Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 28
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum nátt- úruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfir- standandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þing- menn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akst- ur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Land mælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatna- kerfi þyrfti við hver ein- ustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er til- greint ef götur eru lok- aðar eða þar gildir ein- stefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gef- ist vel. Þetta gerir auð- vitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strang- ar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvern- ig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferða- menn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar stað- reyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viður- kennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rök- villuna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýt- ur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðu- neytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíða stillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða til- gangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er ein búið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndar- lögum verði þau samþykkt óbreytt. Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Síminn hefur ákveðið að ljósnetvæða 53 þéttbýlis- staði á landsbyggðinni á árinu. Það þýðir að allt að 16 þúsund heimili, öll á landsbyggðinni, bætast við fyrri áætlanir Sím- ans um 100 þúsund heim- ili um mitt næsta ár. Þetta er stórt skref fyrir Símann. Það hefur áhrif á mörg minni sveitarfélög úti á landi. Þau hefðu líklega þurft að bíða þess að háhraðanet yrði sett upp að fullu á stærri stöðum áður en röðin kæmi að þeim. Heimili 11 þéttbýlisstaða sem fá Ljósnet í símstöð fá auk þess í fyrsta sinn fulla sjónvarps- þjónustu. Þau munu geta valið úr yfir hundrað sjónvarpsstöðvum í stað á annan tug nú. Og netið eflist. En af hverju þessir 53 staðir umfram aðra? Valinu ræður: a) stærð staðanna, b) tengingar til þeirra og c) staðsetning sím- stöðvanna í bæjarfélaginu. Við viljum ná til sem flestra. Það fleytir sem flestum fram veginn og hefur mestu áhrifin á þjóðar- búið í heild. 16 þúsund bætast í hópinn Þessi ákvörðun sýnir þá áherslu sem Síminn leggur á þjónustu við landsbyggðina. Nú bíðum við almennt með að leggja Ljósnet- ið á jöðrum hverrar byggðar þar til símstöðvar þessara 53ja staða hafa verið uppfærðar. Þann- ig tekst okkur að ljósnetvæða þúsundir heimila fyrir það fé sem kostaði að tengja á jöðrum fárra þeirra. Við breyttum verkáætlun okkar þótt það þýddi að bæjar- búar eða þéttbýli innan hvers sveitarfélags tengdist ekki háhraðaneti á sama tíma. Við veljum þessa leið því hún hefur þann ótvíræða kost að færri þurfa að bíða þess að fá háhraða- net heim til sín. Við hjá Símanum viljum benda á að 62 þúsund heimili geta nýtt Ljósnetið. Með þessari ákvörð- un er stefnt að því að þau verði orðin allt að 116 þúsund um mitt næsta ár. Uppbyggingin hefur verið hröð. Hún hefur aðeins staðið frá árinu 2009. Þetta eru fyrstu stóru skref Símans á landsbyggðinni; tekin fyrr en stóð til. Við hjá Símanum hefjum þessa vegferð því við gerum okkur fulla grein fyrir því að fjarskipti skipa lykilsess í grósku sam- félaga. Með ákvörðuninni viljum við skapa tækifæri fyrir lands- menn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst. Þetta er fyrsta skrefið til þess. Uppbygging Ljósnets Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og sam- skiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristins- son borgarstjóri ásak- aði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski“ um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgar- stjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski“, gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífur yrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilag- ur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borg- arstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdá- endum og hversu van- heilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagn- rýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Graf- arvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sér- staklega í skólamálum. Foreldr- ar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embætt- ismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árang- urs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgar stjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði“ þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskr- ar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi. Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnar- maður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðis maður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að marg- nefndur fundur var ekki pólit- ískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogs- búar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem full- trúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðis- flokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagð- ur formaður Félags sjálfstæðis- manna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sig- urð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mik- illi vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí“ og „allt fyrir aumingja“. Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borg- arbúa og misnota orð eins og „ein- elti“ og „ofbeldi“ í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess. Af meintu einelti og ofbeldi íbúa í Grafarvogi SAMFÉLAG Emil Örn Kristjánsson leiðsögumaður og formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi ➜ Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgar- stjórnar í hverfi nu, sérstak- lega í skólamálum. FJARSKIPTI Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans NÁTTÚRA Hafl iði S. Magnússon formaður Ferða- klúbbsins 4x4 ➜ Lög eiga að vera sam- kvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðu- neytis. ➜ Þau hefðu líklega þurft að bíða þess að háhraðanet yrði sett upp að fullu á stærri stöðum áður en röðin kæmi að þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.