Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 24
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Í umræðu um stjórnar- skrárfrumvarpið er því iðulega haldið fram að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spill- ingu með auknu vægi persónukjörs. Þetta endur speglast m.a. í Kögunarhóls pistli hér í blaðinu 26. janúar sl. undir þeirri afdráttar- lausu millifyrirsögn „Meiri spilling“. Eru þetta einhlítar niðurstöður og traustar rannsóknir? Að mati undirritaðs er svarið nei. Þvert á móti benda vandaðar rannsóknir fremur til þess að þar sem er persónu- kjör sé spilling minni en ella, þvert á fullyrðingar hér innan- lands. Þetta er rökstutt í erindi til stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis sem finna má á vefsíðunni http://thorkellhelga- son.is/?p=1844 en niðurstaðan er reifuð í þessari blaðagrein. Hæpin tölfræði Í fræðimannaumræðunni er einkum vísað í grein eftir stjórnmálafræðingana Eric C.C. Chang og Miriam A. Golden með heitinu „Electoral Systems, District Magnitude and Corrup- tion“ til sönnunar fullyrðing- unni um samhengi persónukjörs. Í upphafi greinarinnar viður- kenna höfundar að vísu að fyrri rannsóknir hafi bent til þess að þessu sé öfugt farið, að saman fari spilling og raðaðir listar, þ.e.a.s. án persónukjörs. En umrædda fræðimenn fýsir að komast að hinu gagnstæða, þ.e.a.s. að þeirri niðurstöðu sem hampað er hérlendis. Til þess beita þeir tölfræði á safn rúm- lega fjörutíu meintra lýðræðis- ríkja. Mælikvarði á spillingu sem þeir nota er frá samtökun- um Transparency International. Hann er ekki einskorðaður við spillingu í stjórnmálum einum heldur líka og ekki síður í við- skiptalífinu, en skárri alþjóð- legan mælikvarða finna þeir ekki. Því má skjóta inn í að spill- ing á Íslandi var á þessum sama mælikvarða talin ein hin minnsta í heimi allt fram að hruni, á góðu árunum svokölluðu! Tölfræðin hjá Chang og Golden er bág- borin enda eru örfá til- felli í hverjum hópi umræddra ríkja þegar búið er að skipta þeim eftir stigi persónukjörs og flokka síðan eftir kjördæmastærð. En sé greinin engu að síður tekin alvarlega getur hún engan veginn talist sönnun þeirrar fullyrðingar að persónu- kjör bjóði upp á spillingu. Niður- staðan er öndverð: Að það sé minni spilling þar sem saman fer persónukjör en þar sem list- ar eru raðaðir og lítt breytan- legir, a.m.k. svo lengi sem kjör- dæmi eru skaplegrar stærðar. Bitastæðari fræðimennska Sænski hagfræðinginn Torsten Persson og ítalskur kollegi hans, Guido Tabellini, hafa gert mun vandaðri greiningu á fyrirbær- inu spilling og persónukjör en fyrrgreindir Cheng og Golden. Þetta kemur fram í bók þeirra The Economic Effects of Con- stitutions (MIT-Press, 2005). Hagfræðingarnir hafa fleiri ríki undir og gera ítarlegri greinar- mun á ríkjunum eftir lýðræðis- legum þroska þeirra. Þeir Persson og Tabellini kom- ast að þeirri meginniðurstöðu að þar sem kjósendur velja ein- staklinga sé spilling minni en þar sem þeir merkja við lokaða flokkslista. Þeir tala meira að segja um fimmtungi minni spill- ingu þar sem allir þingmenn eru valdir persónukjöri í saman- burði við hinar öfgarnar, allir valdir af lokuðum listum. Þor- valdur Gylfason fer ítarlega yfir niðurstöður Perssons og Tabell- inis í nýlegu Dv-bloggi. Persónukjör í hófi Upprunalegar tillögur stjórn- lagaráðs um persónukjör fela í sér að allir listar skuli vera óraðaðir í raun, þ.e.a.s. alfarið persónukjör. Þetta hefur sætt gagnrýni fyrir það að of langt sé gengið. Nú hefur meirihluti stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis brugðist við og lagt til að farið verði hægar í sakirnar. Meginbreyting