Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 54
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46
Rætt er um ritskoðun á klámi.
Sumir súpa hveljur og segja að
vor ráðherra ætli að setja reglu-
verk um gamla góða inn-út-inn-út.
Aðrir hafa áhyggjur af því hvers
landið okkar skuli gjalda, fyrst
gjaldeyris höft og nú klámbann.
Nú er ekki tíminn til að ofanda.
Umræða um klám er af hinu góða.
Við erum að vekja hinn sofandi
gagnrýnanda sem setur spurning-
armerki við hvers konar samskipti
við viljum eiga hvert við annað og
hvað við viljum kenna börnunum.
Auðvitað er klám og klám ekki
það sama. Mitt klám kann að mis-
bjóða þér og öfugt. Ég er sátt svo
lengi sem klámið brýtur ekki lög,
er framleitt í umhverfi sem fer vel
með leikarana og það sé skýrt að
hér séu allir samþykkir og tungu-
málið er eftir því. Leikararnir
spyrja hver annan blíðlega hvort
þetta sé gott og þiggja gjarnan
leiðbeiningar frá kynlífsfélaganum
um hvað megi betur fara. Enginn
geltir skipanir eða svívirðingar
eða fær brund í augað, nema það
gerist algjörlega óvart.
Sumir segja að það megi færa
rök fyrir því að klám í sjálfu sér sé
ekki slæmt og er háð túlkun hvers
og eins. Þá er gjarnan tekið dæmi
um aðra hluti sem má misnota
og fólki bent á að ekki fari allir
illa út úr neyslu á til dæmis sykri
eða áfengi. Ég tek undir það, en
minni á að hér erum við með hlut,
kynlíf, sem fólk er hrætt við, það
hvorki þorir né kann að tala um
það. Okkur er ekki tamt að tala for-
dómalaust um kynlíf. Það er eitt-
hvað sem mætti skoða ef umræð-
an á að þroskast og skila okkur
farsælli niðurstöðu. Við þurfum að
bera virðingu fyrir vali hvers og
eins, innan löglegra og skynsam-
legra marka.
Ég held það myndi reynast
okkur erfitt að banna klám og
er ekki viss um að það sé leiðin
sem við viljum fara. Ég vil að við
styrkjum einstaklinginn í því að
vera skynsamur og gagnrýninn í
sinni neyslu. Aukum fræðslu og
fordómalausa umræðu. Kennum
börnum að virða tilfinningar sínar
og annarra. Styrkjum þau í að
standa með sjálfum sér og meina
það sem þau segja, og segja það
sem þau meina.
Búum til samfélag sem kýs að
sjá kynlíf frá fleiri hliðum en ein-
göngu út frá snertingu kynfæra.
Göngum jafnvel lengra og bendum
á gott klám, eins og frændur
okkar Svíar hafa gert og framleitt.
Gefum einstaklingum verkfærin
til að stýra sínu eigin kynlífi og
treysta því að hann sjái fegurðina
og húmorinn í því að njóta kyn-
lífs með öðrum einstaklingi á
jafnréttis grundvelli. Með aukinni
fræðslu og sjálfsstyrkingu byggj-
um við grunn að sterkum einstak-
lingi og vinnum um leið á ótal þjóð-
félagsmeinum.
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
„Þetta er vissulega takmarkaður
markaður en fólk áttar sig samt
ekki á því hvað fyrirburafæð-
ingar eru algengar. Rúm 6 pró-
sent fæðinga hérlendis eru fyrir-
burafæðingar og heil 12 prósent
í Bandaríkjunum. Samt eru bara
örfáir fataframleiðendur í heim-
inum sem sinna þessum hópi,“
segir Berglind Baldursdóttir.
Berglind byrjaði í síðustu viku
að selja fyrirburafatnað undir
merkinu Tamiko, en mikil þörf
hefur verið hérlendis, sem og
víðar, á fötum í nægilega litlum
stærðum til að passa á fyrirbura.
Um tvö ár eru síðan Berglind hóf
að hanna línuna og er hún búin að
verja miklum tíma í öll smáatriði.
„Fyrsta hálfa árið fór bara í að
lesa mér til. Upphaflega ætlaði
ég bara að bæta örlítið við Baby
Grappling-barnafatalínuna mína
en eftir tveggja daga rannsókn-
ir sá ég hversu mikil þörf var á
fyrirburafatnaði svo ég ákvað að
einbeita mér að honum. Áður en
ég fór af stað í hönnunina hitti
ég nokkra foreldra fyrirbura og
fór á nýburagjörgæsluna til að fá
álit þeirra sem þekktu til á því
hvernig fötin þyrftu að vera,“
segir Berglind. „Ég er oft spurð
að því hvort ég eigi fyrirbura
sjálf og hafi þess vegna leiðst
út í þetta, en það er ekki málið.
