Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 4
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
BANDARÍKIN Þingmenn
Demókrataflokksins frá að
minnsta kosti ellefu ríkj-
um Bandaríkjanna vilja
banna notkun ómann-
aðra flugfara, svip-
aðra þeim sem notuð
hafa verið af bandarísku
leyniþjónustunni til njósna
og árása í Pakistan, Afgan-
istan, Jemen og fleiri stöðum
fjarri Bandaríkjunum.
Þingmennirnir óttast að þessi
tæki verði misnotuð til að njósna
um bandaríska ríkisborgara. Hröð
þróun hefur verið í smíði slíkra
flygilda. Þau hafa orðið æ smærri
og jafnframt ódýrari, svo notkun
þeirra gæti hæglega orðið töluvert
útbreidd innan skamms tíma verði
ekki sett um þau skýr lög.
Í vikunni birtu bandarískir
fjölmiðlar svo ódagsett leyni-
skjal úr bandaríska dómsmála-
ráðuneytinu, sem sýnir hvaða rök
ráðamenn hafa notað til að rétt-
læta notkun ómannaðra flygilda
til manndrápa í fjarlægum heims-
hlutum.
Barack Obama, sem hlaut frið-
arverðlaun Nóbels árið 2009, þá
nýtekinn við embætti forseta,
hefur á forsetatíð sinni stóreflt
notkun þessara ómönnuðu flyg-
ilda. Flestar hafa þær verið í
Pakistan, þar sem meira en 360
árásir síðustu fimm árin hafa
kostað um 3.000 manns lífið.
Í leyniskjalinu kemur fram að
bandarísk stjórnvöld telja sig vera
í fullum rétti til þess að drepa
einstaklinga innan landamæra
Vilja ekki mann-
lausar njósnavélar
Bandarískir þingmenn vilja banna notkun ómannaðra flugfara innan Bandaríkj-
anna af ótta við njósnir. Leyniskjal úr dómsmálaráðuneytinu sýnir hvaða rök hafa
verið notuð til að réttlæta slík tæki til manndrápa í fjarlægum heimshlutum.
ÓMANNAÐ FLUG-
FAR Hafa kostað
þúsundir manna
í Pakistan lífið á
forsetatíð Baracks
Obama.
LEIÐRÉTT
Facebook-síðu þar sem því var
mótmælt að Egill Einarsson væri á
forsíðu Monitor í nóvember var ekki
komið á laggirnar af Nemendafélagi
Menntaskólans við Hamrahlíð, eins og
sagði í blaðinu í gær, heldur nokkrum
nemendum við skólann.
Ómönnuð fjarstýrð flugför hafa verið notuð af Bandaríkjaher allar götur
síðan á tímum Balkanskagastyrjaldanna fyrir sautján árum, fyrst í smáum
stíl en í stórauknum mæli á síðustu fimm árum. Hröð þróun hefur verið í
gerð slíkra flygilda, en nýjasta tækniundrið er örlitlar nanóflaugar, á stærð
við kólibrífugl. Við smíði þeirra hefur verið notuð nanótækni, en þessi
flugtæki eru útbúin myndavélum og hægt að nota þau til að fylgjast með
og njósna um athafnir manna svo lítið beri á.
Nanóflaugar með njósnabúnað
annarra ríkja, „til dæmis ef það
er gert með samþykki stjórnar
gistiríkisins eða eftir að hafa
gengið úr skugga um að gistiríkið
skortir annaðhvort getu eða vilja
til að koma í veg fyrir þá hættu
sem stafar af viðkomandi einstak-
lingi, skotmarkinu.“
Annars er í minnisblaðinu eink-
um verið að skoða hvort bandarísk
lög heimili útsendurum Banda-
ríkjanna að taka bandaríska ríkis-
borgara af lífi innan landamæra
annarra ríkja. Niðurstaðan er sú
að þrjár forsendur þurfi að vera
til þess. Fyrsta forsendan er sú að
háttsettur og vel upplýstur emb-
ættismaður í Bandaríkjastjórn
hafi gengið úr skugga um að af
viðkomandi einstaklingi, sem er
skotmarkið, stafi bein hætta á
ofbeldisárás gegn Bandaríkjun-
um. Önnur forsendan er sú að ekki
sé framkvæmanlegt að handtaka
viðkomandi einstakling. Þriðja
forsendan er sú að drápið sé fram-
kvæmt með þeim hætti að það
samrýmist meginreglum alþjóð-
legra stríðslaga.
Sameinuðu þjóðirnar hafa nú
ákveðið að gera ítarlega rannsókn á
áhrifum árása ómannaðra flygilda
á almenna borgara. Mannréttinda-
samtök hafa gagnrýnt þessar árás-
ir og segja þær skapa stöðuga
skelfingu í samfélögum sem árum
saman hafa mátt búa við þessa ógn.
gudsteinn@frettabladid.is
NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND, AP Yfirgnæfandi meirihluti
breskra þingmanna samþykkti á þriðjudag lög
um hjónabönd samkynhneigðra. Alls greiddu
400 þingmenn neðri deildar lögunum atkvæði
sitt en 175 voru á móti.
Athygli vakti þó að einungis um helm-
ingur þingmanna Íhaldsflokksins, flokks
Davids Cameron forsætisráðherra, studdi
lögin. Hinir voru ýmist á móti eða sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Lögin taka ekki gildi fyrr en lávarða-
deild breska þingsins hefur samþykkt þau,
og reiknað er með að það ferli taki nokkra
mánuði.