nefndar innar er sú að flokkarnir geti sjálfir ákveðið hvort listar þeirra teljist raðaðir eða órað- aðir. Þannig geta flokkar sem vilja treysta á eigin prófkjör haldið sig við raðaða lista um leið og aðrir flokkar kunna að leyfa kjósendum sínum að velja frambjóðendur af hlaðborði í kjörklefanum. Svipað valfrelsi hefur verið í Danmörku í rúman aldarfjórðung. Fyrst voru flestir listar raðaðir en nú hefur þetta snúist við. Breytingartillagan ætti að geta orðið til sátta og ber að fagna henni þó ekki væri nema af þeirri ástæðu. Hver dæmir? Umsagnir fræðimanna geta vissulega leitt til endurbóta á stjórnarskrárfrumvarpinu. En fræðimenn mega ekki vera með einhliða hræðsluáróður þar sem máli virðist í sumum tilvikum mjög vera hallað. Allt orkar tvímælis þá er gert er, líka það að innleiða virkt persónukjör. En hverjir eru þess umkomnir að segja hvað sé þjóðinni fyrir bestu? Eru það fræðimenn eða fólkið sjálft og kjörnir fulltrúar þess? Er það fræðimanna að hafa vit fyrir 78% íslenskra kjósenda, þeim sem tóku afstöðu í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 20. október sl. og lýstu yfir stuðningi við þá nýbreytni að fá að velja sér þing- menn við kjörborðið? Leiðir persónukjör til spillingar? Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfja- eftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Frétta- blaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. L a nce A r mstrong hefur nú viðurkennt lang- varandi lyfja misnotkun. Alþjóðahjólreiðasambandinu hefur verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum ef grunur um stuðning sambandsins við hann sannast. Íþrótta- og Ólympíu- nefnd Íslands gæti verið í sömu hættu. Árið 2001 benti ég á íhlut- un forystu ÍSÍ í lyfjamál og brot á alþjóðareglum. Ég veit ekki um endurbætur og tel sjálfsagt að rifja upp. Lyf eru sett á bannlista þegar þau hafa verið misnotuð til að auka árangur í keppni. Flest þessi lyf getur þurft að nota í lækn- ingaskyni. Á listanum eru m.a. hjartalyf og insúlín. Undanþágu er hægt að fá til notkunar lyfja, jafnvel testósteróns og amfeta- míns, ef ítarlegar upplýsingar um sjúkdóm eru settar fram í umsókn og teknar til greina af viðkomandi læknanefnd. Astma- lyf voru sett á listann 1993 en allt að 80% íþróttamanna á Ólympíu- leikum þóttust þurfa þau, sem er ekki trúlegt. Í febrúar árið 2001 fannst hér astmalyf í sýni einstaklings sem við sýnistöku hafði neitað töku allra lyfja og ekki beðið um undan þágu. Við þessu var tveggja ára keppnisbann eins og á öðrum lyfjum en ákvæði um astmalyf voru sérstaklega FEITLETRUÐ í reglum Alþjóðasérsambandsins. Áfrýjun árangurslaus Á þeim tíma (en ekki lengur) var hægt að fá mildun dóms ef sann- færandi gögn væru síðar lögð fram, en það var aldrei án refs- ingar. Samvinna náðist ekki og því kært til Lyfjadómstóls. Eftir álit bæði þáv. og núv. forseta ÍSÍ, sem og fleiri, var sýknað og áfrýj- un varð árangurslaus. Þetta fyllti mælinn í endurteknum afskiptum og undirritaður taldi sig knúinn til afsagnar með bréfi til íþrótta- hreyfingarinnar dags. 11. júlí 2001 með ítarlegum skýringum. Síðar sagði annar reynslumikill nefndarmaður af sér. Þetta varð frétt og varaforseti hóf blaðaskrif og ásakaði mig um vanþekkingu. Í afsögn minni benti ég á hvern- ig þáverandi forseti (og fl.) bland- aði sér í fyrsta sinn í lyfjadóms- mál. Hann hafnar því í grein í Mbl. 14. ágúst 2001. Óbein viður- kenning kemur hins vegar fram í 3. málsgrein bókunar hans á fundi framkvæmdastjórnar 16. ágúst 2001. Þar segir að hann hafi í „almennum umræðum“ leyft sér að hafa skoðun á því „að gera þurfi greinarmun í kröfu- gerð og viðurlögum, þegar um er að ræða annars vegar íþróttafólk sem staðið er að því að neyta lyfja, beinlínis til að bæta árangur sinn með óheiðarlegum hætti, eða hins vegar þegar um er ræða íþrótta- mann eða konu, sem tekur lyf eins og astmalyf vegna sjúkdóms að læknisráði.