Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 22
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttar- dómarar sakborninga af ákæru um kyn- ferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kyn- ferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skiln- ing alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætl- unin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skil- greining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kyn- frelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferð- islegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðis- afbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð við- brögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinn- ing um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðis- afbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kven- frelsisbaráttu og sýna skýran vilja lög- gjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kyn- frelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sér- staklega hvattir til að mæta. Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur DÓMSMÁL Steinunn Rögnvaldsdóttir talskona Femín ista- félags Íslands ➜ Hér var brotið á kynfrelsi þol- anda, en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum at- höfnum.Aðalfundur Aðalfundur Hestamannafélagsins Kjóavöllum verður haldinn 14.02. 2013 kl. 20.00 í veislusal reiðhallarinnar í Glaðheimum. Dagskrá er eftirfarandi sbr. 7. gr. laga félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla um störf félagsins á árinu lögð fram og kynnt. 3. Reikningar félagsins skýrðir og lagðir fram til samþykktar. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðenda/skoðunarmanna. 6. Tilnefningar í nefndir. 7. Fjárhagsáætlun lögð fram. 8. Ný lög fyrir félagið lögð fram til samþykktar. 9. Kosning um nafn félagsins. 10. Önnur mál, sem félagið varðar. Mjög mikilvægt er að félagsmenn mæti þar sem á fundinum verður fjallað um atriði sem varða framtíð félagsins. Stjórn Hestamannafélagsins Kjóavöllum. J afnlaunavottunin, sem stéttarfélagið VR kynnti í fyrradag, er mikilvægt skref í átt til þess að uppræta launamun kynjanna. Þetta er gott framtak hjá félaginu, sem lengi hefur barizt fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að karlar og konur fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Jafnlaunavottun hefur verið býsna lengi í umræðunni. Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, varpaði því fram fyrir átta árum að óháð vottun á því að fyrirtæki greiddu körlum og konum sömu laun væri sterkt vopn gegn launamuninum. Talsvert var unnið í málinu árin 2005 til 2008 en svo var það lengi í hægagangi. Eftir mikið vafstur kom Staðlaráð Íslands loksins saman opinberum jafnlaunastaðli seint á síðasta ári. Það var út af fyrir sig heilmikill áfangi. Staðallinn er hins vegar lítils virði nema fyrirtæki og stofnanir geti fengið aðstoð við að innleiða hann og óháða vottun á að þau standist kröfur hans. VR hefur tekið að sér að vera milliliður um þetta og kemur fyrirtækjum sem leita til félagsins í samband við British Standards Institution (BSI) á Íslandi, viðurkennt vottunar- fyrirtæki. Mikilvægi vottunar af þessu tagi er margþætt. Tilvist hennar þýðir að ábyrgðin á því að uppræta launamuninn er sett í fangið á fyrirtækjum og stofnunum, þar sem hún á heima. Það er ekki síður ástæða til þess að opinberar stofnanir sækist eftir vottuninni en einkafyrirtæki, enda sýna launakannanir að launamunurinn er ekki síður vandamál hjá hinu opinbera en einkageiranum, jafnvel frekar í seinni tíð. Með jafnlaunavottuninni fá líka vinnuveitendur sem vilja gera vel kærkomið tæki í hendurnar til að taka út launakerfið hjá sér. Til að geta tekið upp jafnlaunastaðalinn þurfa fyrirtæki að móta launastefnu, ákveða launaviðmið, flokka störf samkvæmt opinberri starfaflokkun og gera kerfisbundna launagreiningu. Þannig hefur jafnlaunavottunin í för með sér einhverja fyrirhöfn og kostnað fyrir fyrirtækin en á móti ætti hún að veita þeim samkeppnisforskot. Hæfasta starfsfólkið, ekki sízt vel menntaðar konur sem streyma nú út úr háskólum landsins, er líklegra til að vinna hjá fyrirtækjum sem mismuna starfs- mönnum ekki eftir kyni. Neytendur eru sömuleiðis líklegri til að vilja skipta við slík fyrirtæki en þau sem láta sig jafnréttið litlu skipta. Gera verður ráð fyrir að stéttarfélögin, til dæmis VR, sjái um að veita fyrirtækjum og stofnunum það aðhald sem þau þurfa. Eftir nokkur misseri þarf VR til dæmis ekki lengur að láta duga að vekja athygli á launamuninum í sjónvarpsauglýsingum, félagið getur birt lista yfir fyrirtækin sem hafa tekið til hjá sér og fengið jafnlaunavottun. Launamunur kynjanna, margstaðfestur með margvíslegum könnunum, er smánarblettur á íslenzku samfélagi. Nú hafa þeir sem hingað til hafa sagzt vilja uppræta hann fengið í hendur tæki til að láta aðgerðir fylgja orðum og láta verkin tala. VR kynnir jafnlaunavottun: Tækifæri til að láta verkin tala Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Ha? Árni Páll Árnason ætlar ekki að setj- ast í ríkisstjórn þótt hann sé orðinn formaður Samfylkingarinnar. Líklega finnst honum óskynsamlegt að hringla mikið í ráðherraliðinu örfáum vikum fyrir kosningar, enda nefnir hann mikilvægi stjórnfestu sem aðra meginástæðu ákvörðunarinnar. Hina ástæðuna segir hann vera „þá nauðsyn að finna fyrir- heitinu um ný vinnubrögð og hreinskiptin stjórnmál farveg í verkum Samfylkingarinnar við landsstjórnina“. Getur einhver útskýrt hvað þetta þýðir og hvernig það tengist þessari ákvörðun? Ætli Árni Páll geti það sjálfur? Skuggastjórnandinn Engu að síður má kannski líta á Árna Pál sem einhvers konar skugga- forsætisráðherra fram að kosn- ingum, enda segist hann munu leiða stefnumörkunarvinnu þess flokks sem leiðir ríkisstjórnina. Varla verða margar risavaxnar ákvarðanir teknar af hálfu Samfylkingarinnar á vett- vangi ríkisstjórnarinnar án þess að þær hafi hlotið blessun formannsins. Tvö nýjustu dæmin Þessi staða er óvenjuleg– að for- maður stjórnarflokks gegni ekki ráðherraembætti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti sem ráðherra í mars 2009 en var þó formaður í Samfylkingunni að nafninu til í tuttugu daga. Þar á undan reiknast mönnum til að leita þurfi 22 ár aftur í tímann– til vormánaða ársins 1991– eftir næsta dæmi. Þá var Davíð Oddsson for- maður Sjálfstæðisflokksins í hálfan annan mánuð fram að kosningum og var ekki ráðherra á meðan. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.