Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 16
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR |16 Mikilvægt er að hafa réttan búnað með í gönguferðir að vetrar lagi, að sögn Jónasar Guð- mundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg. „Þeim fjölgar sífellt sem stunda göngur að vetrarlagi og það er vel en það þarf að hafa í huga að bún- aður í slíkar ferðir þarf að vera réttur. Á veturna þarf oft að vera með mannbrodda og ísöxi og allt- af ef haldið er til fjalla. Það hefur borið á því að göngumenn láti duga að nota svokallaða hálku- brodda en notkun slíkra brodda til fjalla gerir ekkert annað en að bjóða hættunni heim. Sú hætta felst meðal annars í því að á hálkubroddum getur göngumaður gengið inn á svæði sem eru erfið yfirferðar og lent þar í sjálfheldu eða dottið án þess að geta stöðv- að sig. Hálkubroddar í fjallgöngu veita falskt öryggi,“ segir Jónas. Hann getur þess að mann- broddar sem ætlaðir eru til gönguferða í vetraraðstæðum séu sérstaklega hannaðir til notkunar til fjalla auk þess sem festingar á þeim séu öruggari en á hálku- broddum. „Með ísöxi er hægt að höggva spor í snjóinn ef á þarf að halda og án hennar er líklegast erfitt að stöðva sig ef maður fellur í hálli fjallshlíð. Það er í raun betra að vera eingöngu með ísöxi en að nota hálkubrodda.“ Ferðaáætlun á alltaf að skilja eftir hjá aðstandendum. Það má einnig gera á www.safetravel.is, vefsíðu sem rekin er af Lands- björg, og liggur þá ferða áætlun fyrir hjá björgunarsveitum ef óhapp verður, að því er Jónas bendir á. Á vefnum er tekið fram að ekki sé fylgst með því að ferða- menn skili sér á umræddum tíma heldur sé það tengiliðs að gera slíkt. Tilkynningaþjónusta ferða- manna er hugsuð fyrir stærri og viðameiri ferðir. Þá mæta ferða- menn á skrifstofu Lands bjargar og fylla með starfsmanni út ferðaáætlun auk þess sem farið er í gegnum búnað viðkomandi. Fylgst er sérstaklega með því að ferðamenn skili sér á umræddum tíma. ibs@frettabladid.is Það hefur borið á því að göngumenn láti duga að nota svokallaða hálku- brodda en notkun slíkra brodda til fjalla gerir ekkert annað en að bjóða hættunni heim. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Réttur búnaður í göngur Svokallaðir hálkubroddar í fjallgöngu veita falskt öryggi. Sérstaklega hannaðir mannbroddar og ísöxi nauðsynlegur útbúnaður. Ferðaáætlun á að skilja eftir hjá aðstandendum. Einnig hægt á www.safetravel.is Á GÖNGU Búnaður í göngur að vetrarlagi og við vetraraðstæður þarf að vera réttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Fylgjast þarf vel með veðurspá. ■ Vatns- og vindheld hlífðar- föt þurfa að vera með í för. ■ Gönguskór eiga að vera hálfstífir svo hægt sé að festa á þá mannbrodda. ■ Ísöxi þarf að vera hluti af búnaði. ■ Snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðaleitarstöng eru nauðsynlegur búnaður. ■ Skilja þarf eftir ferða- áætlun. Fleiri upplýsingar um undirbúning er að finna á www.safetravel.is. Undirbúningur fyrir göngu að vetri ASÍ varar neytendur við að versla í verslunum Hagkaups, Kosts, Nóa- túns og Víðis. Í fréttatilkynningu frá ASÍ segir að þessar verslanir neiti allar að veita neytendum eðlilegar og sjálf- sagðar upplýsingar um verðlag í verslunum sínum með því að vísa verðtökufólki frá Verðlagseftirliti ASÍ út úr verslunum sínum. Í tilkynningunni segir að ætla megi að verslanirnar leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka full- trúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálf- sögðu aðhalds- og upplýsinga- hlutverki sínu. Bent er á að Verðlagseftirlitið gegni nú mikilvægu hlutverki við eftirfylgni með samkomulagi sem ASÍ og SA undirrituðu við fram- lengingu kjarasamninga þann 21. janúar síðastliðinn. Þar hafi aðil- ar verið sammála um að beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar verð- lags, meðal annars með aukni aðhaldi að verðhækkunum. Jafnframt segir að með þessu séu launafólki sendar kaldar kveðjur. Á Vísi er haft eftir rekstrar stjóra Nóatúns, Bjarna Friðrikssyni, að ASÍ sinni ekki athugasemdum við villur í niðurstöðum. ASÍ varar við viðskiptum við nokkrar verslanir: Vísa verðtökufólki frá MATVÖRUVERSLUN ASÍ segir launa- fólki sendar kaldar kveðjur. Notendur Bland.is geta nú selt vörur sínar með uppboðs- fyrirkomulagi. Söluaðilum gefst jafnframt kostur á að setja inn svokallað „Kaupa núna-verð“. Það felur í sér að uppboðið fellur niður um leið og einhver vill tryggja sér vöruna á fyrir fram ákveðnu lágmarksverði, að því er segir í fréttatilkynningu. Til þess að tryggja öryggi í viðskiptum á vefsvæðinu býður Bland.is upp á að notendur auðkenni sig gagn- vart rekstraraðila vef- svæðisins. Þrátt fyrir auðkenninguna geta notendur áfram notið nafnleyndar gagn- vart öðrum gestum. Skráðir notendur eru rúmlega 200 þúsund. Í hverri viku nýta 118 þúsund notendur sér kosti vef- svæðisins. Vörur seldar á upp- boði á Bland.is CE-merkið er skilaboð framleið- enda til eftirlitsaðila um að varan uppfylli þær reglur og þá staðla sem um hana gilda. Merkingin er ekki gæðastimpill, að því er segir í frétt á vef Neytendasam- takanna. Þar er greint frá því að Evrópusamtök neytenda og samstarfsvettvangur evrópskra neytendasamtaka um staðla- starf hafi opinberlega gagnrýnt herferð Evrópusambandsins sem snýr að leikfangaöryggi. Í herferðinni er mikið lagt upp úr því að CE-merkið sé trygging neytenda fyrir því að leikfang sé öruggt. Samtökin benda hins vegar á að þar sem ekkert óháð eftirlit fari fram á vörum sem bera CE-merkið sé ekki um neina slíka tryggingu að ræða. Bent er á að á þessu ári hafi þegar borist 250 tilkynningar um hættuleg leikföng í gegnum RAPEX-tilkynn- ingakerfið. Nær öll þessi leikföng bera CE-merkið. CE-merkingin er ekki gæðastimpill 15% afsláttur Gildir út febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.