“ Þetta ítrekaði hann hátt og skýrt. Tveir stjórnar- menn tóku undir. Stjórnarmaður hefur viðurkennt að það hafi verið „hiti“ í umræðum. Sá hiti barst til Heilbrigðisráðs og nefndarmaður man vel þrýsting til að ákæra ekki sem þýddi þöggun sem nokkrir nefndar menn vildu hlýða. Samt var kært, en undrun allra var mikil þegar dómstóllinn sýknaði. Í 6. málsgrein fyrrnefndrar bókunar þáv. forseta kemur fram að hann hafi ætlað sér einum sam- kvæmt „samkomulagi“ að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Viðbrögð hans koma vel fram þegar ég upp- lýsti að ég yrði við ósk frétta- manns um viðtal. Sannleiksástin víkur Í fundargerð framkvæmda- stjórnar 16. maí 2001 undir for- ystu þáverandi varaforseta kemur fram að ég sé óánægður með dóma í fjórum málum og segi frá áfrýjunar möguleikum. Kemur fram að eðlilegt sé að hafa þá „samráð“ við forystu ÍSÍ. Í reglum Heilbrigðisráðs var skýrt tekið fram að það gæti áfrýjað sem var gert. Í fundargerð 21. júní er bókað að forseti harmi að ekki hafi verið haft samráð við forystu ÍSÍ eins og „samþykkt“ hafi verið! Vilja þáverandi forseti og skýra betur „enga íhlutun“? Þáttur þáv. formanns viðkom- andi sérsambands og núverandi formanns ÍSÍ hefur ekki áður verið skýrt settur fram en hann lýsti strax óánægju þegar honum var skýrt frá þremur málum skjólstæðinga sinna en sérstak- lega aðalmálinu en afstaða hans til lyfjaeftirlits var þekkt frá 1999. Í grein í Mbl. 20. apríl 2002 heldur Lyfjadómstóll ÍSÍ því fram að aðeins undirritaður og talsmenn ákærðu hafi haft áhrif á störf eða niðurstöðu dóms- ins. Þar víkur sannleiksástin. Eins og ég segi í grein í Mbl. 23. apríl 2002: „Í upphafi dómhalds- ins leyfði dómforseti lögfræð- ingi að ávarpa réttinn þó sá ætti ekki aðild að málinu.“ Þetta var þrumuræða núverandi forseta ÍSÍ gegn ákæru. Stjórnvöld eru endanlega ábyrg fyrir lyfjafræðslu og eftirliti innan síns lands. Stjórnvöld hér veita nú um 12 milljónir árlega til ÍSÍ til lyfjaeftirlits og fræðslu þ.e. um 140 milljónir frá ofannefndum tíma. Tímabært hlýtur að vera að grannskoða starfið og athuga hversu mörg mál hafa verið þögg- uð niður eða dómum hagrætt í samræmi við „vel heppnaða“ fyrri starfshætti. Ég hélt áfram starfi í Lækna- nefnd Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins og fjallaði m.a. um hundruð undanþágubeiðna. Mér var falið að skrifa bókarkafla og tímaritsgrein um lyfjamál. Þess- ari vanþekkingu minni var síðar dreift til 212 aðildarlanda sam- bandsins. Fv. varaforseti á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, fv. varastjórnarmaður ÍSÍ, fv. formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, fv. formaður Laganefndar ÍSÍ, fv. formaður Læknaráðs Ólympíunefndar Íslands, fv. formaður Heilbrigðisráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lance Armstrong og ÍSÍ NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Þorkell Helgason fv. fulltrúi í stjórn- lagaráði ➜ Allt orkar tvímælis þá er gert er, líka það að innleiða virkt persónukjör. En hverjir eru þess umkomnir að segja hvað sé þjóðinni fyrir bestu? Eru það fræðimenn eða fólkið sjálft og kjörnir full- trúar þess? LYFJAEFTIRLIT Birgir Guðjónsson læknir ➜ Tímabært hlýtur að vera að grann- skoða starfi ð og athuga hversu mörg mál hafa verið þögg- uð niður eða dómum hagrætt í samræmi við „vel heppnaða“ fyrri starfshætti. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.