Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 48

Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 48
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Við erum að halda hátíðina í áttunda skipti núna,“ segir Kristín Schev- ing, stjórnandi hátíðarinnar 700IS Hreindýraland sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag. „Fókusinn er á tilraunalistir og þá aðallega vídeó og stuttar listrænar kvikmyndir sem teygja sig meira í átt að mynd- list en hefðbundnum kvikmyndum.“ Hvernig byrjaði þetta ævintýri? „Ég byrjaði á þessu árið 2006 þegar ég bjó á Eiðum og vann á Egils- stöðum og þar höfum við sýnt sjö sinnum. Hreindýralandið hefur þó ekki eingöngu haldið sig á Egils- stöðum heldur ferðast víða um heim. Eftir sýninguna í Norræna húsinu förum við til dæmis með íslensku verkin til Orkneyja, Hong Kong og Perú og okkur fannst að við gætum alveg eins verið á ferðalagi hér á Íslandi. “ Eiga bæði innlendir og erlendir listamenn verk á sýningunni? „Já, núna erum við með 130 listamenn frá 30 löndum frá öllum heims- hornum. Meðal þeirra sem koma núna er par sem er með svipaða hátíð á Orkneyjum og horfði svo- lítið til Hreindýralandshátíðarinn- ar þegar það byrjaði með sína hátíð fyrir tveimur árum. Parið kemur frá Hong Kong og Rússlandi en nýr á Orkneyjum og það er í boði þess sem ég er að fara með hluta af sýn- ingunni til Hong Kong í apríl.“ Titillinn 700IS, er það ekki póst- númerið á Egilsstöðum? „Jú, póst- númerið er eitt af því sem maður notar mikið þegar maður býr ein- hvers staðar, ekki satt? Og verandi úr Breiðholtinu fannst mér Egils- staðir algjört ævintýraland með hreindýr úti um allt. Þannig kom nú titillinn til og þótti hálfgerð klisja fyrir austan en hefur virkað vel í markaðssetningunni erlendis.“ Sýningin í Norræna húsinu stend- ur fram á sunnudag og upplýsingar um atburðaskrá hennar má nálgast á heimasíðunni 700.is. fridrikab@frettabladid.is Hreindýraland á ferð og fl ugi um heiminn 700IS Hreindýraland er yfi rskrift sýningar sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag. Sýningin á uppruna sinn að rekja til Egilsstaða þar sem sýnt hefur verið sjö sinnum en einnig hafa verk af henni ferðast vítt og breitt um heiminn. Í HREINDÝRALANDI Kristín Scheving og Dodda Maggý. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SELMA BJÖRNS REGÍNA ÓSK STEFANÍA SVAVARS ERNA HRÖNN B ra nd en b ur g HARPA ELDBORG 09.02.13 HOF AKUREYRI 16.03.13 HEIÐURSTÓNLEIKAR Dægurflugan kynnir heiðurstónleika ABBA í Hörpu og Hofi, Akureyri. Miðasala er á midi.is, harpa.is, menningarhus.is eða í síma 528 5050 (Harpa) og 450 1000 (Hof). Miðaverð í Hörpu 4.990 kr. - 9.990 kr. Miðaverð í Hofi 7.990 kr. Viðskiptavinir Íslandsbanka fá 20% afslátt á ABBA ef greitt er með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr. Viðskiptavinir á tilboðslista Vildarklúbbsins hafa fengið heimsendan afsláttarkóða í tölvupósti til nota í netsölu. Einnig er hægt að nálgast afsláttarkóða í þjónustuveri bankans í síma 440 4000 eða í næsta útibúi bankans. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 Fundir 18.00 Göngu-Hrólfur og Vita sport halda kynningarfund á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2. Kynntar verða gönguferðir á Gran Canaria, í Andalúsíu, á Madeira, tvær gönguferðir í Toscana og pílagrímsganga í fótspor Nikulásar Bergssonar. Allir velkomnir. Sýningar 18.00 Sýning Sædísar Bauer Halldórs- dóttur gullsmiðs og Bjarna Sigurðs- sonar keramikers opnar í Sædísi Gull- smiðju, Geirsgötu 5b. Hátíðir 19.30 Vetrarhátíðin Magnað myrkur hefst í Reykjavík. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni vetrarhatid.is. Opið hús 16.00 Vinnustofur verða opnar fyrir gestum og gangandi á Akureyri. Stofurnar sem um ræðir eru Listasafns- húsið að Kaupvangsstræti 12, Flóra Hafnarstræti 90 og vinnustofa að Ráð- hústorgi 7. Kvikmyndir 18.00 Kvikmyndin The City Dark verður sýnd á Listasafni Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir 12.00 Kristín Steinsdóttir talar um bók sína, Ljósu, í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? í stofu HT105 á Háskólatorgi. Allir eru velkomnir. Tónlist 21.00 Spútnik-sveitin Samaris spilar á Slippbarnum, Hótel Marina. Tón- leikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Heineken Music í boði Heineken og gogoyoko.com og aðgangur er ókeypis í þeirra boði. 21.00 Hljómsveitin Camp Keighley spilar kraftmikið rokk á Bar 11. Hljóm- sveitin Stolið kemur einnig fram. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Spottarnir syngja og leika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Þungarokkspartý verðr haldið á efri hæðinni á Dillon. Krummi í Mínus sér um að þeyta skífum og mun spila allt milli glam metals og black metals. Aðgangur er ókeypis og bjór í boði fyrir þá fyrstu. 22.00 Nóra, Oyama og Jón Þór halda tónleika á Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 17.15 Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur flytur fyrsta erindið í erindaröð Bókasafns Kópavogs um tímann. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.