Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 32
FÓLK| Tímamót urðu hjá Malene Birger í síðustu viku þegar hönnuðurinn hélt sína tíundu tískusýningu á tískuviku í Kaupmannahöfn á dögunum. Gestir sýningarinnar voru ekki af verri endanum. Þær Mary, krónprinsessa Danmerkur, og Marie, prinsessa af Danmörku, sátu saman í stúku og fylgdust spenntar með í gegnum leikhús- kíki. Fyrirsætan Caroline Brasch gekk fyrst á svið í svörtu og hvítu dressi sem undirstrikar yndi Birger á andstæðum. Innblástur- inn fyrir þessa nýjustu línu fékk Birger annars frá marokkóskum teppum, arabískum flísum og brönugrösum. KONUNGLEGIR GESTIR TÍSKUVIKAN Í KÖBEN Tvær prinsessur fylgdust spenntar með tískusýningu Malene Birger á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. PRINSESSUR Prinsessurnar Mary og Marie fylgdust með tískusýningu Malene Birger sem fram fór í konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/GETTY Krem sem bætir líðan, krem sem yngir, viðheldur rakastigi, nærir húðina, færir æskunni nýjan ljóma, hindrar öldrun, kemur í veg fyrir hrukkur. Svona fullyrðingar eru oft hafðar frammi um virkni hinna ýmsu krema sem á markaði eru. Fá þeirra státa þó af því að geta sýnt notandanum á vísindalegan hátt hvort kremið geri gagn eða virki yfir höfuð á húð notand- ans. Oftast er vitnað í rannsóknir sem margar hverjar byggja á huglægu mati fárra notenda og geta því ekki talist vísindalegar nema að litlu leyti. Nú virðist hins vegar stefna í að breyting verði á í þeim efnum. Nýverið kom á markað krem frá IOMA með tækninýj- ung sem nemur rakastig húðarinnar. Í tappa kremsins hefur verið komið fyrir rakanema. Þegar hann er sett- ur upp við húðina á andlitinu nemur hann raka hennar og með ljósabúnaði gefur hann til kynna hvert rakastig húðarinnar er. Notandinn sér þá hvort tími sé kominn til að bera á sig kremið. Þannig er hægt að fylgjast með rakastigi húðarinnar hvenær sem er dags. Með þessu móti aukast líkurnar á skynsamlegri og hagnýtri notkun á kremi sem tekur mið af raunverulegri þörf húðarinnar en ekki af hug- lægu mati. Tæknin sem notuð er í rakanema IOMA var notuð í vísindaleiðangur vélmennisins Curiosity sem sendur var af Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna til Mars. ■ vidir@365.is KREM MEÐ RAKA- SKYNJARA Í LOKINU NÝJASTA TÆKNI Í tappanum á einu af nýjasta andlitskreminu frá IOMA er innbyggður rakanemi. Með einföldum hætti er hægt að mæla rakastig húðar- innar. Þannig aukast líkur á skynsamlegri og hagnýtri notkun. HÁTÆKNISKYNJARI Skynjaranum er komið snyrtilega fyrir í lokinu. TÆKNI FRÁ NASA Tæknin var meðal annars notuð í vél- mennið Curiosity sem kannar nú plánetuna Mars. Leiðbeinandi Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur Staðsetning námskeiða Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6. Fossheið i 1 800 Se l foss S ími 578 4800 Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar eru hafin Skráning Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 578 4800, á heimasíðu okkar www.rit.is og á netfang rit@rit.is Námskeið verða einnig haldin víða um land, fylgist með á Facebook eða heimasíðum okkar, www.rit.is og www.groandinn.is Ræktun ávaxtatrjáa, 2 kvöld Mánud. 11. og 18. feb. kl. 19:30 - 22:00 Verð kr. 12.800.- Ræktun berjarunna Mánud. 11. feb. kl. 17:00 - 19:00 Verð kr. 4.500.- af öllum hönskum VETRARHÁTÍÐ Í MIÐBÆNUM Dagana . – . febrúar Vertu vin u r o kkar á Faceb o o k Verðhrunið er hafið 60-70% afsláttur af öllum fatnaði og skóm! Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.