Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 48
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Við erum að halda hátíðina í áttunda skipti núna,“ segir Kristín Schev- ing, stjórnandi hátíðarinnar 700IS Hreindýraland sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag. „Fókusinn er á tilraunalistir og þá aðallega vídeó og stuttar listrænar kvikmyndir sem teygja sig meira í átt að mynd- list en hefðbundnum kvikmyndum.“ Hvernig byrjaði þetta ævintýri? „Ég byrjaði á þessu árið 2006 þegar ég bjó á Eiðum og vann á Egils- stöðum og þar höfum við sýnt sjö sinnum. Hreindýralandið hefur þó ekki eingöngu haldið sig á Egils- stöðum heldur ferðast víða um heim. Eftir sýninguna í Norræna húsinu förum við til dæmis með íslensku verkin til Orkneyja, Hong Kong og Perú og okkur fannst að við gætum alveg eins verið á ferðalagi hér á Íslandi. “ Eiga bæði innlendir og erlendir listamenn verk á sýningunni? „Já, núna erum við með 130 listamenn frá 30 löndum frá öllum heims- hornum. Meðal þeirra sem koma núna er par sem er með svipaða hátíð á Orkneyjum og horfði svo- lítið til Hreindýralandshátíðarinn- ar þegar það byrjaði með sína hátíð fyrir tveimur árum. Parið kemur frá Hong Kong og Rússlandi en nýr á Orkneyjum og það er í boði þess sem ég er að fara með hluta af sýn- ingunni til Hong Kong í apríl.“ Titillinn 700IS, er það ekki póst- númerið á Egilsstöðum? „Jú, póst- númerið er eitt af því sem maður notar mikið þegar maður býr ein- hvers staðar, ekki satt? Og verandi úr Breiðholtinu fannst mér Egils- staðir algjört ævintýraland með hreindýr úti um allt. Þannig kom nú titillinn til og þótti hálfgerð klisja fyrir austan en hefur virkað vel í markaðssetningunni erlendis.“ Sýningin í Norræna húsinu stend- ur fram á sunnudag og upplýsingar um atburðaskrá hennar má nálgast á heimasíðunni 700.is. fridrikab@frettabladid.is Hreindýraland á ferð og fl ugi um heiminn 700IS Hreindýraland er yfi rskrift sýningar sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag. Sýningin á uppruna sinn að rekja til Egilsstaða þar sem sýnt hefur verið sjö sinnum en einnig hafa verk af henni ferðast vítt og breitt um heiminn. Í HREINDÝRALANDI Kristín Scheving og Dodda Maggý. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SELMA BJÖRNS REGÍNA ÓSK STEFANÍA SVAVARS ERNA HRÖNN B ra nd en b ur g HARPA ELDBORG 09.02.13 HOF AKUREYRI 16.03.13 HEIÐURSTÓNLEIKAR Dægurflugan kynnir heiðurstónleika ABBA í Hörpu og Hofi, Akureyri. Miðasala er á midi.is, harpa.is, menningarhus.is eða í síma 528 5050 (Harpa) og 450 1000 (Hof). Miðaverð í Hörpu 4.990 kr. - 9.990 kr. Miðaverð í Hofi 7.990 kr. Viðskiptavinir Íslandsbanka fá 20% afslátt á ABBA ef greitt er með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr. Viðskiptavinir á tilboðslista Vildarklúbbsins hafa fengið heimsendan afsláttarkóða í tölvupósti til nota í netsölu. Einnig er hægt að nálgast afsláttarkóða í þjónustuveri bankans í síma 440 4000 eða í næsta útibúi bankans. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 Fundir 18.00 Göngu-Hrólfur og Vita sport halda kynningarfund á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2. Kynntar verða gönguferðir á Gran Canaria, í Andalúsíu, á Madeira, tvær gönguferðir í Toscana og pílagrímsganga í fótspor Nikulásar Bergssonar. Allir velkomnir. Sýningar 18.00 Sýning Sædísar Bauer Halldórs- dóttur gullsmiðs og Bjarna Sigurðs- sonar keramikers opnar í Sædísi Gull- smiðju, Geirsgötu 5b. Hátíðir 19.30 Vetrarhátíðin Magnað myrkur hefst í Reykjavík. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni vetrarhatid.is. Opið hús 16.00 Vinnustofur verða opnar fyrir gestum og gangandi á Akureyri. Stofurnar sem um ræðir eru Listasafns- húsið að Kaupvangsstræti 12, Flóra Hafnarstræti 90 og vinnustofa að Ráð- hústorgi 7. Kvikmyndir 18.00 Kvikmyndin The City Dark verður sýnd á Listasafni Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir 12.00 Kristín Steinsdóttir talar um bók sína, Ljósu, í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? í stofu HT105 á Háskólatorgi. Allir eru velkomnir. Tónlist 21.00 Spútnik-sveitin Samaris spilar á Slippbarnum, Hótel Marina. Tón- leikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Heineken Music í boði Heineken og gogoyoko.com og aðgangur er ókeypis í þeirra boði. 21.00 Hljómsveitin Camp Keighley spilar kraftmikið rokk á Bar 11. Hljóm- sveitin Stolið kemur einnig fram. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Spottarnir syngja og leika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Þungarokkspartý verðr haldið á efri hæðinni á Dillon. Krummi í Mínus sér um að þeyta skífum og mun spila allt milli glam metals og black metals. Aðgangur er ókeypis og bjór í boði fyrir þá fyrstu. 22.00 Nóra, Oyama og Jón Þór halda tónleika á Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 17.15 Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur flytur fyrsta erindið í erindaröð Bókasafns Kópavogs um tímann. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.