Gildistaka er áætluð árið 2015 en þá fengju
samkynhneigðir rétt til að ganga í borgaraleg
eða kirkjuleg hjónabönd. Ekki er þó hægt að
krefjast trúarlegrar athafnar nema viðkom-
andi trúfélag samþykki.
Cameron forsætisráðherra sagði atkvæða-
greiðsluna á þriðjudag vera stórt stökk fram á
við fyrir þjóðina.
Nick Clegg, leiðtogi Frjálsra demókrata,
sem á aðild að ríkisstjórn með Íhaldsflokki
Camerons, tók undir það: „Ég trúi því sann-
arlega að við munum horfa til þessa dags sem
þáttaskila í sögu jafnréttis á Bretlandi.“
- gb
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti hjónabönd samkynhneigðra:
Dræmur stuðningur íhaldsins
DAVID CAMERON Forsætisráðherra Bretlands gengur
til þings. NORDICPHOTOS/AFP
SAMGÖNGUMÁL
Umferðin jókst í janúar
Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu var
6,4 prósentum meiri í janúar nú en í
sama mánuði í fyrra. Tölur Vegagerðar-
innar sýna mikinn viðsnúning í umferð
miðað við síðustu ár, en ekki hefur
mælst eins mikil aukning í umferð í
janúar frá því fyrir fjármálakreppuna
2008.
ÞÝSKALAND Anette Schavan,
menntamálaráðherra Þýska-
lands, hefur verið svipt doktors-
gráðu sinni. Hún situr þó enn um
sinn í ríkisstjórn Angelu Merkel
kanslara.
Rannsókn á vegum heimspeki-
deildar háskólans í Düsseldorf
leiddi í ljós að hluti af efni doktors-
ritgerðar hennar hefði verið
tekinn nánast orðréttur úr öðrum
heimildum.
Þetta er í annað sinn sem ráð-
herra í stjórn Merkel er sviptur
doktorsgráðu vegna svindls. Á
síðasta ári sagði var það varnar-
málaráðherrann Karl-Theodor von
Guttenberg, sem sagði af sér. - gb
Situr áfram í ríkisstjórn:
Schavan svipt
doktorsgráðu
ANETTE SCHAVAN Menntamálaráð-
herra Þýskalands er ekki lengur doktor.
NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Danska ríkis stjórnin
hefur lagt til að refsingar vegna
barnaníðs verði þyngdar. Á
fréttavef Jyllands-Posten er haft
eftir dómsmálaráðherra Dan-
merkur, Morten Bødskov, að kyn-
ferðisbrot gegn börnum undir 12
ára aldri sé nauðgun og að enginn
vafi eigi að leika á því. Nauðsyn-
legt sé að þyngja refsingar þeirra
sem brjóta gegn börnum.
Lengja á fyrningarfrest vegna
kynferðisbrota gegn börnum
og banna á dæmdum kynferðis-
brotamönnum að hafa samband á
netinu við börn undir 18 ára sem
þeir þekkja ekki.
Dómsmálaráðherrann segir
nauðsynlegt að vernda börn betur
og vonast til að stuðningur við
frumvarpið verði breiður. - ibs
Danska ríkisstjórnin:
Þyngja á refs-
ingar vegna
barnaníðs
ATVINNUMÁL Þegar hafa borist
yfir eitt hundrað umsóknir um
störf hjá Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum eftir að fyrirtæk-
ið sagði upp ellefum skipverjum
á togurum félagsins sem höfðu
neytt ólöglegra fíkniefna, að því
er Eyjafréttir höfðu í gær eftir
framkvæmdastjóra félagsins.
Vinnslustöðin mun halda áfram
að taka lyfjapróf. Í fyrradag voru
tveir sjómenn hjá fyrirtækinu
teknir í próf.
Í DV var rætt við ónefndan skip-
verja sem sagt var upp. Kvaðst
hann vera fjölskyldufaðir sem
misst hefði vinnuna vegna þess að
hann hefði fengið sér tvo kanna-
bissmóka á gamlárskvöld. - gar
Umrót eftir lyfjapróf í Eyjum:
Yfir hundrað
sækja um störf
232,3245
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,68 127,28
198,32 199,28
171,38 172,34
22,972 23,106
23,046 23,182
19,948 20,064
1,3515 1,3595
194,39 195,55
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
06.02.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
fáanleg
á ný!
Loksins
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
8-13 m/s.
HLÝNANDI Á MORGUN Það lítur út fyrir heldur milt veður á laugardag með
rigningu, einkum um sunnanvert landið. Yfirleitt úrkomulítið fyrir norðan og austan. Á
sunnudag kólnar á ný.
0°
7
m/s
X°
8
m/s
1°
9
m/s
5°
12
m/s
Á morgun
Strekkingur V-til, annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
6°
4°
7°
5°
3°
Alicante
Basel
Berlín
15°
3°
2°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
0°
3°
0°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
-1°
-1°
20°
London
Mallorca
New York
5°
16°
1°
Orlando
Ósló
París
26°
-6°
6°
San Francisco
Stokkhólmur
13°
0°
0°
5
m/s
3°
5
m/s
-2°
5
m/s
1°
6
m/s
-2°
5
m/s
0°
6
m/s
-5°
6
m/s
4°
2°
2°
0°
0°