Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2013 | MENNING | 41 TÓNLIST ★★★★ ★ Kammersveit Reykja- víkur, stjórnandi Ezequiel Menalled Myrkir músíkdagar HARPA 3. FEBRÚAR Hljóðið í kvikmyndahúsum kemur ekki bara úr einni átt, heldur allt um kring. Sumir tónlistarmenn gefa líka út „surround“ plötur, sem virka vel ef maður á heima- bíó. Maður upplifir þetta miklu sjaldnar á tónleikum, a.m.k. þeim sem eru órafmagnaðir. Tónleikar Kammer sveitar Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum í Norður- ljósum í Hörpu voru því óvana- legir. Velflest verkanna byggð- ust á svona þrívídd. Hljómsveitin var dreifð um salinn og á svölun- um fyrir ofan. Það kom skemmti- lega út. Caballero de cuatro lunas fyrir flautu og kammerhóp eftir Jónas Tómasson var fyrst. Áshildur Haraldsdóttir lék einleik og gerði það með afbrigðum vel. Tónlist- in var snörp og viðburðarík, með glæsilegum endi. MMXIII (2013) eftir Þráin Hjálmarsson var næst. Ég man ekki eftir að hafa heyrt tónlist eftir hann áður. Verkið var inn- hverft, dálítið sveimtónlistarlegt, fallega unnið, fíngert og nostur- samlegt. … Quasi una fantasia … eftir Györgi Kurtág var síðast fyrir hlé. Það er fyrir píanó og mis- munandi hljóðfærahópa. Tónlist- in var sérlega öfgafull, innhverf eða ofsafengin, kyrrstæð eða á mikilli hreyfingu. Píanóhlut- verkið var stórbrotið og hrika- legt. Anna Guðný Guðmundsdótt- ir leysti það svo vel af hendi að það var aðdáunarvert. Eftir hlé var fyrst The Unanswered Question eftir Charles Ives. Það er rúmlega hundrað ára gamalt tónverk, langt á undan sinni samtíð. Eiríkur Örn Pálsson lék afar fallega á trompet- inn, og hinir hljóðfæraleikararnir spiluðu líka prýðilega. Tilkomu- mikið var að heyra í strengja- kvartett uppi á svölum langt í burtu. Hann spilaði eitthvað allt annað. Samt rímaði það fullkom- lega við trompeteinleikinn. Næst á dagskrá var Phantasma- goria fyrir píanó, kammerhóp og rafhljóð eftir Steingrím Rohloff. Tinna Þorsteinsdóttir var þar einleikarinn og spilaði af krafti, nákvæmni og fagmennsku. Tón- listin sjálf var einnig athyglis- verð, mikið gekk á, atburðarásin var hröð. Uppbyggingin var sér- lega vel ígrunduð og spennu- þrungin. Stígandin var markviss og hápunkturinn brjálæðislegur. Kannski var atburðarrásin þó aðeins OF hröð. Steingrímur hefði mátt slaka stundum á og leyfa hlustandanum að dvelja lengur við tiltekin augnablik. Það hefði gefið tónlistinni meiri dýpt. Einmitt þetta einkenndi hið skemmtilega lokaverk eftir Alej- andro Castaños, sem bar hið sér- kennilega nafn [+]. Þar var líka mikill kraftur og læti, en maður fékk smá næði til að meðtaka hvað gekk á hverju sinni áður en næsti kafli hófst. Það var magn- aður lokahnykkur á tónleikunum, sem í heild voru líflegur endir á frábærri tónlistarhátíð. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sérlega vandaðir, metnaðarfullir tónleikar. Kammersveit í surround Tvær yfirlitssýningar hefja göngu sína í Listasafni Íslands á morgun. Sú fyrri nefnist Gamlar gersem- ar en þar er dreginn fram hluti af verkum í eigu safnsins sem sjald- an koma fyrir augu almennings eftir erlenda og innlenda lista- menn sem létust um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Sýningin er hald- in í Sal eitt og tvö á safninu. Erlendir áhrifavaldar nefnist hin sýningin. Tíundi hluti safn- eignar Listasafns Íslands er eftir erlenda listamenn, til dæmis frá Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Norður- Ameríku og Austurlöndum. Á sýn- ingunni er staldrað við verk gerð eftir heimsstyrjöldina síðari og áttu þau hljómgrunn meðal inn- lendra listunnenda. Brugðið er upp úrvali þessara verka, þrívíðra í sal þrjú og tvívíðra, málverka og ljósmynda, í sal fjögur. Báðar sýningarnar standa til 5. maí. Tvær sýningar opnaðar í Listasafni Íslands Gamlar gersemar og verk eft ir erlenda áhrifavalda í eigu safnsins dregin fram á tveimur yfi rlitssýningum LISTASAFN ÍSLANDS Á sýningunni Gamlar gersemar má sjá verk eftir listamenn sem létust um miðbik síðari heimsstyrjaldar en á sýningunni Erlendir áhrifavaldar eru verk frá því eftir stríð. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.