Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 44
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36MENNING TÓNLIST ★★★★★ Megumi Masaki ásamt fleirum Myrkir músíkdagar HARPA 3. FEBRÚAR Í myrkri ljóssins: Ný tækni í flutningi lifandi tónlistar. Þetta var yfirskriftin á tónleikum með píanóleikaranum Megumi Masaki á Myrkum músíkdögum á sunnudaginn. Titillinn vísaði til eins verksins á efnisskránni sem heyrðist þar í fyrsta sinn opin- berlega. Það var eftir Kjartan Ólafsson og var fyrir klarinettu, píanó og rafhljóð. Catherine Wood lék á klarinettuna og var þetta eina atriðið sem hún kom fram í. Leikur hennar var tilfinninga- þrunginn og hrífandi. Tónlistin var líka þéttofin og margbrotin. Atburðarásin var hröð, áferðin glansandi eins og svo margt eftir Kjartan. Undir lokin róaðist músíkin, varð nánast rómantísk. Það var fallegt. Þetta var glæsileg tónsmíð. Masaki er prýðilegur píanó- leikari. Ásláttur hennar var mjúk- ur og hljómfagur, snarpur þegar við átti, léttur og leikandi. Annað á tónleikunum kom sömuleiðis vel út. Touch eftir Keith Hamel var spennandi að upplifa. Masaki spilaði ekki bara á píanóið, heldur sveiflaði einnig höndunum fyrir ofan hljómborðið. Myndavél nam þessar hreyfing- ar og umbreytti þeim í ójarðnesk hljóð. Og píanótónarnir sjálfir fór líka inn í tölvukerfið með hjálp míkrófóna. Þar urðu þeir að alls konar öðruvísi hljómum. Listrænt séð var útkoman nokkuð nýaldarleg, og kannski eilítið langdregin. Samt var þetta frábær viðbót það sem píanó- leikarar hafa hingað til getað gert. Hinar þrjár tónsmíðarnar voru allar hluti af vídeóverk- um. Ferrovia eftir Brent Lee við myndband eftir Sigi Torinus var skemmtileg. Á skjánum mátti sjá lestarferð frá ýmsum sjónar- hornum. Tónlistin var viðburða- rík og grípandi. Það var í henni dökk undiralda sem var mögnuð. Ekki síðri var Orpheus Dro- nes eftir T. Patrick Carrabré við vídeó verk eftir Kevin Ei-ichi deForest. Þar var sofandi maður í sófa að dreyma martröð sem var í senn fyndin og óhugnanleg. Tón- listin var fremur rokkuð, marg- brotin og lifandi. Flottasta verkið á tónleikunum var Hitchcock Études eftir Nicole Lizée. Þar var efniviðurinn nokk- ur örstutt brot úr kvikmyndum Hitchcocks, bæði tónlist og mynd. Myndbrotin voru endurtekin aftur og aftur, og tónlistin unnin í tölvu. Úr varð eitthvað allt annað en heyrist í kvikmyndunum. Við þetta spilaði Masaki á píanóið af ótrúlegri glæsi- mennsku. Vídeóverkið og tónlist- in var líka svo óhugnanleg, frum- leg og hugvitsamleg að það var alveg einstakt. Þarna mátti t.d. sjá Doris Day við píanóið syngja einn sérhljóða, A, aftur og aftur. A-ið hafði verið klippt úr setning- unni Que sera, sera. Það var mar- traðarkennt. Þarna var þessi eini sérhljóði kveikjan að alveg nýrri tónlist. Margt annað á þessum nótum bar fyrir augu og eyru og það fór um mann hrollur hvað eftir annað. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Mögnuðustu og mest hugvíkkandi tónleikarnir sem undirritaður sótti á Myrkum músík- dögum. Syngdu A, Doris Skáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og ævisagan Pater Jón Sveinsson – Nonni eftir Gunnar F. Guðmundsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í annars vegar flokki fagurbókmennta og hins vegar fræðirita. Forseti Íslands, Ólafur Ragnars Gríms- son, afhenti höfundunum verð- launin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fimm bækur voru tilnefndar í báðum flokkum en á endanum stóðu þessar tvær með pálmann í höndunum. Bæði Eiríkur og Gunnar voru að fá sína fyrstu tilnefn- ingu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Eiríkur Örn Norð- dahl hefur um skeið þótt með efnilegri rithöfundum landsins en segja má að hafi skipað sér í fremstu röð með sinni fjórðu skáldsögu, Illsku, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda þegar hún kom út fyrir jól. „Það er hætt við að maður fari að verða merkilegur með sig og telji sig eiga eitthvað skilið,“ sagði Eiríkur þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „En að öllu gamni slepptu er ég mjög kátur yfir þessu og brosi í gegnum tárin, eins og stundum er sagt við svona tilefni.“ Hann segist ekki hafa átt von á þeirri miklu velgengni sem Illska hefur notið. „En ég þótt- ist snemma vita að hún myndi ná lengra en fyrri bækurnar, þetta er bara þannig bók; fjallar um helförina og fólk virðist fíla hana.“ Um áhrif verðlaunanna reiknar Eiríkur með að þau hjálpi til að selja réttinn að henni erlendis og þar fram eftir götunum. „Að öðru leyti veit ég ekki hvaða máli þetta skiptir, það á eftir að koma í ljós.“ Gunnar F. Guðmundsson sagn- fræðingur hafði unnið að ævisögu Jóns Sveinssonar síðan snemma árs 2006 og byggði verkið á heim- ildum sem Haraldur Hannesson, vinur Jóns, hafði safnað mörg- um áratugum áður og búið um. Gunnar segir verðlaunin koma sér ánægjulega á óvart. „Maður leggur ekki upp með að fá verðlaun,“ segir hann. „En bókin var lengi í undirbúningi og vinnslu og á köflum tók hún á. Það má segja að það að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin séu mikilsverð umbun.“ Þriggja manna lokadómnefnd, valdi verkin úr hópi tíu bóka sem tilnefndar voru til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 1. desember síðastliðinn. Hana skipuðu Viðar Eggertsson leikhússtjóri, Hrefna Haraldsdóttir bókmennta- fræðingi og Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, sem jafn- framt var formaður. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna í hvorum flokki. Auk þess voru verðlauna- höfum afhent skrautrituð verð- launaskjöl og verðlauna gripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðs- syni á gullsmíðaverkstæði Jens – opin bók á granít stöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. bergsteinn@frettabladid.is Illska og Nonni hlutu bókmenntaverðlaunin Illska eft ir Eirík Örn Norðdahl og Pater Jón Sveinsson eft ir Gunnar F. Guðmunds- son hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin, sem afh ent voru á Bessastöðum í gær. VERÐLAUNAHAFAR Forseti Íslands afhenti Gunnari F. Guðmundssyni og Eiríki Erni Norðdahl Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á árinu 2011. Umsóknir berist fyrir 14. febrúar til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Hverfisgötu 54 P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK Þessar voru tilnefndar Tíu höfundar voru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, fimm í flokki fagurbókmennta og jafnmargir í flokki fagurbókmennta og bóka almenns efnis. Fagurbókmenntir Eiríkur Örn Norðdahl– Illska Auður Ava Ólafsdóttir– Undantekningin Gyrðir Elíasson– Suðurglugginn Sigurjón Magnússon– Endimörk heimsins Kristín Ómarsdóttir– Milla Fræðirit og bækur almenns efnis Gunnar F. Guðmundsson: Pater Jón Sveinsson – Nonni Einar Már Jónsson: Örlagaborgin. Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Fyrri hluti Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga Jón Ólafsson: Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.