Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 52
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Leikkonan Kristen Wiig mun fara með hlutverk í gaman- myndinni Anchorman: The Legend Continues. Mótleikkona hennar, Christina Applegate, staðfesti fréttirnar á Twitter. Adam McKay leikstýrir myndinni sem er sjálfstætt framhald hinnar geysivinsælu gamanmyndar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, sem kom út árið 2004 og skart- aði meðal annars Will Ferrell, Christinu Applegate, Steve Carell og Paul Rudd í aðalhlut- verkum. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Thewrap.com mun Wiig leika konu sem persóna Carells, Brick Tamland, hrífst af. Myndin er væntanleg í kvik- myndahús 20. desember á þessu ári. Wiig í Anchorman 2 Kristin Wiig bætist við stórkostlegan leikarahóp. VERÐUR MEÐ Kristen Wiig fer með hlutverk í Anchorman 2. Myndin er væntanleg í lok þessa árs. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndin Zero Dark Thirty segir frá leit Bandaríkjahers að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og verður frumsýnd annað kvöld. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001 hóf Bandaríkjaher mikla leit að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída, en samtökin höfðu þá lýst yfir ábyrgð á árásunum. Söguþráður Zero Dark Thirty hefst árið 2003 og er Maya, höfuðpersóna myndarinnar, þá ný- komin til starfa hjá bandarísku leyni- þjónustunni CIA. Stuttu síðar er hún flutt um set og þá alla leið til Pakistan, þar sem hún vinnur dag og nótt ásamt öðrum leyniþjónustu- manni, Dan, við að afla upplýsinga sem gætu leitt til handtöku bin Laden. Sagan fylgir svo Mayu og Dan eftir allt til árásar dagsins þann 6. maí árið 2011. Leikstjóri Zero Dark Thirty er Kathryn Bigelow, en hún er fyrsta og jafnframt eina konan sem hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir bestu leik- stjórn. Verðlaunin hlaut hún árið 2009 fyrir kvikmyndina The Hurt Locker. Bigelow skrifaði handrit myndarinn- ar ásamt blaða manninum og hand- ritshöfundinum Mark Boal, en þau unnu einnig saman að gerð handrits The Hurt Locker. Upphaf lega fjallaði handrit Zero Dark Thirty um áratuga langa leit bandarískra stjórnvalda að bin Laden og neyddust Bigelow og Boal til þess að endur skrifa allt hand- ritið eftir að bin Laden var myrtur af bandarískum sérsveitamönnum 6. maí árið 2011. Með aðalhlutverk myndar- innar fara Jessica Chastain, sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, Chris Pratt og Joel Edgerton. Myndin fær víðast hvar góða dóma, þó eilítið slakari meðmæli frá almennum áhorfendum en frá gagn- rýnendum. Á vefsíðunni Rotten- tomatoes.com hlýtur Zero Dark Thirty 94 prósent í einkunn frá gagn- rýnendum og 84 prósent frá áhorf- endum. Á síðunni segir einn gagnrýn- andi að þó myndin bjóði upp pólitísk umhugsunarefni og spennu sé hún í heild sinni aðeins þokkaleg. Á Imdb. com fær Zero Dark Thirty 7,7 í ein- kunn og á vefsíðunni Metacritic.com gefa gagnrýnendur henni 95 pró- sent í einkunn en notendur síðunn- ar gefa henni 65 prósent. Gagnrýn- andi Empire segir Zero Dark Thirty vera grípandi og vel leikna og líkir henni við Dogma-endurgerð af Chuck Norris-kvikmynd. Það hljóta að vera bestu meðmæli sem kvikmynd getur fengið. - sm Dogma-endurgerð af Chuck Norris-mynd Zero Dark Thirty er tilnefnd til fi mm Óskarsverðlauna. Myndin er í leikstjórn Kathryn Bigelow og er frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi annað kvöld. FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR Zero Dark Thirty hefur hlotið góð meðmæli bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og er Jessica Chastain tilnefnd til verðlaunanna fyrir leik sinn. Titill myndarinnar, Zero Dark Thirty, er íðorð sem notað er í bandaríska hernum og þýðir klukkan hálf eitt að nóttu til. Zero Dark þýðir miðnætti og þegar þrjátíu er bætt við er átt við þrjátíu mínútum eft ir miðnætti. Hörkutólið Sylvester Stallone tekur yfir hvíta tjaldið um helgina í hasar myndinni Bullet to the Head. Stallone fer þar með hlutverk leigumorðingjans Jimmy Bonomo. Bonomo og félagi hans Louis höfðu ráðið spillta löggu af dögum nokkru áður og hafði Louis ekki lifað það verkefni af. Nú ætlar félagi lög- reglumannsins, Taylor Kwon, að hefna fyrir vin sinn en fyrir tilvilj- un enda þeir Kwon og Bonomo á því að snúa bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin sinn. Ævintýra- og spennu myndin Hansel & Gretel: Witch Hunters verður einnig frumsýnd um helgina. Það eru Jeremy Renner og Gemma Arterton sem fara með hlutverk systkinanna nú fimmtán árum eftir að þau voru fangar nornarinnar í piparköku- húsinu. Þau starfa nú sem sér- legir nornaveiðarar og leita uppi og drepa nornir um allan heim. Þegar bæjar stjóri þorpsins Augs- burg kallar eftir þeirra hjálp lenda þau þó í verkefni sem gæti reynst þeim ofviða. Norska myndin Kon-Tiki verður svo sýnd í Bíó Paradís og Háskóla- bíói. Myndin fjallar um náttúru- vísindamanninn og landkönnuð- inn Thor Heyerdahl. Heyerdahl ætlaði sér að sigla 8.000 kílómetra leið frá Perú til Pólynesíu á fleka smíðuðum að fyrirmynd frum- byggja. Með því vildi hann sanna að menn hefðu siglt þessa leið fyrir 1.500 árum. Myndin hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins. Spennandi helgi með söguívafi Sly Stallone, Jeremy Renner og mynd með Óskars- tilnefningu í bíó um helgina. FULLORÐIN HANS OG GRÉTA Í myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters eru þau systkini orðin fullorðin og fara um heiminn til að drepa nornir. 4 REYKJAVÍK | SÍMI 568 3080 | WWW.BARDINN.IS – Síðan 1941 – SKÚTUVOGI 2 | 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.