Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 12
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Starfshópur á vegum Reykjavíkur- borgar hefur kortlagt hvaða mögu- leikar eru á byggingu íbúða innan borgarlandsins. Niðurstaðan er sú að á næstu þremur til fimm árum verða reistar 2.500 íbúðir mið- svæðis í Reykjavík. Fram til árs- ins 2030 verða íbúðirnar 14.500. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er formaður starfs- hópsins. Hann segir vinnuna, sem staðið hefur yfir í tvö ár, einkenn- ast af því að reynt sé að draga lær- dóm af hruninu. „Í fyrsta lagi með því að í nýju aðalskipulagi er verið að þróa borgina inn á við, um það er mjög skýr stefna. Í öðru lagi hefur borgarstjórn sameinast um nýja húsnæðisstefnu sem kallar eftir fjölbreyttari og öruggari húsnæð- ismarkaði með áherslu á leiguíbúð- ir, búseturéttaríbúðir og aukna fjölbreytni. Í þriðja lagi, og það kemur einn- ig að því hvernig fólk kemst af, erum við með þessu tvennu að reyna að minnka rekstrarkostnað heimilanna með því að gera fólki kleift að búa þar sem það getur dregið úr samgöngukostnaði.“ Í því skyni er gert ráð fyrir mun minni fjölda bílastæða við íbúðirn- ar en vaninn er. Efla almennan leigumarkað Framlag Reykjavíkurborgar verður fyrst og fremst það að leggja fram lönd og lóðir, en einnig í gegnum skipulagið. Ekki er gert ráð fyrir að fjármunir verði markvisst settir í uppbygginguna frá borginni. „Við höfum þó áskilið okkur rétt til að gera strategískar fjárfesting- ar til að fylgja þessari stefnu fast eftir. Við erum tilbúin til að beita afli borgarinnar, bæði til að tryggja okkur nauðsynleg lönd og lóðir, og einnig til að þróa þessi svæði og nýta skipulagsvaldið til þess. Þetta er algjör lykilstefna hjá okkur.“ Möguleg leið í þessu er að um hvern byggingarreit, eða nokkra saman, verði stofnað félag sem sér um uppbyggingu og rekstur. Fundað hefur verið með þróunar- félögum, verktökum, fjármögnun- araðilum, bæði bönkum og lífeyris- sjóðum, Félagsstofnun stúdenta, háskólunum og öðrum sem hafa verkefni í farvatninu sem gætu fall- ið undir þessa stefnumótun. Dagur segir að félög um slíkan rekstur þurfi að lifa í áratugi, ef ekki hundrað ár, og því þurfi að vanda til verka. „Það sem hefur vantað á Íslandi er almennur leigumarkaður og við viljum búa til öruggan leigu markað fyrir venjulegt fólk sem vill það sem valkost, jafnvel til langs tíma. Þá þarf að tryggja ákveðið öryggi og jafnvel að þú getir stækkað við þig innan stórs leigufélags sem er með margar og fjölbreyttar íbúða- gerðir á sínum snærum, jafnvel innan sama skólakerfis. Þetta er í raun alveg gríðarlega stórt sam- félagslegt verkefni um að búa til öruggan húsnæðis- og leigu- markað.“ Hætta á húsnæðiskreppu Dagur segir að uppbyggingin muni ekki tryggja það að leiguverð lækki. Hins vegar muni hún vonandi skapa betra jafnvægi á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að lofa því að leiguverð í Reykjavík, á eftirsóknar verðum stöðum, muni lækka til framtíðar litið. Ef ekk- ert verður að gert er hætt við því að þróunin verði eins og víða í mið- borgum, þar sem venjulegt fólk á venjulegum launum hefur ekki efni á að búa þar lengur. Við viljum koma í veg fyrir það.“ Dagur segir úttektir sýna að það stefni í húsnæðiskreppu ef ekkert verður að gert. Ábyrg borgaryfir- völd verði að setja fram áætlanir um hvernig mæta eigi húsnæðis- þörfinni, ekki til að skapa nýja bólu á fasteignamarkaði heldur til að tryggja það að allir eigi þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. „Það verður aldrei ódýrt að búa á besta stað í Reykjavík en við eigum að gera það sem við getum til að tryggja fjölbreytni. Við vilj- um ekki einhver lúxussvæði fyrir fáa heldur fjölbreytt svæði fyrir alls konar fólk; fjölskyldufólk, eldra fólk og yngra fólk. Þar