbarrett.is • Opið til 21 í kvöld Faxafeni 11, Reykjavík • Amarohúsinu, Akureyri partybudin.is • s. 534 0534 6 dagar til Öskudags Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.is SKOÐUN Lög mega ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi kvíðastillandi lyf, skrifar Hafliði S. Magnússon. 28 MENNING Berglind Baldursdóttir hannar fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko. 46 Bolungarvík 0° V 7 Akureyri -2° SV 5 Egilsstaðir -2° V 5 Kirkjubæjarkl. 0° V 5 Reykjavík 1° V 9 VÍÐA ÉL Í dag verða suðvestan og vestan 8-13 m/s og él einkum vestan- og austanlands. Hiti víða í kringum frostmark. 4 HEILBRIGÐISMÁL Blóðlækningadeild Landspítalans var lokað í gær vegna bakteríusýkingar sem greindist á deildinni. Stofn bakteríunnar sem greindist er ónæmur fyrir sýkla- lyfjum. Hann er landlægur á spít- ölum erlendis en sjaldgæfur hér á landi. Deildin verður lokuð þangað til sýni hafa verið ræktuð úr öllum sjúklingum sem þar voru fyrir, og í það minnsta fram á mánudag. Yfirlæknir deildarinnar segir sýk- inguna undirstrika mikilvægi þess að húsnæði spítalans verði bætt. Hlíf Steingrímsdóttir, yfir- læknir á blóðsjúkdómadeild, segir að ónæmi fyrir sýklalyfjum ein- kenni þann stofn bakteríunnar sem greindist í gær. Hún sé hins vegar hluti af umhverfinu og yfirleitt ekki mjög skaðleg. Það sé hins vegar alvarlegt þegar hún komi upp á blóð- lækningadeild spítalans. „Þetta er landlægt á mörgum spít- ölum erlendis en við höfum verið blessunarlega laus við þetta hér. Reyndar kom þetta upp á deildinni fyrir þremur árum en þá tókst okkur að halda þessu í skefjum og koma í veg fyrir frekari smit. Svo kemur þetta upp óvænt núna og við grípum til viðeigandi aðgerða; tökum ekki inn nýja sjúklinga og setjum þá sem eru á deildinni í sérstaka einangrun, svokallaða smitgát.“ Deildin er eina sérhæfðu blóð- lækningadeild landsins. Þar dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum. Hlíf segir að ákveðið hafi verið að rækta sýni úr öllum fjórtán sjúk- lingunum á deildinni til að ganga úr skugga um að sýkingin hafi ekki breiðst út. Eins sé það forvörn sem miði að því að stofn bakteríunnar nái ekki fótfestu hér á landi. Á blóðlækningadeildinni eru fjórtán rúm; sex á einbýlum. Allt að fjórir sjúklingar eru um hvert sal- erni en oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu megi sjúkling- ar ekki deila salerni. „Þetta snýst um öryggi sjúklinga, og sérstaklega í ljósi svona sýkingarvarna,“ segir Hlíf. - shá Loka deild vegna sýkingar Yfirlæknir segir að sýking sem greindist á blóðlækningadeild spítalans í gær undirstriki mikilvægi úrbóta í hús- næðismálum LSH. Sjúklingar eru í einangrun og deildinni var lokað. Bakterían er landlæg á spítölum erlendis. HÚSNÆÐISMÁL Reykjavíkurborg kemur að bygg- ingu um 2.500 íbúða miðsvæðis í borginni á næstu þremur til fimm árum. Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs, segir að áherslan verði lögð á litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis. Dagur segir að reyna eigi að draga úr rekstr- arkostnaði heimila. „Ef við getum leyft fólki að losna við bíl númer tvö, að ég tali nú ekki um að losna alveg við að reka bíl, þá er það einhver mesta kjarabót sem borgin getur fært fjölskyldum.“ Hugmyndin er að stofna félög um uppbygg- ingu og rekstur á hverjum reit fyrir sig. „Hugsan- lega leggjum við inn lóðir sem eignarhlut í slíkum félögum og höfum þannig aðeins meiri tök á hvern- ig þau þróast. Við höfum lagt áherslu á að stíga varlega til jarðar í þeim efnum og finna bestu leið- irnar. Þessi félög verða að geta lifað í áratugi, jafn- vel hundrað ár.“ kóp / sjá síðu 12 Mikil uppbygging fyrirhuguð í höfuðborginni á næstu árum: 2.500 íbúðir byggðar miðsvæðis SÉR FYRIR ENDANN Á NÁMINU Bergvin Oddsson er einn tólf blindra og sjónskertra sem í vetur stunda hér háskólanám. Fimm eru við Háskólann í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Meira en áratugur er síðan blind manneskja lauk háskólaprófi hér á landi. Fjallað er um hindranir í vegi blindra og sjónskertra í nýrri rannsókn sem unnið er að við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTAMÁL Tólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðar línur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygg- ing og mikið opið rými.“ Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjón- skertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólf- efnum og öðru slíku.“ Aukinheld- ur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar. - óká / sjá síðu 10 Margir tálmar fyrir blinda: Sérstaka náms- aðstöðu vantar 14.500 er fj öldi þeirra íbúða sem stefnt er á að verði teknar í notkun á næstu þrjátíu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.