Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 8
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR8 | FRÉTTIR | HEILBRIGÐISMÁL Alls höfðu 2.284 beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir því að komast í aðgerð á ein- hverju sjúkrahúsa eða heilbrigðis- stofnana landsins í október í fyrra. Milli ára hafði fjölgað um 49,1 prósent á biðlistanum eftir því að komast í aðgerð. Á sama tíma árið 2011 biðu 1.532 eftir aðgerð. Í nýútkomnum Talnabrunni Landlæknisembættisins, þar sem fjallað er um nýjustu tölur um bið- lista, er sagt vekja athygli að bið eftir skurðaðgerðum á augasteini og aðgerðum vegna legsigs og brottnáms legs hafi sjaldan verið lengri. Þá haldi biðtími eftir þess- um aðgerðum áfram að lengjast. „Mestu virðist muna um lokun skurðstofa á St. Jósefsspítala í kjölfar sameiningar við Land- spítala á árinu 2011,“ segir í Talna- brunni. Í talnaefni á vef Landlæknis- embættisins má sjá að í október síðastliðnum biðu rúmlega helm- ingi fleiri eftir því að komast í skurðaðgerð á augasteini en á sama tíma ári fyrr, 1.220 á móti 591 þá. Þá sést að fjölgun á biðlistum eftir legsigs- og legnámsaðgerðum nam 54,3 prósentum á milli ára. Fjölg- unin frá því í júní nemur hins vegar tæpum 11 prósentum. Fram kemur að áætlaður biðtími eftir aðgerð vegna legsigs á Land- spítala, þar sem flestar aðgerðirnar Bið eftir aðgerð lengdist úr fimm vikum í 16 mánuði Á tveimur árum hefur bið eftir aðgerð vegna legsigs farið úr tæpum fimm vikum í sextán mánuði. Í október síðastliðnum voru 2.284 á biðlistum eftir margvíslegum aðgerðum. Ári fyrr voru 1.532 á biðlistunum. ST. JÓSEFSSPÍTALI Landlæknisembættið rekur aukna bið eftir ákveðnum tegundum aðgerða til lokunar skurðstofa á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Biðraðir eftir aðgerðum lengjast* ➜ Alls á biðlistum* eru framkvæmdar, sé nú 65 vikur, eða rúmlega eitt ár og fjórir mán- uðir. Í október 2010 hafi hins vegar bara þurft að bíða í tæpar fimm vikur eftir slíkri aðgerð. „Að öðru leyti var lítil breyting á fjölda þeirra sem beðið höfðu þrjá mánuði eða lengur eftir skurðaðgerð miðað við stöðuna í júní síðastliðnum,“ segir í umfjöll- un Landlæknisembættisins. Fram kemur að bið eftir auga- steinsaðgerð sé lengst á Land- spítalanum, eða um eitt og hálft ár, en styst hjá Sjónlagi og Laser- sjón, sjö og hálfur til tólf mánuðir. olikr@frettabladid.is Brottnám legs Aðgerð v/legsigs Skurðagerð á augasteini Október 2011 Október 2012 Október 2011 Október 2012 42 62 146 228 591 1.220 47,6% aukning 56,2% aukning 106,4% aukning * Fjöldi þeirra sem beðið hafa 3 mánuði eða lengur eft ir aðgerð. Heimild: Landlæknisembættið 2.500 2.000 1.500 1.000 ok t.1 0 fe b. 11 jú n. 11 ok t.1 1 fe b. 12 ok t.1 2 HUNDAHALD Bresk yfirvöld hyggj- ast skylda hundaeigendur til að setja örflögur í hunda sína fyrir árið 2016. NORDICPHOTOS/AFP LONDON, AP Hundaeigendur í Bretlandi verða skyldaðir til þess að láta græða örflögu í hunda sína fyrir árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð. Tilgangur breytinganna er að auðvelda eigendum að finna týnd eða stolin gæludýr. Um 60 prósent þeirra átta milljóna hunda sem eru í Bretlandi hafa nú þegar slík- ar örflögur en eigendur sem neita að setja örflögur í hunda sína eftir 2016 munu eiga yfir höfði sér háa sekt. Örflögur verða enn valfrjálsar fyrir eigendur hesta og katta. - gój Ný löggjöf um hundahald: Örflögur í alla breska hunda EFTIRLIT Landhelgisgæslan í eftirliti TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í fimm klukkustunda gæslu- og eftir- litsflug á þriðjudaginn í þeim tilgangi að fylgjast með umferð á fiskimiðum umhverfis landið. Vélin hafði samband við báta og skip sem voru að veiðum í námunda við bannsvæði eða voru ekki með öryggisbúnað í lagi. MÓTMÆLI Reiðialda braust út í Túnis í kjölfar morðs á baráttumanni fyrir lýðræðisumbótum. NORDICPHOTOS/AFP TÚNIS, AP Mikil mótmæli brutust út í Túnis eftir að stjórnmála- maðurinn Chokri Belaid var myrtur í gær. Belaid hafði barist fyrir auknu lýðræði og gagnrýnt ríkisstjórnina. Belaid hafði sagt flokkinn loka augunum fyrir ofbeldi af hálfu öfgamanna í garð annarra flokka. Hann hafði fengið margar hótan- ir, þá síðustu daginn fyrir morðið. Forseti Túnis, Moncef Mar- zouki, sagði morðið vera ógn við túnisku þjóðina en það myndi ekki setja lýðræðisþróun landsins í hættu. - gój Reiðialda í kjölfar morðs: Baráttumaður myrtur í Túnis LONDON (AP) Borgaryfirvöld Leicester og York í Englandi gera kröfu til jarðneskra leifa Ríkharðs III konungs, sem eru nýfundnar. Vísindamenn tilkynntu í byrjun mánaðarins að beinagrind sem fannst undir bílastæði í Leicester væri af Ríkharði III, sem féll í bardaga árið 1485. Borgarstjórn Leicester hefur tilkynnt að leifar hans verði jarðsettar þar. Borgaryfirvöld í York, sem ætt Ríkharðs var kennd við, hafa hins vegar gert tilkall til beinagrindar- innar. Ráðamenn í hvorri borg um sig hafa sett upp undirskriftalista til að útkljá hvar Ríkharður skuli grafinn. - mlæ Beinagrind veldur deilum: Bítast um bein Ríkharðs III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.