Ég datt bara alveg óvart inn í
þennan heim,“ bætir hún við, en
í gegnum hönnun línunnar hefur
Berglind meðal annars leiðst inn
í styrktarfélagið Líf, sem er til
handa langveikum börnum, og
situr þar í fjáröflunarnefnd.
Fyrirburar þurfa oftar en ekki
að vera tengdir við vélar fyrstu
daga lífs síns og taka allar flíkur
Tamiko-línunnar mið af því.
Lítið gat er á hlið þeirra fyrir
snúrurnar sem börnin þurfa oft
að vera tengd við og auk þess er
allur fatnaðurinn mjög opnan-
legur. Notuð er þynnri bómull en
í venjuleg barnaföt og mikið er
lagt upp úr því að hafa fötin sem
þægilegust fyrir börnin. „Allar
myndir á flíkunum eru prentað-
ar á með mjúku prenti svo þær
þola mikinn þvott og eru ekki
með þessu harða og óþægilega
bak spjaldi sem er oft á barna-
fötum,“ segir Berglind en allar
myndirnar eru sérteiknaðar
fyrir hana með það fyrir augum
að þær endurspegli ást, kærleika
og hlýju. Fötin koma í stærðum
38, 44 og 50 og er til sölu í Móður-
ást í Kópavogi og á Amazon í
Bretlandi en reiknað er með að
þau komi inn á ameríska Amazon
síðar í mánuðinum.
tinnaros@frettabladid.is
Hannar og framleiðir
minnstu föt landsins
Berglind Baldursdóttir hefur varið tveimur árum í að hanna fyrirburafatnað sem er nú kominn í verslanir.
PÍNULÍTIL FÖT Tamiko-fyrirburafötin eru í stærðum 38, 44 og 50 og sérhönnuð
fyrir pínulítil börn sem þurfa að verja fyrstu dögum lífs síns tengd við vélar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Flestir notendur Facebook-sam-
skiptavefsins taka sér endrum
og eins pásur frá því að heim-
sækja síðuna, ef marka má nýja
rannsókn hinnar bandarísku
Pew-félagsfræðirannsóknar-
stöðvar.
Um það bil tveir þriðju Banda-
ríkjamanna á fullorðinsaldri
nota Facebook reglulega. Niður-
stöður rannsóknarinnar leiddu
í ljós að 61% þeirra hefur tekið
sér pásur frá síðunni í lengri
eða skemmri tíma, þær lengstu í
nokkrar vikur.
Algengustu ástæður hvíldar-
innar voru tímaskortur, áhuga-
leysi á síðunni og sú tilfinning
að Facebook væri mikill tíma-
þjófur.
Um fjögur prósent þátt-
takenda í rannsókninni höfðu
áhyggjur af því að einkalíf
þeirra væri í hættu sem skráðir
Facebook-notendur.
Flestir taka sér
Facebook-pásu
FACEBOOK Tímaskortur er ein ástæðna
fyrir Facebook-pásum.
Berglind setti fyrirburalínuna á
markað undir heitinu Tamiko.
Nafnið er japanskt stúlkunafn
og merkir fallegasta barnið. „Ég
vaknaði einn daginn og ákvað
að nafnið á línunni ætti að byrja
á Ta. Þaðan lagðist ég í Google-
vinnu og endaði á japanskri
barnanafnasíðu. Þar fann ég
nöfnin Tamara og Tamiko og
fannst þau bæði ótrúlega falleg.
Ég valdi svo það síðara út af
merkingunni,“ segir Berglind.
Tamiko japanskt
stúlkunafn
Sjálfstyrking
gegn klámi
Sigga Dögg veltir fyrir sér öðrum úrræðum en því að
banna klám og segir umræðu um klám af hinu góða.
ÞJÓÐFÉLAGSLEGT MEIN? Sigga Dögg
veltir fyrir sér öðrum úrræðum en því
að banna klám. NORDICPHOTOS/GETTY
GUNNAR NELSON 16. febrúar
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone
Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000
BARDAGI ÁRSINS!
Taugarnar verða þandar á Wembley Arena 16. febrúar þegar Gunnar Nelson mætir hinum
þrautreynda bardagamanni Jorge Santiago í UFC. Misstu ekki af bardaga ársins á Stöð 2 Sport.