Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 8
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR8 | FRÉTTIR |
HEILBRIGÐISMÁL Alls höfðu 2.284
beðið í þrjá mánuði eða lengur
eftir því að komast í aðgerð á ein-
hverju sjúkrahúsa eða heilbrigðis-
stofnana landsins í október í fyrra.
Milli ára hafði fjölgað um 49,1
prósent á biðlistanum eftir því að
komast í aðgerð. Á sama tíma árið
2011 biðu 1.532 eftir aðgerð.
Í nýútkomnum Talnabrunni
Landlæknisembættisins, þar sem
fjallað er um nýjustu tölur um bið-
lista, er sagt vekja athygli að bið
eftir skurðaðgerðum á augasteini
og aðgerðum vegna legsigs og
brottnáms legs hafi sjaldan verið
lengri. Þá haldi biðtími eftir þess-
um aðgerðum áfram að lengjast.
„Mestu virðist muna um lokun
skurðstofa á St. Jósefsspítala í
kjölfar sameiningar við Land-
spítala á árinu 2011,“ segir í Talna-
brunni.
Í talnaefni á vef Landlæknis-
embættisins má sjá að í október
síðastliðnum biðu rúmlega helm-
ingi fleiri eftir því að komast í
skurðaðgerð á augasteini en á sama
tíma ári fyrr, 1.220 á móti 591 þá.
Þá sést að fjölgun á biðlistum eftir
legsigs- og legnámsaðgerðum nam
54,3 prósentum á milli ára. Fjölg-
unin frá því í júní nemur hins
vegar tæpum 11 prósentum.
Fram kemur að áætlaður biðtími
eftir aðgerð vegna legsigs á Land-
spítala, þar sem flestar aðgerðirnar
Bið eftir aðgerð lengdist úr
fimm vikum í 16 mánuði
Á tveimur árum hefur bið eftir aðgerð vegna legsigs farið úr tæpum fimm vikum í sextán mánuði. Í október
síðastliðnum voru 2.284 á biðlistum eftir margvíslegum aðgerðum. Ári fyrr voru 1.532 á biðlistunum.
ST. JÓSEFSSPÍTALI Landlæknisembættið rekur aukna bið eftir ákveðnum tegundum
aðgerða til lokunar skurðstofa á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Biðraðir eftir aðgerðum lengjast* ➜ Alls á biðlistum*
eru framkvæmdar, sé nú 65 vikur,
eða rúmlega eitt ár og fjórir mán-
uðir. Í október 2010 hafi hins vegar
bara þurft að bíða í tæpar fimm
vikur eftir slíkri aðgerð.
„Að öðru leyti var lítil breyting
á fjölda þeirra sem beðið höfðu
þrjá mánuði eða lengur eftir
skurðaðgerð miðað við stöðuna í
júní síðastliðnum,“ segir í umfjöll-
un Landlæknisembættisins.
Fram kemur að bið eftir auga-
steinsaðgerð sé lengst á Land-
spítalanum, eða um eitt og hálft
ár, en styst hjá Sjónlagi og Laser-
sjón, sjö og hálfur til tólf mánuðir.
olikr@frettabladid.is
Brottnám legs
Aðgerð v/legsigs
Skurðagerð á augasteini
Október 2011
Október 2012
Október 2011
Október 2012
42
62
146
228
591
1.220
47,6%
aukning
56,2%
aukning
106,4%
aukning
* Fjöldi þeirra sem beðið hafa 3 mánuði eða lengur eft ir aðgerð.
Heimild: Landlæknisembættið
2.500
2.000
1.500
1.000
ok
t.1
0
fe
b.
11
jú
n.
11
ok
t.1
1
fe
b.
12
ok
t.1
2
HUNDAHALD Bresk yfirvöld hyggj-
ast skylda hundaeigendur til að setja
örflögur í hunda sína fyrir árið 2016.
NORDICPHOTOS/AFP
LONDON, AP Hundaeigendur í
Bretlandi verða skyldaðir til þess
að láta græða örflögu í hunda sína
fyrir árið 2016. Þetta kemur fram
í nýrri reglugerð.
Tilgangur breytinganna er að
auðvelda eigendum að finna týnd
eða stolin gæludýr. Um 60 prósent
þeirra átta milljóna hunda sem
eru í Bretlandi hafa nú þegar slík-
ar örflögur en eigendur sem neita
að setja örflögur í hunda sína eftir
2016 munu eiga yfir höfði sér háa
sekt.
Örflögur verða enn valfrjálsar
fyrir eigendur hesta og katta. - gój
Ný löggjöf um hundahald:
Örflögur í alla
breska hunda
EFTIRLIT
Landhelgisgæslan í eftirliti
TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór
í fimm klukkustunda gæslu- og eftir-
litsflug á þriðjudaginn í þeim tilgangi
að fylgjast með umferð á fiskimiðum
umhverfis landið. Vélin hafði samband
við báta og skip sem voru að veiðum í
námunda við bannsvæði eða voru ekki
með öryggisbúnað í lagi.
MÓTMÆLI Reiðialda braust út í Túnis
í kjölfar morðs á baráttumanni fyrir
lýðræðisumbótum. NORDICPHOTOS/AFP
TÚNIS, AP Mikil mótmæli brutust
út í Túnis eftir að stjórnmála-
maðurinn Chokri Belaid var
myrtur í gær. Belaid hafði barist
fyrir auknu lýðræði og gagnrýnt
ríkisstjórnina.
Belaid hafði sagt flokkinn loka
augunum fyrir ofbeldi af hálfu
öfgamanna í garð annarra flokka.
Hann hafði fengið margar hótan-
ir, þá síðustu daginn fyrir morðið.
Forseti Túnis, Moncef Mar-
zouki, sagði morðið vera ógn við
túnisku þjóðina en það myndi
ekki setja lýðræðisþróun landsins
í hættu. - gój
Reiðialda í kjölfar morðs:
Baráttumaður
myrtur í Túnis
LONDON (AP) Borgaryfirvöld
Leicester og York í Englandi gera
kröfu til jarðneskra leifa Ríkharðs
III konungs, sem eru nýfundnar.
Vísindamenn tilkynntu í byrjun
mánaðarins að beinagrind sem
fannst undir bílastæði í Leicester
væri af Ríkharði III, sem féll í
bardaga árið 1485. Borgarstjórn
Leicester hefur tilkynnt að leifar
hans verði jarðsettar þar.
Borgaryfirvöld í York, sem ætt
Ríkharðs var kennd við, hafa hins
vegar gert tilkall til beinagrindar-
innar. Ráðamenn í hvorri borg um
sig hafa sett upp undirskriftalista
til að útkljá hvar Ríkharður skuli
grafinn. - mlæ
Beinagrind veldur deilum:
Bítast um bein
Ríkharðs III