Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 29
NÝTT ANDLIT CHANEL Brasilíska fyrirsætan Gisele Bündchen er nýtt andlit Chanel-snyrtivara. Bündchen á að baki farsælan feril sem ofurfyrirsæta en hún er 32 ára. Meðal frægra hönnuða sem hún hefur starfað fyrir eru Versace og snyrtivörufyrirtækið Max Factor. Þá hefur hún verið andlit verslanakeðjunnar H&M. Ég átti bara stutta litríka kjóla, stutt-buxur og bikiní,“ segir Þórunn Ívarsdóttir, fatahönnuður og tísku- bloggari, hlæjandi. Hún er nýflutt heim frá Bandaríkjunum þar sem hún bjó meðal annars í sólinni í LA. „Uppáhalds- flíkin mín í dag er þykk kápa sem ég keypti úti, nú kemur hún sér vel,“ segir hún. Í Los Angeles var Þórunn meðal annars nemi hjá tískumerkjunum Nasty Gal og Glamhouse og segir það hafa verið dýrmætan skóla og skemmtilega lífsreynslu. „Þetta var rosalega gaman. Ég vann bæði með hönnuðunum og framleiðendum og fór með hönnuð- unum á fundi með viðskiptavinum. Glamhouse hannar fyrir stjörnur eins og Kim Kardashian og Nichole Richie og ég vann einmitt við skartgripalínur fyrir þær,“ segir Þórunn og viðurkennir að sakna sólarinnar í LA. Hún saknar þó ekki glamúrsins. „Lífið úti í LA er mikið djamm og partý í kringum fræga fólkið. Ég fann mig aldrei í því. Ég var bara dugleg stelpa heima að læra. En ég elskaði borgina og hef búið í New York og LA, Washington DC og Chicago, sem var æðislegt. En það er gott að vera komin heim. Nú bý ég bara heima hjá mömmu og pabba í gamla herberginu mínu og það bíða mín ellefu kassar af fötum sem ég get ekki tekið upp úr,“ segir hún og giskar á að hún eigi milli 60 og 70 kjóla. „Það eru þeir sem eru í gangi núna. Svo á ég mikið sem ég hef aldrei farið í, kjóla sem bíða bara eftir rétta partíinu,“ segir hún og hlær. Þórunn heldur úti tískublogginu double-pizzazz.com og segist hálfgerður fulltrúi úthverfaskvísunnar. Hún setur inn færslur minnst þrisvar í viku og er að leita sér að íslenskum samstarfsaðilum. „Úti eru tískubloggin svo þekkt menn- ing að þar er bloggurum boðið á við- burði og þeim sendir hlutir til að fjalla um og fleira en hér heima er þetta ekki eins. En það eru alltaf að stoppa mig stelpur úti á götu sem lesa bloggið mitt sem er æðislega gaman. En ég er ekki þessi miðbæjartýpa, frekar fulltrúi út- hverfaskvísanna,“ segir hún hlæjandi. „En ég reyni að höfða til allra.“ ■ heida@365.is ÞREYTT Á GLAMÚRNUM TÍSKA Þórunn Ívarsdóttir fatahönnuður heldur úti tískublogginu double- pizzazz.com. Hún er nýflutt heim frá Bandaríkjunum þar sem hún vann meðal annars fyrir Nasty Gal og Glamhouse. Kuldinn kallar á nýtt í fataskápinn. SAKNAR SÓLAR- INNAR Þórunn Ívars- dóttir fatahönnuður og tískubloggari saknar ekki glamúrlífsins í LA þar sem hún bjó í tvö ár. Hún saknar þó sólar- innar enda á hún fullan fataskáp af stuttbuxum og litríkum kjólum. MYND/ANTON KÍKTU Á BLOGGIÐ www.double- pizzazz.com/ og líka á Facebook. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-14 virka daga. NÝJIR GLÆSILEGIR AÐHALDSUNDIRKJÓLAR BRÚÐKAUPSGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum boðumtil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.