höfum við tæki í gegnum skipulagið og í gegnum alls kyns samvinnu. Við höfum verið að beita borginni mjög markvisst, þó það hafi kannski ekki farið mjög hátt,“ segir Dagur. Þar vísar hann í kaup borgar- innar á Slippsvæðinu, þar sem rísa munu 250 til 300 íbúðir, á lóð við Keilugranda, þar sem vísa munu um 60 íbúðir og á lóð við Tryggva- götu þar sem fjöldi íbúða getur risið. Borgin hafi til að mynda sett 500 milljónir í að kaupa hafnar- svæðið. Byggja fjölda leiguíbúða í borginni Alls verða reistar 14.500 íbúðir í Reykjavík fram til ársins 2030 samkvæmt hugmyndum vinnuhóps um húsnæðismál. Borgin gæti komið að félögum um uppbyggingu á hverjum reit fyrir sig. Borgaryfirvöld vilja beita skipulagsvaldi sínu til að tryggja uppbyggingu leigumarkaðar. FORMAÐUR BORGARRÁÐS Dagur segir að ef ekki verði brugðist við húsnæðisþörf í Reykjavík, sérstaklega varðandi leiguhúsnæði, sé hætta á húsnæðiskreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is BYKO-LÓÐ Staða skipulags: Sam- þykkt deiliskipulag Eignarhald: Borgar- lóð. Byggingarréttur á hendi K. Steindórs- son sf. Áætluð uppbygging: 70 íbúðir í fj ölbýli. Meðalstærð nýrra íbúða 115-120 m2 (mögulegt að fj ölga íbúðum á svæðinu?). ÖSKJUHLÍÐ, HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Staða skipulags: Sam- þykktar 300 íbúðir í aðal skipulagi, sjá einnig deiliskipulag Háskólans í Reykjavík. Eignarhald: Borgarland og land ríkis. Byggingarréttur á hendi borgar/ríkis, sjá þó samkomulag við HR. Áætluð uppbygging: Yfi r 300 nemenda- íbúðir VEÐURSTOFUHÆÐ Staða skipulags: Stofnana- svæði í gildandi aðal- skipulagi. Eignarhald: Borgarlóð. Byggingarréttur í höndum ríkis o.fl . Áætluð uppbygging: Eink- um hugsað fyrir skrifstofur/ stofnanir. Meta þarf hvort þarna mættu rísa íbúðir. 2012-2016 2.500 íbúðir 2016-2020 3.500 íbúðir 2020-2024 4.000 íbúðir 2024-2030 4.500 íbúðir KEILUGRANDI Staða skipulags: Íbúðarsvæði í gild- andi aðalskipulagi. Heimilt að byggja allt að 49 íbúðir. Eignarhald: Borgar- lóð. Byggingarréttur í höndum borgar. Áætluð uppbygg- ing: 60-80 íbúðir. HÉÐINSREITUR Staða skipulags: Samþykkt deili- skipulag. Eignarhald: Einka- lóð. Byggingar- réttur á hendi Seljavegar ehf. Áætluð uppbygg- ing: 275 íbúðir í fj ölbýli, hjúkrunaríbúða. Meðalstærð nýrra íbúða innan við 100 m2. HÖFÐATORG Staða skipulags: Samþykkt deiliskipu- lag. Eignarhald: Borgar- lóð. Byggingarréttur á hendi Eyktar. Áætluð uppbygging: Um 250 íbúðir í fj öl- býli (möguleg lækkun vegna hótels). SLIPPASVÆÐI Staða skipu- lags: Samþykkt deiliskipulag. Endurskoðun í undirbúningi. Eignarhald: Lóðir Reykjavíkurborgar Einkalóð, Mýrar- gata 26. Byggingarréttur á hendi Atafl s. Áætluð uppbygging: 300 íbúðir í fj ölbýli, miðað við forsendur í rammaskipulagi. STJÓRNARRÁÐSREITUR Staða skipulags: Samþykkt deiliskipu- lag fyrir skrifstofur og stofnanir. Eignarhald: Land ríkis. Byggingarrétt- ur á hendi ríkis. Áætluð uppbygg- ing: Alls um 25 þúsund m2. Fjöl- breyttari notkun ef deiliskipulag verður endurskoðað? HÍ VESTAN SUÐURGÖTU Staða skipu- lags: Samþykkt deiliskipulag fyrir stofnanir og skrif- stofur. Eignarhald: Lóðir Háskóla. Byggingar réttur á hendi Háskólans. Áætluð uppbygg- ing: Deiliskipulag endurskoðað í ljósi uppbyggingarmöguleika Háskólans á svæði Vísindagarða, með fj ölbreyttari byggð að leiðarljósi. SÚÐARVOGS-DUGGUVOGSREITIR Staða skipulags: Ósamþykkt. Til skoðunar í nýju aðalskipulagi. Eignarhald: Borgarlóðir að stærst- um hluta. Byggingarréttur á hendi Regins o.fl . Í söluferli. Áætluð uppbygging: Um 400 íbúðir í þéttri borgarbyggð, auk skrifstofa, verslunar og þjónustu, handverks/léttur iðnaður. GRAFÍK/KLARA ➜ Dæmi um þá reiti sem hópurinn hefur kortlagt, en þeir eru alls 32 ASKÝRING | 12 ÁÆTLUN UM UPPBYGGINGU Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.