Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 18
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 Seðlabanki Íslands kynnti nýja hagspá fyrir íslenskt efnahags- líf í gær samhliða vaxta ákvörðun peningastefnu nefndar bankans. Telur bankinn að verulega sé að hægja á efnahagsbata íslenska hagkerfisins. Í yfirlýsingu frá peningastefnu- nefnd bankans segir að nýlegar hagtölur bendi til þess að hag- vöxtur í fyrra hafi verið minni en áður var talið. Þá hafi horfur um hagvöxt á þessu ári versnað frá síðustu hagspá bankans sem birt var í nóvember. Þórarinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, sagði á fundinum í gær að hagvaxtar- þróun hefði víðast hvar í Evrópu verið lakari á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en reiknað hefði verið með. Dregið hefði úr útflutningi og þá væru heimili og fyrirtæki að draga úr eyðslu til að búa í haginn fyrir hægari gang í efnahags- lífinu. „Og við sjáum þetta gerast líka hér. Ytri skilyrðin eru að versna. Það eru verri horfur um hagvöxt, það eru verri horfur um alþjóða- viðskipti. Horfur um bæði álverð og verð sjávarafurða eru að versna og þá gerum við ráð fyrir hægari vexti í útflutningi sjávarafurða og öðrum vöruútflutningi,“ sagði Þórarinn. Í nýju spánni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,1% á þessu ári, 3,7% á því næsta og 3,9% árið 2015. Áður gerði bankinn ráð fyrir 2,9% hagvexti á þessu ári en spáin fyrir næstu ár er lítið breytt. Í þessu samhengi munar mestu um að bankinn gerir nú ráð fyrir því að fjárfesting dragist saman um 1% í hagkerfinu á þessu ári en áður var gert ráð fyrir ríflega 5% vexti. Skýringin á þessu er meðal annarra sú að áframhaldandi framkvæmdir við álverið í Helgu- vík hafa enn frestast og hið sama gildir um framkvæmdir vegna orkuöflunar. Þá er einnig gert ráð fyrir minni atvinnuvegafjárfestingu í tengslum við almennt minni umsvif í hagkerfinu. Hins vegar hafa horfur um fjárfestingu í íbúðar húsnæði batnað nokkuð og það sama gildir um fjárfestingu hins opinbera. Seðlabankinn gerir jafnframt ráð fyrir að einkaneysla vaxi hægar á árinu en áður var talið. Gerir bankinn nú ráð fyrir 2,5% vexti en áður var miðað við 2,9% vöxt. Áfram er búist við því að atvinnuleysi fari jafn og þétt lækk- andi og er gert ráð fyrir að það verði 4,8% að meðaltali á þessu ári. Loks hefur Seðlabankinn breytt spá sinni um gengi krónunnar og gerir nú ráð fyrir að gengis- vísitalan verði í kringum 235 stig á næstu misserum en áður var spáin í kringum 225 stig. Þýðir það að bankinn býst nú við ríflega 4% veikari krónu á næstu misserum. magnusl@frettabladid.is Efnahagshorfur versnað nokkuð Seðlabankinn kynnti í gær nýja hagspá í tengslum við vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans. Telur bankinn að horfur um hagvöxt hafi versnað nokkuð og spáir nú 2,1% hagvexti á árinu í stað 2,9%. Munar mestu um að nú er gert ráð fyrir að fjárfesting minnki á árinu. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gær að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum um sinn við reglubundna vaxtaákvörðun sína. Í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi vegna ákvörðunar kom fram að horfur um hægari hagvöxt en áður var gert ráð fyrir drægju úr verðbólguþrýstingi. Hins vegar væri gengi krónunnar nú veikara en miðað hefði verið við, sem hefði áhrif í hina áttina, og því væru verðbólguhorfur svipaðar. Ákvörðun peningastefnunefndarinnar kom ekki á óvart enda höfðu allar opinberar spár gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum. Stýrivextir Seðlabankans eru eftir sem áður 6% en verðbólga er 4,2% sem er nokkuð yfir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans. Vöxtum haldið óbreyttum um sinn HELGUVÍK Seðlabankinn spáir því nú að fjárfesting í hagkerfinu dragist saman á árinu. Munar þar verulega um að bankinn sér ekki fram á áframhald á framkvæmdum við álverið í Helguvík á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Össur hagnaðist um 38 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi ríflega 4,8 milljarða króna, á árinu 2012. Til samanburðar var hagnaður félagsins 35 milljónir árið 2011. Félagið birti uppgjör sit t fyrir árið 2012 í gær. Í tilkynningu frá Össuri er haft eftir Jóni Sigurðssyni for- stjóra að árið hafi gengi mjög vel á markaðs- svæðum félagsins í Evrópu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Hins vegar hafi markaðsaðstæður í Bandaríkjunum verið erfiðar. Á árinu 2012 jókst sala Össurar um 3% sem var í takti við markmið félagsins um 2 til 3% vöxt. Heildar- sala nam 399 milljónum Banda- ríkjadala. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnskostnað, afskriftir og skatta var 70 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir 18% af sölu. Á árinu 2011 var sami mælikvarði hins vegar tæpar 73 milljónir dala. Eins og áður sagði jókst hagnað- ur félagsins um 9% á milli ára en helsta ástæða þess er minni fjár- magnskostnaður. Á árinu vann Oscar Pistorius það afrek að verða fyrsti aflimaði ein- staklingurinn til þess að keppa á Ólympíuleikum ófatlaðra. Árang- ur íþróttamanna á Ólympíuleikum fatlaðra vakti einnig verðskuldaða athygli og hefur árangur þeirra nú þegar breytt viðhorfi almennings gagnvart fötluðum. Handbært fé frá rekstri var 18% af sölu ársins og er lausafjárstaða félagsins áfram sterk. Mun stjórn félagsins fyrir vikið leggja til að hluthöfum verði greiddur út arður á næsta aðalfundi félagsins. - mþl Össur birti í gær ársuppgjör fyrir árið 2012: Hagnaður Össurar jókst lítillega í fyrra Össur er fráleitt eina félagið til að skila uppgjöri þessa dagana. Þannig skil- aði Marel uppgjöri sínu á þriðjudag eins og fjallað var um í Markaðnum í gær. Virðist uppgjörið hafa valdið fjárfestum nokkrum vonbrigðum því hlutabréfaverð Marels lækkaði um ríflega 4% í Kauphöllinni í gær en velta með bréf félagsins var 746 milljónir. Fram kom í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í gær að EBIT-fram- legð félagsins hefði verið 8,56% á árinu 2012. Það er nokkuð undir mark- miðum stjórnenda félagsins sem gefið hefur verið út að séu 10 til 12%. Uppgjör Marels olli vonbrigðum JÓN SIGURÐSSON OSCAR PISTORIUS Í uppgjörstilkynn- ingu sinni fagnar Össur því að skjól- stæðingur félagsins, Oscar Pistorius, hafi á síðasta ári orðið fyrsti aflimaði einstaklingurinn til þess að keppa á Ólympíuleikum ófatlaðra. MYND/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.