Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 10
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Erum með nokkur eintök af góðum bílum á tilboði í febrúar. Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE II Nýskr. 04/08, ekinn 102 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr.3.620.000 TILBOÐ kr. 2.790 þús. LEXUS RX400h HYBRID Nýskr. 06/08, ekinn 68 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr.5.990.000 TILBOÐ kr. 4.790 þús. PORSCHE CAYENNE TURBO Nýskr. 09/03, ekinn 77 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr.4.980.000 TILBOÐ kr. 3.590 þús. ISUZU D-MAX Nýskr. 03/08 ekinn 165 þús km. dísil, beinskiptur. Verð áður kr.2.390.000 TILBOÐ kr. 1.890 þús. NISSAN PATHFINDER LE Nýskr. 10/06, ekinn 93 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr.3.990.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. VW TOUREG V6 DÍSIL Nýskr. 08/07, ekinn 105 þús km. dísel, sjálfskiptur. Verð áður kr.5.880.000 TILBOÐ kr. 4.390 þús. RANGE ROVER VOGUE Nýskr. 01/05, ekinn 125 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.990.000 TILBOÐSVERÐ! 3.990 þús. Rnr. 101892 Rnr. 140556 Rnr. 200490 Rnr. 130301 Rnr. 200853 Rnr. 200737 Rnr. 190676 TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ KOMDU STRAX Í DAG! GERÐU FRÁBÆR KAUP! TILBOÐ Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæta í stjórn og þriggja til vara og hins vegar listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista Uppstillinga- nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 22. febrúar 2013. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 7. febrúar 2013 Kjörstjórn VR Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? MENNTAMÁL Blindir og sjón skertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi,“ segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sér- staklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjón- skertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilok- uð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð.“ Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjón- túlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli.“ Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósu- vinir“ en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrir- lestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptök- um kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengi- leg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um.“ Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nem- endur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo mögu- leikar allra til náms séu jafnir.“ olikr@frettabladid.is Blindir rekast á hindranir í háskóla Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur nemandi lokið há- skólanámi hér á landi. Innan Háskóla Íslands er unnið að rannsókn á aðstæðum þessara nemenda. Víða er pottur brotinn þótt margt hafi færst til betri vegar. Í HÁSKÓLANUM Þórsteinssjóður styrkir rannsókn Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur dósents og Knúts Birgissonar doktorsnema á möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.