Fréttablaðið - 07.02.2013, Síða 49

Fréttablaðið - 07.02.2013, Síða 49
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2013 | MENNING | 41 TÓNLIST ★★★★ ★ Kammersveit Reykja- víkur, stjórnandi Ezequiel Menalled Myrkir músíkdagar HARPA 3. FEBRÚAR Hljóðið í kvikmyndahúsum kemur ekki bara úr einni átt, heldur allt um kring. Sumir tónlistarmenn gefa líka út „surround“ plötur, sem virka vel ef maður á heima- bíó. Maður upplifir þetta miklu sjaldnar á tónleikum, a.m.k. þeim sem eru órafmagnaðir. Tónleikar Kammer sveitar Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum í Norður- ljósum í Hörpu voru því óvana- legir. Velflest verkanna byggð- ust á svona þrívídd. Hljómsveitin var dreifð um salinn og á svölun- um fyrir ofan. Það kom skemmti- lega út. Caballero de cuatro lunas fyrir flautu og kammerhóp eftir Jónas Tómasson var fyrst. Áshildur Haraldsdóttir lék einleik og gerði það með afbrigðum vel. Tónlist- in var snörp og viðburðarík, með glæsilegum endi. MMXIII (2013) eftir Þráin Hjálmarsson var næst. Ég man ekki eftir að hafa heyrt tónlist eftir hann áður. Verkið var inn- hverft, dálítið sveimtónlistarlegt, fallega unnið, fíngert og nostur- samlegt. … Quasi una fantasia … eftir Györgi Kurtág var síðast fyrir hlé. Það er fyrir píanó og mis- munandi hljóðfærahópa. Tónlist- in var sérlega öfgafull, innhverf eða ofsafengin, kyrrstæð eða á mikilli hreyfingu. Píanóhlut- verkið var stórbrotið og hrika- legt. Anna Guðný Guðmundsdótt- ir leysti það svo vel af hendi að það var aðdáunarvert. Eftir hlé var fyrst The Unanswered Question eftir Charles Ives. Það er rúmlega hundrað ára gamalt tónverk, langt á undan sinni samtíð. Eiríkur Örn Pálsson lék afar fallega á trompet- inn, og hinir hljóðfæraleikararnir spiluðu líka prýðilega. Tilkomu- mikið var að heyra í strengja- kvartett uppi á svölum langt í burtu. Hann spilaði eitthvað allt annað. Samt rímaði það fullkom- lega við trompeteinleikinn. Næst á dagskrá var Phantasma- goria fyrir píanó, kammerhóp og rafhljóð eftir Steingrím Rohloff. Tinna Þorsteinsdóttir var þar einleikarinn og spilaði af krafti, nákvæmni og fagmennsku. Tón- listin sjálf var einnig athyglis- verð, mikið gekk á, atburðarásin var hröð. Uppbyggingin var sér- lega vel ígrunduð og spennu- þrungin. Stígandin var markviss og hápunkturinn brjálæðislegur. Kannski var atburðarrásin þó aðeins OF hröð. Steingrímur hefði mátt slaka stundum á og leyfa hlustandanum að dvelja lengur við tiltekin augnablik. Það hefði gefið tónlistinni meiri dýpt. Einmitt þetta einkenndi hið skemmtilega lokaverk eftir Alej- andro Castaños, sem bar hið sér- kennilega nafn [+]. Þar var líka mikill kraftur og læti, en maður fékk smá næði til að meðtaka hvað gekk á hverju sinni áður en næsti kafli hófst. Það var magn- aður lokahnykkur á tónleikunum, sem í heild voru líflegur endir á frábærri tónlistarhátíð. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sérlega vandaðir, metnaðarfullir tónleikar. Kammersveit í surround Tvær yfirlitssýningar hefja göngu sína í Listasafni Íslands á morgun. Sú fyrri nefnist Gamlar gersem- ar en þar er dreginn fram hluti af verkum í eigu safnsins sem sjald- an koma fyrir augu almennings eftir erlenda og innlenda lista- menn sem létust um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Sýningin er hald- in í Sal eitt og tvö á safninu. Erlendir áhrifavaldar nefnist hin sýningin. Tíundi hluti safn- eignar Listasafns Íslands er eftir erlenda listamenn, til dæmis frá Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Norður- Ameríku og Austurlöndum. Á sýn- ingunni er staldrað við verk gerð eftir heimsstyrjöldina síðari og áttu þau hljómgrunn meðal inn- lendra listunnenda. Brugðið er upp úrvali þessara verka, þrívíðra í sal þrjú og tvívíðra, málverka og ljósmynda, í sal fjögur. Báðar sýningarnar standa til 5. maí. Tvær sýningar opnaðar í Listasafni Íslands Gamlar gersemar og verk eft ir erlenda áhrifavalda í eigu safnsins dregin fram á tveimur yfi rlitssýningum LISTASAFN ÍSLANDS Á sýningunni Gamlar gersemar má sjá verk eftir listamenn sem létust um miðbik síðari heimsstyrjaldar en á sýningunni Erlendir áhrifavaldar eru verk frá því eftir stríð. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.